Fleiri fréttir

Samúel sest á þing

Samúel Örn Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður, settist í fyrsta sinn á þing í dag.

Hefur sárasjaldan notað einkaflugvél á ráðherraferli

Til harðra orðaskipta kom á milli Geirs H. Haarde forsætisráðherrra og Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns Vinstri - grænna, við upphaf þingfundar í dag vegna einkaflugvélamála. Sagðist ráðherra aðeins hafa notað slíkan fararmáta sárasjaldan.

Árni Gunnarsson nýr formaður SAF

Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, hefur tekið við formennsku Samtaka ferðaþjónustunnar en hann var kosinn í stöðuna á aðalfundi samtakanna 3. apríl sl.

Með 130 grömm af marijúana í skottinu

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag og um helgina að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. Á föstudag fundust ætluð fíkniefni við húsleit í Kópavogi. Á sama stað fannst einnig þýfi og var því komið aftur í réttar hendur. Þrír piltar um tvítugt voru handteknir vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Félagið Vinir Tíbets hyggst vekja almenning til vitundar

Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins.

Rektor HR treystir dómgreind Kristínar

Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík, segist treysta dómgreind Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, til þess að meta mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Dekkið sprakk á leið úr innbroti

Lögreglan á Selfossi hafði hendur í hári seinheppinna innbrotsþjófa sem stolið höfðu meðal annars tölvubúnaði úr grunnskólanum á Flúðum.

Hestarnir við hestaheilsu

Átta hestar, sem björguðustu úr eldsvoða við Sörlaskjól í Hafnarfirði í morgun, eru allir heilir heilsu. Að sögn eiganda hestanna, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur dýralæknir skoðað hrossin og virðist sem tekist hafi að bjarga þeim út áður en skaði hlaust af.

Mikill sinubruni á Suðurlandi

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Hvolsvelli í síðustu viku. Þannig voru tvær bílveltur á laugardaginn í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og er ökumaður í öðru tilvikinu grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis.

Össur á þönum í Jemen

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur í dag og í gær átt níu einkafundi með ráðherrum í ríkisstjórn Jemens en þar er hann til þess að ræða ýmis mál.

Rannsaka hvort brennuvargur leiki lausum hala

Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu björguðu átta hrossum á síðustu stundu út úr logandi hesthúsi við Sörlaskjól, ofan við Hafnarfjörð, eftir að einhver kveikti í húsinu.

Ráðherra svarar landeigendum

Vísi hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu: „Í tilefni af umfjöllun um þjóðlendukröfur ríkisins á sunnanverðu Mið-Norðurlandi vill fjármálaráðherra koma eftirfarandi á framfæri:

Streptókokkatilfelli greinast víða

Þó nokkuð hefur borið á streptókokkasýkingum í hálsi síðust vikurnar hér á landi. Haraldur Briem sóttvarnalæknir hjá vill ekki ganga svo langt að segja að um faraldur sé að ræða en hann segist hafa heyrt töluvert af þessum tilfellum undanfarið.

Öryggisvörður á góðum batavegi

Öryggisvörðurinn sem ráðist var á í verslun 10-11 í Austurstræti í fyrrinótt er á góðum batavegi og verður að líkindum fluttur á almenna deild í dag

Al Gore í Færeyjum

Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lenti í eilitlum hremmingum á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Færeyja í gær en þar heldur hann fyrirlestur á loftlagsráðstefnu í dag.

Þrisvar slökkt í sinueldi við Hrafnistu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar að slökkva sinuelda í grennd við Hrafnistu í Hafnarfirði í gærkvöldi en ekki varð tjón nema á gróðri.

Viðbúnaður vegna lendingar flutningavélar

Slökkvilið og lögregla höfðu töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar flutningavél frá Icelandair Cargo kom þar inn til lendingar.

Björguðu átta hrossum úr logandi hesthúsi

Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu björguðu átta hrossum út úr logandi hesthúsi við Sörlaskjól, ofan við Hafnarfjörð laust fyrir klukkan fjögur í nótt.

Sveppagróður í Keilisíbúðum ekki hættulegur

Í dag barst Keili niðurstaða úr rannsóknum sem bandarískt rannsóknarfyritæki gerði á sýnum sem tekin voru úr nemendaíbúð á Vallarheiði þann 28. mars síðastliðinn. Af tæplega 500 íbúðum í útleigu hefur komið upp galli í um 30 íbúðum vegna galla í eingangrun sem veldur sveppagróðri.

Geir með leiguvél til Svíþjóðar

Geir H. Haarde forsætisráðherra heldur til bæjarins Riksgränsen í Svíþjóð seinni partinn á morgun í leiguvél frá flugfélaginu Erni. Tilgangurinn er að sækja fund norrænu forsætisráðherranna og er kostnaður 800 til 900 þúsund krónum meiri en ef um áætlunarflug væri að ræða.

Landeigendur ósáttir við kröfu stjórnvalda

Formaður Landsamtaka landeigenda lýsir yfir vonbrigðum með vinnubrögð fjármálaráðherra sem hann segir úr takti v ið fyrri yfirlýsingar hans í þjóðlendumálum. Nýjustu kröfur ríkissins séu ekki í samræmi við þær.

Segir verðbólgumarkmið muni nást um mitt næsta ár

Forsætisráðherra segir að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð um mitt næsta ár. Hann segir alþjóðasamfélagið þurfa að taka höndum saman til að koma í veg fyrir að spákaupmenn geti skaða efnahagslíf þjóða.

Ætla ekki að kaupa einkaþotu

Forsætisráðherra segir engin áform vera uppi hjá stjórnvöldum að kaupa einkaþotu. Rekstur slíkra véla sé betur komið hjá einkaaðilum.

Viðbeinsbrotnaði í átökum við dyravörð

19 ára karlmaður viðbeinsbrotnaði illa í nótt þegar dyravörður á Barnum sneri hann niður í gangstéttina fyrir utan staðinn. "Þetta var eitthvað karatetrikk sem hann beitti á mig," segir maðurinn sem hyggst kæra dyravörðinn til lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir