Fleiri fréttir Icejet græddi ekki krónu á Rúmeníuflugi Kostnaður við einkaþotuflug frá Íslandi til Rúmeníu nemur um það bil 4,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er sama upphæð og forsætisráðuneytið greiddi flugfélaginu Icejet fyrir þjónustuna eins og fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þetta þýðir að Icejet hefur ekki hagnast á viðskiptunum. 8.4.2008 18:17 Fjórir af hverjum tíu óku of hratt á Garðaflöt Tuttugu ökumenn geta átt von á sekt þar sem brot þeirra voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt að Smáraflöt að sögn lögreglu. 8.4.2008 17:17 Búist við að vörubílstjórar fjölmenni fyrir utan lögreglustöðina í fyrramálið Andófsmaðurinn Sturla Jónsson sem verið hefur nokkurskonar talsmaður vörubílstjóra í mótmælum síðustu daga hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni í fyrramálið. Lögreglan vildi ræða við hann í dag en hann segist ekki hafa nennt að mæta. Búast má við að félagar hans fjölmenni á lögreglustöðina í fyrramálið. 8.4.2008 17:04 Tókst með naumindum að bjarga lífi öryggisvarðar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sem grunaður er um að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku í verslun 10-11 í Austurstræti um helgina skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til á morgun. 8.4.2008 16:44 Samið um lagningu Óshlíðarganga Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag. 8.4.2008 16:31 Gleymdi potti á eldavél Slökkvilið var kvatt að Vesturbergi 30 í Breiðholti laust eftir klukkan fjögur í dag vegna reyks sem lagði þar úr íbúð. 8.4.2008 16:25 Lithái í endurkomubanni breytti nafninu og sneri aftur Litháinn sem handtekinn var á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær hafði breytt nafni sínu og þannig slapp hann inn í landið þrátt fyrir endurkomubann. Hann heitir, eða hét, Emanuelis Kaukanaukas og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á amfetamíni með Norrænu árið 2005. 8.4.2008 16:18 Aðstoðuðu drukkinn útlending sem talaði torkennilegt mál Lögreglan á Akranesi lenti í nokkrum vandræðum aðfararnótt sunnudags þegar hún aðstoðaði illa drukkinn útlending í bænum að komast til síns heima. 8.4.2008 16:10 Vill hækka stöðumælagjaldið Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs vill hækka gjaldið í stöðumælana í Reykjavík. Hæsta gjald fyrir bílastæði í Reykjavík er 150 krónur á klukkustund en í Kaupmannahöfn eru teknar 426 krónur fyrir sambærilegt stæði að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði. 8.4.2008 15:46 Eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu marijúana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni um 114 grömm af marijúana sem lögregla fann við húsleit. 8.4.2008 15:43 Geir til Norður-Ameríku með áætlunarflugi Geir Haarde forsætisráðherra verður í Boston í Bandaríkjunum og St. John's á Nýfundnalandi, Kanada, dagana 10.-16. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að hann ferðist með áætlunarflugi. 8.4.2008 15:37 Gagnrýndi fyrirvaralausan stuðning við eldflaugavarnakerfi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndi harðlega fyrirvaralausan stuðning íslenskra stjórnvalda við þau áform Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. 8.4.2008 15:22 Fengu einkaþotu á „einstöku kynningarverði" Kostnaður vegna leigu á einkaflugvél vegna ferðar forsætisráðherra og utanríkisráðherra á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku nam 4,2 milljónum króna. 8.4.2008 15:16 Kostnaður við framboð til Öryggisráðs yfir 250 milljónir króna Kostnaður við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í haust nemur um 250-300 milljónir króna frá árinu 2001 og Ísland hefur fengið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. 