Fleiri fréttir

Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer

Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar.

Óli Stef ekki með um helgina

Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta verður ekki með í nætu tveimur leikjum liðsins á evrópumeistaramótinu í handbolta. Ólafur er með rifinn vöðva aftan í læri.

Bobby kom Íslandi á kortið

Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund."

Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers

Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu.

Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær.

Bobby Fischer látinn

Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi.

Fundu hass við húsleit á Þingeyri

Yfir fimmtíu grömm af hassi og áhöld til neyslu, fundust þegar lögreglan á Vestfjörðum gerði húsleit á heimili á Þingeyri í gær.

Annað kirkjuinnbrot á skömmum tíma

Brotist var inn í Neskirkju í nótt, en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þar. Þetta er annað innbortið í kirkju í vikunni, því fyrir nokkrum dögum var bortist inn í Grensáskirkju og tveir söfnunarbaukar stungnir upp. Þeir voru tómir og var engu stolið

Tuttugu lögreglumenn í húsleit á Vegas

Hátt í tuttugu manna lið lögreglumanna gerði húsleit í húsnæði Vegas við Frakkastíg um klukkan hálf tólf í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnamisferli og fjárhættuspil á staðnum.

Hver var Bobby Fischer?

Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið.

Íbúasamtök álykta

Í framhaldi af bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi í gær komu "Íbúasamtök um lágreista byggð í Bygggörðum, austan Gróttu" saman til fundar síðdegis í dag. Á fundinum var samþykkt meðfylgjandi ályktun.

Húsleitir á Þingeyri vegna fíkniefnamála

Nú á tíunda tímanum í morgun gerði lögreglan á Vestfjörðum húsleit í tveimur húsum á Þingeyri. Aðgerðin var framkvæmd að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Vestfjarða og tengdist ábendingum um meint fíkniefnamisferli tveggja aðila.

Undirbúa verkföll

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kaus í dag aðgerðahóp til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða. Kristján Gunnarsson, formaður sambandins, segir ljóst að atvinnurekendur verði ekki dregnir að skammtímasamningi nema með látum.

Þeir smáu kljúfa smábátasambandið

Kvótaminnstu trillukarlarnir hafa ákveðið að kljúfa sig úr Landssambandi smábátaeigenda og stofna ný samtök. Þeir segja stóru smábátasjómennina gengna í lið með LÍÚ-auðvaldinu.

Blæs til sóknar gegn handrukkurum

Faðir átján ára drengs sem var fórnarlamb handrukkara hefur ákveðið að blása til sóknar gegn fíkniefnaneyslu og handrukkurum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann segir íbúum í Voga í gíslingu misindismanna. Kompás óskar eftir upplýsingum frá almenningi um mál sem lúta að handrukkurum.

Hesti bjargað úr mýri

Um 14:30 Fékk Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni útkallsbeiðni um að hestur hefði fallið í mýrarvilpu svo aðeins hausinn stóð uppúr. Ekki var vitað nákvæmlega hvenær það gerðist en tryppið var aðframkomið og ljóst að mínútur skiptu máli.

22 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fært 22 umferðaróhöpp til bókar það sem af er degi. Það er aðeins yfir meðallagi en fjarri því ná gærdeginum. Þá urðu um 40 umferðaróhöpp í slæmri færð og mikilli hálku. Enginn slasaðist þó alvarlega í þessum slysum.

18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Hæstiréttur dæmdi í dag ungan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og lengdi dóm héraðsdóms um þrjá mánuði. Árásarmaðurinn sló annan mann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama, og kýldi hann í höfuð inni á heimili föður þolanda. Við þetta hlaut maðurinn sár og mar á höfði, andliti, brjóstkassa, öxl og framhandleggjum.

Kalla eftir lækkun á eldsneyti

Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum.

Dæmdur fyrir eignaspjöll í Danmörku

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til 300 þúsund króna sektar og svipt hann ökuleyfi í hálft ár fyrir nokkur brot á árunum 2006 og 2007, þar á meðal eignaspjöll í verslun Kaupmannahöfn í Danmörku

Ekkert uppnám í lóðamálum Hólmsheiðarfangelsis

Svandís Svavarsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir ekkert hæft í því að lóðamál fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði séu í uppnámi eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á Alþingi í dag.

Ríkisendurskoðun segir gæðaeftirlit með grunnskólum ábótavant

Gæðaöryggi er að mörgu leyti ábótavant í íslensku grunnskólakerfi, segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt. Vísbendingar séu til dæmis um að árangur nemenda í tilteknum skólum sé endurtekið langt undir meðaltali á samræmdum prófum. Lögum samkvæmt skuli menntamálaráðuneytið hafa eftirlit með þessu en mikið skortir á að gripið sé til aðgerða þegar úrbóta er þörf.

Sundabraut í göng er eina leiðin

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að fyrirhuguð Sundabraut verði lögð í göngum frá Lauganesi og yfir í Gufunes. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs segir að með þessu hafi borgarráðsmenn viljað hnykkja á þeirri afstöðu sem lengi hefur legið fyrir að kjörnir fulltrúar borgarinnar vilji göng en ekki veg.

Guðni segir óveðursský hrannast upp - Geir segir mikilvægt að halda ró sinni

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að á meðan óveðursskýin hrönnuðust upp á í íslenskum efnahagsmálum sæti ríkisstjórnin aðgerðarlaus og hafnaði samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Forsætisráðherra segir mikilvægt að allir haldi ró sinni í þeim óróleika sem nú ríki í efnahagsmálum.

Stjórnarþingmenn þegja í dómaramálinu

Enginn þingmaður Samfylkingarinnar vill tjá sig við Vísi um afstöðu sína til skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Einungis þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins svöruðu fyrirspurn Vísis um málið.

Hver á þennan iPhone?

Lögreglan lýsir eftir eiganda forláta farsíma af iPhone gerð sem hún lagði hald á nýlega. Síminn var á meðal þýfis þjófa sem brotist höfðu inn í bíl í Grafarvogi. Öðru þýfi var komið til skila en eftir stóð farsíminn.

Stúlkan sem missti meðvitund í strætó á batavegi

Fimm ára stúlka sem missti meðvitund í strætisvagni í Reykjavík um klukkan 11 í morgun er á batavegi. Hún er nú á Barnaspítala Hringsins. Stúlkan var í hópi leikskólabarna- og kennara þegar hún missti meðvitund og tókst ekki að vekja hana.

Vædderen við æfingar við Íslandsstrendur

Undanfarna daga hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar og áhöfn danska varðskipsins Vædderen verið við sameiginlegar æfingar hér við land. Þessar afingar eru haldnar á grundvelli samkomulags sem dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason og Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, gerðu á liðnu ári.

Bæjarstjórn Seltjarnarness lækkar fasteignaskatt

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti í gær að lækka fasteignaskatt og vatnsskatt. Jafnframt var samþykkt sérstök 20% viðbótarhækkun á afslætti aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti.

Sjá næstu 50 fréttir