Fleiri fréttir Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18.1.2008 11:54 Fær stöðu grunaðs manns fyrir að flaka 42 kg af ýsu Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Höfrungi BA frá Bíldudal, hefur hefur fengið stöðu grunaðs manns fyrir að hafa flakað 42 kíló af ýsu án þess að hafa leyfi til fiskvinnslu. 18.1.2008 11:45 Óli Stef ekki með um helgina Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta verður ekki með í nætu tveimur leikjum liðsins á evrópumeistaramótinu í handbolta. Ólafur er með rifinn vöðva aftan í læri. 18.1.2008 11:41 Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18.1.2008 11:32 Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18.1.2008 11:23 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18.1.2008 11:20 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18.1.2008 10:57 Minna magn af fíkniefnum í Fáskrúðsfjarðarmáli en segir í ákæru? Vera kann að sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu fái mildari dóma ef í ljós kemur að magnið sem þeir fluttu inn er minna en fram kemur í ákæru. 18.1.2008 10:41 Húsleitin ekki tengd Vegas heldur spilavíti á fjórðu hæð Davíð Steingrímsson eigandi Vegas á Frakkastíg segir að húsleit nær tuttugu lögreglumanna tengist staðnum hans ekki. Lögreglan var að uppræta ólöglegt spilavíti sem rekið var á fjórðu hæð hússins. 18.1.2008 10:37 Fundaði með framkvæmdastjóra landbúnaðarmála hjá ESB Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í fyrradag með Marianne Fischer Boel, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála Evrópusambandsins, í Brussel. 18.1.2008 10:28 Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18.1.2008 09:54 Ofurölvi undir stýri á leið á milli Selfoss og Hveragerðis Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði mann á bíl þegar hann var ný lagður af stað frá Selfossi áleiðis til Hveragerðis. 18.1.2008 09:32 Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann til Stykkishólms Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Stykkishólms seint í gærkvöldi til að sækja þangað sjúkling, sem hafði farið í hjartastopp. 18.1.2008 09:20 Fundu hass við húsleit á Þingeyri Yfir fimmtíu grömm af hassi og áhöld til neyslu, fundust þegar lögreglan á Vestfjörðum gerði húsleit á heimili á Þingeyri í gær. 18.1.2008 07:50 Annað kirkjuinnbrot á skömmum tíma Brotist var inn í Neskirkju í nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þar. Þetta er annað innbortið í kirkju í vikunni, því fyrir nokkrum dögum var bortist inn í Grensáskirkju og tveir söfnunarbaukar stungnir upp. Þeir voru tómir og var engu stolið 18.1.2008 07:49 Sögufrægt hús eyðilagðist í eldsvoða Eitt sögufrægasta hús í Skagafirði, þar sem Kaffi Krókur var til húsa, gjöreyðilagðist í eldi í nótt 18.1.2008 07:00 Slagsmál rústuðu Kaffi Krús á Selfossi Lögreglan á Selfossi var kölluð að Kaffi Krús laust eftir miðnætti til að stöðva slagsmál tveggja manna þar. 18.1.2008 06:55 Tuttugu lögreglumenn í húsleit á Vegas Hátt í tuttugu manna lið lögreglumanna gerði húsleit í húsnæði Vegas við Frakkastíg um klukkan hálf tólf í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli og fjárhættuspil á staðnum. 18.1.2008 06:52 Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18.1.2008 11:31 Íbúasamtök álykta Í framhaldi af bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi í gær komu "Íbúasamtök um lágreista byggð í Bygggörðum, austan Gróttu" saman til fundar síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt meðfylgjandi ályktun. 17.1.2008 23:27 Húsleitir á Þingeyri vegna fíkniefnamála Nú á tíunda tímanum í morgun gerði lögreglan á Vestfjörðum húsleit í tveimur húsum á Þingeyri. Aðgerðin var framkvæmd að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Vestfjarða og tengdist ábendingum um meint fíkniefnamisferli tveggja aðila. 17.1.2008 20:59 Undirbúa verkföll Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kaus í dag aðgerðahóp til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Kristján Gunnarsson, formaður sambandins, segir ljóst að atvinnurekendur verði ekki dregnir að skammtímasamningi nema með látum. 17.1.2008 19:09 Þeir smáu kljúfa smábátasambandið Kvótaminnstu trillukarlarnir hafa ákveðið að kljúfa sig úr Landssambandi smábátaeigenda og stofna ný samtök. Þeir segja stóru smábátasjómennina gengna í lið með LÍÚ-auðvaldinu. 17.1.2008 20:30 Blæs til sóknar gegn handrukkurum Faðir átján ára drengs sem var fórnarlamb handrukkara hefur ákveðið að blása til sóknar gegn fíkniefnaneyslu og handrukkurum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segir íbúum í Voga í gíslingu misindismanna. Kompás óskar eftir upplýsingum frá almenningi um mál sem lúta að handrukkurum. 17.1.2008 18:59 Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17.1.2008 18:40 Hesti bjargað úr mýri Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli. 17.1.2008 18:38 22 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fært 22 umferðaróhöpp til bókar það sem af er degi. Það er aðeins yfir meðallagi en fjarri því ná gærdeginum. Þá urðu um 40 umferðaróhöpp í slæmri færð og mikilli hálku. Enginn slasaðist þó alvarlega í þessum slysum. 17.1.2008 17:44 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum. 17.1.2008 16:50 Átján mánaða fangelsi fyrir stórfelld auðgunarbrot Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir stórfelld auðungarbrot 17.1.2008 16:42 Kalla eftir lækkun á eldsneyti Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum. 17.1.2008 16:36 Blaðamannafélagið segir nýlega dóma þrengja að tjáningarfrelsi Án tjáningarfrelsis er engin leið að tryggja að annarra mannréttinda sé gætt. Því er tjáningarfrelsi forsenda þess að almennt lýðfrelsi ríki. Þetta segir í ályktun sem Blaðamannafélagið hefur sent frá sér. 17.1.2008 16:26 Dæmdur fyrir eignaspjöll í Danmörku Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökuleyfi í hálft ár fyrir nokkur brot á árunum 2006 og 2007, þar á meðal eignaspjöll í verslun Kaupmannahöfn í Danmörku 17.1.2008 16:23 Ekkert uppnám í lóðamálum Hólmsheiðarfangelsis Svandís Svavarsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ekkert hæft í því að lóðamál fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði séu í uppnámi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í dag. 17.1.2008 16:02 Ríkisendurskoðun segir gæðaeftirlit með grunnskólum ábótavant Gæðaöryggi er að mörgu leyti ábótavant í íslensku grunnskólakerfi, segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt. Vísbendingar séu til dæmis um að árangur nemenda í tilteknum skólum sé endurtekið langt undir meðaltali á samræmdum prófum. Lögum samkvæmt skuli menntamálaráðuneytið hafa eftirlit með þessu en mikið skortir á að gripið sé til aðgerða þegar úrbóta er þörf. 17.1.2008 15:52 Hraðamyndavélar í Fáskrúðsfjarðargöngum Ökumenn á leið um Fáskrúðsfjarðargöng mega framvegis reikna með sektum aki þeir of hratt um göngin því á morgun verða hraðamyndavélar teknar í notkun þar. 17.1.2008 15:50 Hátt í 30 þúsund ökutæki nýskráð í fyrra Rúmlega 29.800 ökutæki voru nýskráð hér á landi á síðasta ári samkvæmt samantekt Umferðarstofu. 17.1.2008 15:41 Lagaprófessor undrast húsleitarheimild hjá Skattrannsóknarstjóra Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur það einsdæmi að Ríkislögreglustjóri hafi fengið húsleitarheimild hjá opinberri stofnun. 17.1.2008 15:05 Sundabraut í göng er eina leiðin Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fyrirhuguð Sundabraut verði lögð í göngum frá Lauganesi og yfir í Gufunes. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs segir að með þessu hafi borgarráðsmenn viljað hnykkja á þeirri afstöðu sem lengi hefur legið fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar vilji göng en ekki veg. 17.1.2008 14:05 Guðni segir óveðursský hrannast upp - Geir segir mikilvægt að halda ró sinni Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að á meðan óveðursskýin hrönnuðust upp á í íslenskum efnahagsmálum sæti ríkisstjórnin aðgerðarlaus og hafnaði samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Forsætisráðherra segir mikilvægt að allir haldi ró sinni í þeim óróleika sem nú ríki í efnahagsmálum. 