8.4.2008 14:53 Banaslys á Eyrarbakkavegi Banaslys varð á Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi á tólfta tímanum í morgun. Árekstur varð með þeim hætti að jeppling var ekið af Kaldaðarnesvegi inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir vörubifreið sem ekið var til suðurs. 8.4.2008 14:20 Svavar verður fulltrúi í Addis Ababa samhliða sendiherrastörfum Svavar Gestsson sendiherra verður fulltrúi Íslands í Addis Ababa í Eþíópíu næstu sex mánuði og á hann að fylgja eftir og efla enn frekar samstarf Íslands við Afríkusambandið og einstök Afríkuríki. 8.4.2008 14:20 Samráð um þjóðaröryggismál vor og haust Geir H. Haarde forsætisráðherra ritaði fomönnum stjórnmálaflokka bréf í gær þar sem tilkynnt var að nýtt reglubundið samráð þeirra um þjóðaröryggismál yrði komið á. 8.4.2008 14:13 Samdráttur í sölu nýrra bifreiða vel merkjanlegur Samdrátt í sölu nýrra bifreiða má vel merkja af sölutölum fyrstu þriggja mánaða ársins frá Bílgreinasambandinu og Umferðarstofu. 8.4.2008 14:01 Barnungir veggjakrotarar gómaðir Veggjakrotarar á barnaskólaaldri voru gómaðir í Hafnarfirði um helgina. Um var að ræða tvo pilta sem höfðu að öllum líkindum komist yfir spreybrúsa á heimili annars þeirra en úr brúsanum höfðu þeir úðað á tvö hús, þar af annað íbúðarhús. 8.4.2008 13:48 Sögðu Gore frá áhuga álfyrirtækja á ódýrri raforku Stjórn Framtíðarlandsins hefur skrifað Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og handhafa friðarverðlauna Nóbels, opið bréf vegna heimsóknar hans til landsins. 8.4.2008 13:30 Rifbeinsbrot á Íslandi tefur fyrir heimshlaupi breskrar konu Bresk kona, sem er ferð í kringum hnött á tveimur jafnfljótum, tefst hér á landi vegna þess að hún datt og rifbeinsbrotnaði. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 8.4.2008 13:15 Brot ökumanna á Ásabraut mynduð Lögregla myndaði brot 20 ökumanna á Ásabraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Ásabraut í vesturátt, við Birkiás. 8.4.2008 13:10 Verkfræðiprófessor vill raforkukauphöll á Íslandi Álver munu í framtíðinni flytjast frá Íslandi ef hugmyndir Egils Hreinssonar, prófessors við verkfræðideild HÍ, verða að veruleika. 8.4.2008 13:00 Skrifað undir samning um Óshlíðargöng í dag Fulltrúar frá Vegagerðinni, Íslenskum aðalverktökum og Marti Contractors frá Sviss undirrita í dag samning um svonefnd Óshlíðargöng á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og hefjast framkvæmdir innan tíðar. 8.4.2008 12:45 Breytinga á lögum ekki að vænta fyrr en á haustþingi Fjármálaráðherra segir að óskir vöru- og sendibílstjóra verði hafðar til hliðsjónar við breytingar á lögum en að breytinga sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á haustþingi. 8.4.2008 12:30 Ríkið gerir tilkall til umhverfistákns Akureyrar Ríkið, undir forystu Árna Mathiesen fjármálaráðherra, hefur gert tilkall í eitt helsta umhverfistákn Akureyrar, fjallið Súlur. Heimamenn hyggjast grípa til varna. 8.4.2008 12:15 Hættir sem formaður BHM eftir óróa á aðalfundi Halldóra Friðjónsdóttir stígur úr stóli formanns Bandalags háskólamanna eftir að upp úr sauð á aðalfundi bandalagsins fyrir helgi. Ákveðin óánægja hefur verið með framgöngu formannsins, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður stærsta stéttarfélagsins innan BHM. 8.4.2008 12:01 Vörubílstjórar hóta því að lama þjóðfélagið Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu daga, segir lítið hafa komið út úr fundi hans og Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Bílstjórarnir hóta enn alvarlegri aðgerðum en þegar hafa litið dagsins ljós. „Í raun og veru kom ekkert út úr þessum fundi. Við fengum bara sömu svör og hjá Geir þegar hann var fjármálaráðherra," segir Sturla. 8.4.2008 11:46 Alvarlegt umferðarslys á Eyrarbakkavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi fyrir stundu þar sem vörubíll og jepplingur rákust saman. 8.4.2008 11:35 Settu á svið hópslys á Bláfjallavegi Það leit út fyrir alvarlegt hópslys á Bláfjallavegi við Sandskeið í morgun þar sem strætó fór út af veginum þegar bílstjórinn reyndi að komast hjá árekstri við fólksbíl. 8.4.2008 11:28 Sæfari siglir loks til Grímseyjar á föstudag Grímseyingar gleðjast væntanlega á föstudag því þá fer Grímseyjarferjan Sæfari í sína fyrstu ferð frá Dalvík. Farið verður klukkan 10 og er fjölmiðlum boðið með í för samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.4.2008 11:03 Álfheiður spyr ítarlega um flug til Búkarest Álfheiður Ingadóttir, þingamaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til munnlegs svars um flug ráðherra í einkaþotu á fund NATO í Búkarest í síðustu viku. 8.4.2008 10:46 Ungur maður barinn með kúbeini á Selfossi Kúbeini var beitt í árás ungmenn á ungan dreng á hjólabrettasvæði á Selfossi á sunnudagskvöld. Sá er óbrotinn en með bólgur í andliti eftir hnefahögg og aumur í baki eftir kúbeinið. 8.4.2008 10:24 SFR vill 200 þúsund króna lágmarksmánaðarlaun Samninganefnd SFR - stéttarfélags leggur áherslu á að lágmarkslaun félaga verði ekki undir 200 þúsund krónum á mánuði og að slysa- og veikindaréttur verði bættur. 8.4.2008 10:17 Óvíst hvort Icelandair heimili farsímanotkun Ekki er víst að flugfélög sem starfa í ríkjum Evrópusambandsins samþykki notkun almennings á farsímum í flugvélum, þrátt fyrir að Evrópusambandið sé búið að heimila slíkt. 8.4.2008 10:09 Húsfyllir á fyrirlestri Gores í Háskólabíói Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, heldur sem stendur erindi í fullu Háskólabíói um loftlagsmál. Fyrirlesturinn hófst um hálfníu í morgun og var fjölmiðlum heimilað að taka myndir við upphaf fundarins. 8.4.2008 10:03 Körfuboltakappi og kærasta handtekin fyrir stórfelldan þjófnað Makedónski körfuboltakappinn Dimitar Karadzovski, sem leikið hefur með Stjörnunni, var handtekinn í gær í Garðabæ ásamt kærustu sinni. Þau er grunuð um stórfelldan þjófnað og standa skýrslutökur yfir. 8.4.2008 10:00 Ólympíueldurinn á Keflavíkurflugvelli Ólympíueldurinn hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöldi og var þess vendilega gætt að engin nálgaðist Airbus-þotuna sem flutti hann. 8.4.2008 08:14 Hvalaskoðunarferðir fimmfaldast á áratug Rúmlega 104 þúsund manns fóru í hvalaskoðunarferðir hér á landi í fyrra. Það er fimmföldun frá því sem var fyrir tíu árum, þegar liðlega 20 þúsund manns fóru í slíkar ferðir. 8.4.2008 07:38 Maður á sextugsaldri í gæslu vegna kynferðisbrota Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum gagnvart átta og þrettán ára gömlum dætrum hans. 8.4.2008 07:27 Smygl á bréfi olli lengd einangrunar Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið í einangrun í fangelsinu í Þórshöfn í nær hálft ár af því að hann smyglaði bréfi úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Málflutningur í máli hans, sem er angi af Pólstjörnumálinu, hófst í gær. 8.4.2008 00:40 Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Móðir 25 ára Íslendings sem bíður dóms í Færeyjum segir að hann hafi, í nafni æskuvináttu og trausts, verið að gera Guðbjarna Traustasyni greiða. Hún segist bara vona að kviðdómurinn verði mannlegur. 8.4.2008 00:40 Fjölmennt í kvöldverði að Bessastöðum Nú er að hefjast vinnukvöldverður að Bessastöðum þar sem flutt verða sjö erindi tengd loftslagsmálum. Al Gore sagði á blaðamannafundi þar fyrri skömmu að Íslandi myndi skipa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Mikill fjöldi fólks er nú staddur á Bessastöðum. 7.4.2008 19:24 Móðir drengsins í Færeyjum býst við dómi Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag. 7.4.2008 18:26 Bíll í ljósum logum á Suðurlandsvegi Slökkvilið og lögregla voru kölluð að logandi bíl vestan við Litlu kaffistofuna fyrir stundu. Lögreglan á Selfossi vissi ekki um tildrög slyssins en sagði bíl vera þar í ljósum logum. 7.4.2008 22:05 Sjá næstu 50 fréttir
