Innlent

SFR vill 200 þúsund króna lágmarksmánaðarlaun

Samninganefnd SFR - stéttarfélags leggur áherslu á að lágmarkslaun félaga verði ekki undir 200 þúsund krónum á mánuði og að slysa- og veikindaréttur verði bættur.

Þetta var meðal þess sem fram kom á fyrsta samningafundi félagsins og samninganefndar ríkisins í gær. SFR leggur mesta áherslu á að greidd séu sömu laun fyrir sambærileg störf hjá ríki og á almennum markaði, að kaupmáttur launa verði aukinn, að tekin séu næstu skref í jöfnun launa á milli kynja og að bættar verði aðstæður starfsmanna í vaktavinnu.

Þá vill SFR að betri endurmenntunarúrræði fyrir félaga sína og að orlofsréttur verði bættur ásamt fleiru. Næsti samningafundur er boðaður mánudaginn 14. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×