17.1.2008 12:37 Stjórnarþingmenn þegja í dómaramálinu Enginn þingmaður Samfylkingarinnar vill tjá sig við Vísi um afstöðu sína til skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Einungis þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins svöruðu fyrirspurn Vísis um málið. 17.1.2008 12:23 Ríkislögreglustjóri með heimild til húsleitar hjá Skattrannsóknarstjóra Embætti Ríkislögreglustjóra fékk síðastliðinn mánudag heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra. 17.1.2008 12:06 Hver á þennan iPhone? Lögreglan lýsir eftir eiganda forláta farsíma af iPhone gerð sem hún lagði hald á nýlega. Síminn var á meðal þýfis þjófa sem brotist höfðu inn í bíl í Grafarvogi. Öðru þýfi var komið til skila en eftir stóð farsíminn. 17.1.2008 11:51 Stúlkan sem missti meðvitund í strætó á batavegi Fimm ára stúlka sem missti meðvitund í strætisvagni í Reykjavík um klukkan 11 í morgun er á batavegi. Hún er nú á Barnaspítala Hringsins. Stúlkan var í hópi leikskólabarna- og kennara þegar hún missti meðvitund og tókst ekki að vekja hana. 17.1.2008 11:39 Vædderen við æfingar við Íslandsstrendur Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar afingar eru haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, gerðu á liðnu ári. 17.1.2008 11:38 Bæjarstjórn Seltjarnarness lækkar fasteignaskatt Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að lækka fasteignaskatt og vatnsskatt. Jafnframt var samþykkt sérstök 20% viðbótarhækkun á afslætti aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti. 17.1.2008 11:21 Sjá næstu 50 fréttir
Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18.1.2008 11:54
Fær stöðu grunaðs manns fyrir að flaka 42 kg af ýsu Jón Þórðarson, útgerðarmaður á Höfrungi BA frá Bíldudal, hefur hefur fengið stöðu grunaðs manns fyrir að hafa flakað 42 kíló af ýsu án þess að hafa leyfi til fiskvinnslu. 18.1.2008 11:45
Óli Stef ekki með um helgina Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta verður ekki með í nætu tveimur leikjum liðsins á evrópumeistaramótinu í handbolta. Ólafur er með rifinn vöðva aftan í læri. 18.1.2008 11:41
Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18.1.2008 11:32
Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18.1.2008 11:23
Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18.1.2008 11:20
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18.1.2008 10:57
Minna magn af fíkniefnum í Fáskrúðsfjarðarmáli en segir í ákæru? Vera kann að sakborningar í Fáskrúðsfjarðarmálinu fái mildari dóma ef í ljós kemur að magnið sem þeir fluttu inn er minna en fram kemur í ákæru. 18.1.2008 10:41
Húsleitin ekki tengd Vegas heldur spilavíti á fjórðu hæð Davíð Steingrímsson eigandi Vegas á Frakkastíg segir að húsleit nær tuttugu lögreglumanna tengist staðnum hans ekki. Lögreglan var að uppræta ólöglegt spilavíti sem rekið var á fjórðu hæð hússins. 18.1.2008 10:37
Fundaði með framkvæmdastjóra landbúnaðarmála hjá ESB Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í fyrradag með Marianne Fischer Boel, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála Evrópusambandsins, í Brussel. 18.1.2008 10:28
Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18.1.2008 09:54
Ofurölvi undir stýri á leið á milli Selfoss og Hveragerðis Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði mann á bíl þegar hann var ný lagður af stað frá Selfossi áleiðis til Hveragerðis. 18.1.2008 09:32
Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann til Stykkishólms Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Stykkishólms seint í gærkvöldi til að sækja þangað sjúkling, sem hafði farið í hjartastopp. 18.1.2008 09:20