Icejet græddi ekki krónu á Rúmeníuflugi Kostnaður við einkaþotuflug frá Íslandi til Rúmeníu nemur um það bil 4,2 milljónum íslenskra króna. Þetta er sama upphæð og forsætisráðuneytið greiddi flugfélaginu Icejet fyrir þjónustuna eins og fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu í dag. Þetta þýðir að Icejet hefur ekki hagnast á viðskiptunum. 8.4.2008 18:17
Fjórir af hverjum tíu óku of hratt á Garðaflöt Tuttugu ökumenn geta átt von á sekt þar sem brot þeirra voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt að Smáraflöt að sögn lögreglu. 8.4.2008 17:17
Búist við að vörubílstjórar fjölmenni fyrir utan lögreglustöðina í fyrramálið Andófsmaðurinn Sturla Jónsson sem verið hefur nokkurskonar talsmaður vörubílstjóra í mótmælum síðustu daga hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni í fyrramálið. Lögreglan vildi ræða við hann í dag en hann segist ekki hafa nennt að mæta. Búast má við að félagar hans fjölmenni á lögreglustöðina í fyrramálið. 8.4.2008 17:04
Tókst með naumindum að bjarga lífi öryggisvarðar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sem grunaður er um að hafa slegið öryggisvörð í höfuðið með glerflösku í verslun 10-11 í Austurstræti um helgina skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til á morgun. 8.4.2008 16:44
Samið um lagningu Óshlíðarganga Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag. 8.4.2008 16:31
Gleymdi potti á eldavél Slökkvilið var kvatt að Vesturbergi 30 í Breiðholti laust eftir klukkan fjögur í dag vegna reyks sem lagði þar úr íbúð. 8.4.2008 16:25
Lithái í endurkomubanni breytti nafninu og sneri aftur Litháinn sem handtekinn var á Nýbýlavegi í Kópavogi í gær hafði breytt nafni sínu og þannig slapp hann inn í landið þrátt fyrir endurkomubann. Hann heitir, eða hét, Emanuelis Kaukanaukas og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir smygl á amfetamíni með Norrænu árið 2005. 8.4.2008 16:18
Aðstoðuðu drukkinn útlending sem talaði torkennilegt mál Lögreglan á Akranesi lenti í nokkrum vandræðum aðfararnótt sunnudags þegar hún aðstoðaði illa drukkinn útlending í bænum að komast til síns heima. 8.4.2008 16:10
Vill hækka stöðumælagjaldið Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs vill hækka gjaldið í stöðumælana í Reykjavík. Hæsta gjald fyrir bílastæði í Reykjavík er 150 krónur á klukkustund en í Kaupmannahöfn eru teknar 426 krónur fyrir sambærilegt stæði að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði. 8.4.2008 15:46
Eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu marijúana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni um 114 grömm af marijúana sem lögregla fann við húsleit. 8.4.2008 15:43
Geir til Norður-Ameríku með áætlunarflugi Geir Haarde forsætisráðherra verður í Boston í Bandaríkjunum og St. John's á Nýfundnalandi, Kanada, dagana 10.-16. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að hann ferðist með áætlunarflugi. 8.4.2008 15:37
Gagnrýndi fyrirvaralausan stuðning við eldflaugavarnakerfi Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýndi harðlega fyrirvaralausan stuðning íslenskra stjórnvalda við þau áform Bandaríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. 8.4.2008 15:22
Fengu einkaþotu á „einstöku kynningarverði" Kostnaður vegna leigu á einkaflugvél vegna ferðar forsætisráðherra og utanríkisráðherra á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku nam 4,2 milljónum króna. 8.4.2008 15:16
Kostnaður við framboð til Öryggisráðs yfir 250 milljónir króna Kostnaður við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í haust nemur um 250-300 milljónir króna frá árinu 2001 og Ísland hefur fengið skrifleg vilyrði um stuðning frá á annað hundrað af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. 8.4.2008 14:53
