Innlent

Fjölmennt í kvöldverði að Bessastöðum

Ólafur Ragnar og Al Gore snæða nú á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar og Al Gore snæða nú á Bessastöðum.

Nú er að hefjast vinnukvöldverður að Bessastöðum þar sem flutt verða sjö erindi tengd loftslagsmálum. Al Gore sagði á blaðamannafundi þar fyrri skömmu að Íslandi myndi skipa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Mikill fjöldi fólks er nú staddur á Bessastöðum.

Hann sagði einnig að þeir Ólafur Ragnar hefðu lengi verið persónulegir vinir og honum þætti gaman að koma hingað þar sem Ólafur hefði lengi reynt að fá sig til landsins.

Hann sagði einnig að Ísland mætti gera meira í loftslagsmálum og lofaði frekari afskiptum Bandaríkjamanna að þessum málum þegar nýr forsetii kæmist í embættið.

Töluverður fjöldi fólks er staddur í kvöldverðinum. Meðal annars formenn stjórnmálaflokkanna, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Svafa Grönfeldt rektor í Háskólanum í Reykjavík auk Sigurjóns Þ. Árnasonar bankastjóra Landsbankans.

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group er í matnum sem og Árni Magnússon fyrrum félagsmálaráðherra og umhverfisverndarsinninn og rithöfundurinn Andri Snær Magnasons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×