Fundu hass við húsleit á Þingeyri Yfir fimmtíu grömm af hassi og áhöld til neyslu, fundust þegar lögreglan á Vestfjörðum gerði húsleit á heimili á Þingeyri í gær. 18.1.2008 07:50
Annað kirkjuinnbrot á skömmum tíma Brotist var inn í Neskirkju í nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þar. Þetta er annað innbortið í kirkju í vikunni, því fyrir nokkrum dögum var bortist inn í Grensáskirkju og tveir söfnunarbaukar stungnir upp. Þeir voru tómir og var engu stolið 18.1.2008 07:49
Sögufrægt hús eyðilagðist í eldsvoða Eitt sögufrægasta hús í Skagafirði, þar sem Kaffi Krókur var til húsa, gjöreyðilagðist í eldi í nótt 18.1.2008 07:00
Slagsmál rústuðu Kaffi Krús á Selfossi Lögreglan á Selfossi var kölluð að Kaffi Krús laust eftir miðnætti til að stöðva slagsmál tveggja manna þar. 18.1.2008 06:55
Tuttugu lögreglumenn í húsleit á Vegas Hátt í tuttugu manna lið lögreglumanna gerði húsleit í húsnæði Vegas við Frakkastíg um klukkan hálf tólf í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli og fjárhættuspil á staðnum. 18.1.2008 06:52
Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18.1.2008 11:31
Íbúasamtök álykta Í framhaldi af bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi í gær komu "Íbúasamtök um lágreista byggð í Bygggörðum, austan Gróttu" saman til fundar síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt meðfylgjandi ályktun. 17.1.2008 23:27
Húsleitir á Þingeyri vegna fíkniefnamála Nú á tíunda tímanum í morgun gerði lögreglan á Vestfjörðum húsleit í tveimur húsum á Þingeyri. Aðgerðin var framkvæmd að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Vestfjarða og tengdist ábendingum um meint fíkniefnamisferli tveggja aðila. 17.1.2008 20:59
Undirbúa verkföll Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kaus í dag aðgerðahóp til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Kristján Gunnarsson, formaður sambandins, segir ljóst að atvinnurekendur verði ekki dregnir að skammtímasamningi nema með látum. 17.1.2008 19:09
Þeir smáu kljúfa smábátasambandið Kvótaminnstu trillukarlarnir hafa ákveðið að kljúfa sig úr Landssambandi smábátaeigenda og stofna ný samtök. Þeir segja stóru smábátasjómennina gengna í lið með LÍÚ-auðvaldinu. 17.1.2008 20:30
Blæs til sóknar gegn handrukkurum Faðir átján ára drengs sem var fórnarlamb handrukkara hefur ákveðið að blása til sóknar gegn fíkniefnaneyslu og handrukkurum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segir íbúum í Voga í gíslingu misindismanna. Kompás óskar eftir upplýsingum frá almenningi um mál sem lúta að handrukkurum. 17.1.2008 18:59
Það ljótasta sem ég hef orðið vitni að á ferlinum segir Davíð Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra fagnar nú sextugsafmæli sínu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Davíð segir umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á sínum ferli. 17.1.2008 18:40
Hesti bjargað úr mýri Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli. 17.1.2008 18:38
22 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fært 22 umferðaróhöpp til bókar það sem af er degi. Það er aðeins yfir meðallagi en fjarri því ná gærdeginum. Þá urðu um 40 umferðaróhöpp í slæmri færð og mikilli hálku. Enginn slasaðist þó alvarlega í þessum slysum. 17.1.2008 17:44
18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum. 17.1.2008 16:50
Átján mánaða fangelsi fyrir stórfelld auðgunarbrot Hæstiréttur hefur staðfest eins og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir stórfelld auðungarbrot 17.1.2008 16:42
Kalla eftir lækkun á eldsneyti Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum. 17.1.2008 16:36
Blaðamannafélagið segir nýlega dóma þrengja að tjáningarfrelsi Án tjáningarfrelsis er engin leið að tryggja að annarra mannréttinda sé gætt. Því er tjáningarfrelsi forsenda þess að almennt lýðfrelsi ríki. Þetta segir í ályktun sem Blaðamannafélagið hefur sent frá sér. 17.1.2008 16:26