Banaslys á Eyrarbakkavegi Banaslys varð á Eyrarbakkavegi skammt frá Selfossi á tólfta tímanum í morgun. Árekstur varð með þeim hætti að jeppling var ekið af Kaldaðarnesvegi inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir vörubifreið sem ekið var til suðurs. 8.4.2008 14:20
Svavar verður fulltrúi í Addis Ababa samhliða sendiherrastörfum Svavar Gestsson sendiherra verður fulltrúi Íslands í Addis Ababa í Eþíópíu næstu sex mánuði og á hann að fylgja eftir og efla enn frekar samstarf Íslands við Afríkusambandið og einstök Afríkuríki. 8.4.2008 14:20
Samráð um þjóðaröryggismál vor og haust Geir H. Haarde forsætisráðherra ritaði fomönnum stjórnmálaflokka bréf í gær þar sem tilkynnt var að nýtt reglubundið samráð þeirra um þjóðaröryggismál yrði komið á. 8.4.2008 14:13
Samdráttur í sölu nýrra bifreiða vel merkjanlegur Samdrátt í sölu nýrra bifreiða má vel merkja af sölutölum fyrstu þriggja mánaða ársins frá Bílgreinasambandinu og Umferðarstofu. 8.4.2008 14:01
Barnungir veggjakrotarar gómaðir Veggjakrotarar á barnaskólaaldri voru gómaðir í Hafnarfirði um helgina. Um var að ræða tvo pilta sem höfðu að öllum líkindum komist yfir spreybrúsa á heimili annars þeirra en úr brúsanum höfðu þeir úðað á tvö hús, þar af annað íbúðarhús. 8.4.2008 13:48
Sögðu Gore frá áhuga álfyrirtækja á ódýrri raforku Stjórn Framtíðarlandsins hefur skrifað Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og handhafa friðarverðlauna Nóbels, opið bréf vegna heimsóknar hans til landsins. 8.4.2008 13:30
Rifbeinsbrot á Íslandi tefur fyrir heimshlaupi breskrar konu Bresk kona, sem er ferð í kringum hnött á tveimur jafnfljótum, tefst hér á landi vegna þess að hún datt og rifbeinsbrotnaði. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins. 8.4.2008 13:15
Brot ökumanna á Ásabraut mynduð Lögregla myndaði brot 20 ökumanna á Ásabraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Ásabraut í vesturátt, við Birkiás. 8.4.2008 13:10
Verkfræðiprófessor vill raforkukauphöll á Íslandi Álver munu í framtíðinni flytjast frá Íslandi ef hugmyndir Egils Hreinssonar, prófessors við verkfræðideild HÍ, verða að veruleika. 8.4.2008 13:00
Skrifað undir samning um Óshlíðargöng í dag Fulltrúar frá Vegagerðinni, Íslenskum aðalverktökum og Marti Contractors frá Sviss undirrita í dag samning um svonefnd Óshlíðargöng á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og hefjast framkvæmdir innan tíðar. 8.4.2008 12:45
Breytinga á lögum ekki að vænta fyrr en á haustþingi Fjármálaráðherra segir að óskir vöru- og sendibílstjóra verði hafðar til hliðsjónar við breytingar á lögum en að breytinga sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á haustþingi. 8.4.2008 12:30
Ríkið gerir tilkall til umhverfistákns Akureyrar Ríkið, undir forystu Árna Mathiesen fjármálaráðherra, hefur gert tilkall í eitt helsta umhverfistákn Akureyrar, fjallið Súlur. Heimamenn hyggjast grípa til varna. 8.4.2008 12:15
Hættir sem formaður BHM eftir óróa á aðalfundi Halldóra Friðjónsdóttir stígur úr stóli formanns Bandalags háskólamanna eftir að upp úr sauð á aðalfundi bandalagsins fyrir helgi. Ákveðin óánægja hefur verið með framgöngu formannsins, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður stærsta stéttarfélagsins innan BHM. 8.4.2008 12:01
Vörubílstjórar hóta því að lama þjóðfélagið Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu daga, segir lítið hafa komið út úr fundi hans og Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Bílstjórarnir hóta enn alvarlegri aðgerðum en þegar hafa litið dagsins ljós. „Í raun og veru kom ekkert út úr þessum fundi. Við fengum bara sömu svör og hjá Geir þegar hann var fjármálaráðherra," segir Sturla. 8.4.2008 11:46
Alvarlegt umferðarslys á Eyrarbakkavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Eyrarbakkavegi fyrir stundu þar sem vörubíll og jepplingur rákust saman. 8.4.2008 11:35
Settu á svið hópslys á Bláfjallavegi Það leit út fyrir alvarlegt hópslys á Bláfjallavegi við Sandskeið í morgun þar sem strætó fór út af veginum þegar bílstjórinn reyndi að komast hjá árekstri við fólksbíl. 8.4.2008 11:28
Sæfari siglir loks til Grímseyjar á föstudag Grímseyingar gleðjast væntanlega á föstudag því þá fer Grímseyjarferjan Sæfari í sína fyrstu ferð frá Dalvík. Farið verður klukkan 10 og er fjölmiðlum boðið með í för samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 8.4.2008 11:03
Álfheiður spyr ítarlega um flug til Búkarest Álfheiður Ingadóttir, þingamaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til munnlegs svars um flug ráðherra í einkaþotu á fund NATO í Búkarest í síðustu viku. 8.4.2008 10:46
Ungur maður barinn með kúbeini á Selfossi Kúbeini var beitt í árás ungmenn á ungan dreng á hjólabrettasvæði á Selfossi á sunnudagskvöld. Sá er óbrotinn en með bólgur í andliti eftir hnefahögg og aumur í baki eftir kúbeinið. 8.4.2008 10:24
SFR vill 200 þúsund króna lágmarksmánaðarlaun Samninganefnd SFR - stéttarfélags leggur áherslu á að lágmarkslaun félaga verði ekki undir 200 þúsund krónum á mánuði og að slysa- og veikindaréttur verði bættur. 8.4.2008 10:17
Óvíst hvort Icelandair heimili farsímanotkun Ekki er víst að flugfélög sem starfa í ríkjum Evrópusambandsins samþykki notkun almennings á farsímum í flugvélum, þrátt fyrir að Evrópusambandið sé búið að heimila slíkt. 8.4.2008 10:09
Húsfyllir á fyrirlestri Gores í Háskólabíói Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, heldur sem stendur erindi í fullu Háskólabíói um loftlagsmál. Fyrirlesturinn hófst um hálfníu í morgun og var fjölmiðlum heimilað að taka myndir við upphaf fundarins. 8.4.2008 10:03
Körfuboltakappi og kærasta handtekin fyrir stórfelldan þjófnað Makedónski körfuboltakappinn Dimitar Karadzovski, sem leikið hefur með Stjörnunni, var handtekinn í gær í Garðabæ ásamt kærustu sinni. Þau er grunuð um stórfelldan þjófnað og standa skýrslutökur yfir. 8.4.2008 10:00
Ólympíueldurinn á Keflavíkurflugvelli Ólympíueldurinn hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöldi og var þess vendilega gætt að engin nálgaðist Airbus-þotuna sem flutti hann. 8.4.2008 08:14
Hvalaskoðunarferðir fimmfaldast á áratug Rúmlega 104 þúsund manns fóru í hvalaskoðunarferðir hér á landi í fyrra. Það er fimmföldun frá því sem var fyrir tíu árum, þegar liðlega 20 þúsund manns fóru í slíkar ferðir. 8.4.2008 07:38
Maður á sextugsaldri í gæslu vegna kynferðisbrota Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gærluvarðhald vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum gagnvart átta og þrettán ára gömlum dætrum hans. 8.4.2008 07:27
Smygl á bréfi olli lengd einangrunar Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið í einangrun í fangelsinu í Þórshöfn í nær hálft ár af því að hann smyglaði bréfi úr fangelsinu til kærustunnar sinnar. Málflutningur í máli hans, sem er angi af Pólstjörnumálinu, hófst í gær. 8.4.2008 00:40
Móðir segir son sinn ekki flæktan í Pólstjörnumálið Móðir 25 ára Íslendings sem bíður dóms í Færeyjum segir að hann hafi, í nafni æskuvináttu og trausts, verið að gera Guðbjarna Traustasyni greiða. Hún segist bara vona að kviðdómurinn verði mannlegur. 8.4.2008 00:40
Fjölmennt í kvöldverði að Bessastöðum Nú er að hefjast vinnukvöldverður að Bessastöðum þar sem flutt verða sjö erindi tengd loftslagsmálum. Al Gore sagði á blaðamannafundi þar fyrri skömmu að Íslandi myndi skipa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Mikill fjöldi fólks er nú staddur á Bessastöðum. 7.4.2008 19:24
Móðir drengsins í Færeyjum býst við dómi Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag. 7.4.2008 18:26
Bíll í ljósum logum á Suðurlandsvegi Slökkvilið og lögregla voru kölluð að logandi bíl vestan við Litlu kaffistofuna fyrir stundu. Lögreglan á Selfossi vissi ekki um tildrög slyssins en sagði bíl vera þar í ljósum logum. 7.4.2008 22:05