Dæmdur fyrir eignaspjöll í Danmörku Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökuleyfi í hálft ár fyrir nokkur brot á árunum 2006 og 2007, þar á meðal eignaspjöll í verslun Kaupmannahöfn í Danmörku 17.1.2008 16:23
Ekkert uppnám í lóðamálum Hólmsheiðarfangelsis Svandís Svavarsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ekkert hæft í því að lóðamál fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði séu í uppnámi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í dag. 17.1.2008 16:02
Ríkisendurskoðun segir gæðaeftirlit með grunnskólum ábótavant Gæðaöryggi er að mörgu leyti ábótavant í íslensku grunnskólakerfi, segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt. Vísbendingar séu til dæmis um að árangur nemenda í tilteknum skólum sé endurtekið langt undir meðaltali á samræmdum prófum. Lögum samkvæmt skuli menntamálaráðuneytið hafa eftirlit með þessu en mikið skortir á að gripið sé til aðgerða þegar úrbóta er þörf. 17.1.2008 15:52
Hraðamyndavélar í Fáskrúðsfjarðargöngum Ökumenn á leið um Fáskrúðsfjarðargöng mega framvegis reikna með sektum aki þeir of hratt um göngin því á morgun verða hraðamyndavélar teknar í notkun þar. 17.1.2008 15:50
Hátt í 30 þúsund ökutæki nýskráð í fyrra Rúmlega 29.800 ökutæki voru nýskráð hér á landi á síðasta ári samkvæmt samantekt Umferðarstofu. 17.1.2008 15:41
Lagaprófessor undrast húsleitarheimild hjá Skattrannsóknarstjóra Eiríkur Tómasson lagaprófessor telur það einsdæmi að Ríkislögreglustjóri hafi fengið húsleitarheimild hjá opinberri stofnun. 17.1.2008 15:05
Sundabraut í göng er eina leiðin Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fyrirhuguð Sundabraut verði lögð í göngum frá Lauganesi og yfir í Gufunes. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs segir að með þessu hafi borgarráðsmenn viljað hnykkja á þeirri afstöðu sem lengi hefur legið fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar vilji göng en ekki veg. 17.1.2008 14:05
Guðni segir óveðursský hrannast upp - Geir segir mikilvægt að halda ró sinni Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að á meðan óveðursskýin hrönnuðust upp á í íslenskum efnahagsmálum sæti ríkisstjórnin aðgerðarlaus og hafnaði samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Forsætisráðherra segir mikilvægt að allir haldi ró sinni í þeim óróleika sem nú ríki í efnahagsmálum. 17.1.2008 12:37
Stjórnarþingmenn þegja í dómaramálinu Enginn þingmaður Samfylkingarinnar vill tjá sig við Vísi um afstöðu sína til skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Einungis þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins svöruðu fyrirspurn Vísis um málið. 17.1.2008 12:23
Ríkislögreglustjóri með heimild til húsleitar hjá Skattrannsóknarstjóra Embætti Ríkislögreglustjóra fékk síðastliðinn mánudag heimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til að gera húsleit hjá embætti skattrannsóknarstjóra. 17.1.2008 12:06
Hver á þennan iPhone? Lögreglan lýsir eftir eiganda forláta farsíma af iPhone gerð sem hún lagði hald á nýlega. Síminn var á meðal þýfis þjófa sem brotist höfðu inn í bíl í Grafarvogi. Öðru þýfi var komið til skila en eftir stóð farsíminn. 17.1.2008 11:51
Stúlkan sem missti meðvitund í strætó á batavegi Fimm ára stúlka sem missti meðvitund í strætisvagni í Reykjavík um klukkan 11 í morgun er á batavegi. Hún er nú á Barnaspítala Hringsins. Stúlkan var í hópi leikskólabarna- og kennara þegar hún missti meðvitund og tókst ekki að vekja hana. 17.1.2008 11:39
Vædderen við æfingar við Íslandsstrendur Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar afingar eru haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, gerðu á liðnu ári. 17.1.2008 11:38
Bæjarstjórn Seltjarnarness lækkar fasteignaskatt Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að lækka fasteignaskatt og vatnsskatt. Jafnframt var samþykkt sérstök 20% viðbótarhækkun á afslætti aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti. 17.1.2008 11:21