Fleiri fréttir Nýja húsnæðið að springa utan af Ikea Hið nýja verslunarhúsnæði Ikea í Garðabæ er þegar orðið of lítið þrátt fyrir að hafa einungis verið tekið í notkun fyrir rúmu ári. Þórarinn Hjörtur Ævarsson framkvæmdastjóri segir að langtímaáætlun sem gerði ráð fyrir að ekki þyrfti að stækka verslunina fyrstu tvö til þrjú árin sé löngu úrelt. Nú sé húsnæðið að springa utan af þeim og þeir þurfi líklega að koma sér upp lagerhúsnæði annars staðar. 11.1.2008 16:23 Samiðn lýsir vonbrigðum með ríkisstjórnina Samninganefnd Samiðnar vill að skattkerfið verði notað í auknum mæli til jöfnunar í samfélaginu og lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að ríkisstjórnin hafi ekki séð sér fært að mæta óskum stéttarfélaganna um að boðaðar skattalækkanir verði fyrst og fremst nýttar til að lækka skatta á lægstu tekjur. 11.1.2008 16:15 Vistunarmatsnefndum fækkað úr 40 í sjö Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um vistunarmat í tengslum við breytingar á lögum um málefni aldraðra sem hefur í för með sér að vistunarmatsnefndum fækkar úr 40 í sjö. 11.1.2008 15:54 Stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi. 11.1.2008 15:35 Sigursteinn Másson hættur sem formaður ÖBÍ Sigursteinn Másson er hættur sem formaður Örykjabandalags Íslands vegna ágreinings um skipan í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. 11.1.2008 15:21 Tafir á umferð vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fyrir stundu þar sem tveir bílar rákust saman. 11.1.2008 14:29 Mótorhjólaferðamenn stofna félag Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) ætlar að stofna félag sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar. 11.1.2008 14:28 Opið í Bláfjöllum um helgina Opið verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina frá milli klukkan 10 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá staðarhöldurum. 11.1.2008 14:21 Lúðvík í mál gegn hálfbræðrum sínum Í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns gegn hálfbræðrum sínum, þeim Sigurði og Bergsteini Gizurarsonum. 11.1.2008 13:36 Ómögulegt að staðfesta bílaíkveikju í Vogum Þrír bandarískir sérfræðingar, sem dvöldu hér á landi við að rannsaka vettvang og bíla í bílabrunanum í Vogum í byrjun desember, hafa lokið störfum. Heimildir Vísis herma að bílarnir hafi verið svo illa brunnir að engin leið hafi verið að finna út hvort um íkveikju var að ræða. 11.1.2008 13:18 Tugir manna skoðaðir vegna hugsanlegs berklasmits Verið er að prófa tugi manna til að kanna hvort þeir hafi smitast af berklum af ungum litháískum karlmanni sem greindist með berkla á Landspítalanum í nóvember síðastliðnum. 11.1.2008 13:15 Samkeppnisbrot áttu sér stað fyrir eigendabreytingar Forsvarsmenn Borgunar hf., sem áður var Kreditkort hf., segja að þau samkeppnisbrot sem félagið hafi verið sektað fyrir hafi átt sér stað áður en eigendabreytingar urðu fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. 11.1.2008 12:41 Telur álit mannréttindanefndar ekki kalla á breytingar á kvótakerfinu Álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið íslenska kallar ekki á grundvallarbreytingar á kerfinu og varla á lagabreytingar. Þetta er mat Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra 11.1.2008 12:26 Fara líkindum fram á brottvísun árásarmanna Lögreglan mun að öllum líkindum upplýsa Útlendingastofnun um feril tveggja útlendinga sem tóku þátt í árás á lögreglumenn í Reykjavík í nótt með það fyrir augum að stofnunin vísi þeim úr landi. 11.1.2008 12:19 Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11.1.2008 12:14 Kortaþjónustan undirbýr skaðabótamál vegna samráðs keppinauta Kortaþjónustan fagnar þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta þrjú félög á greiðslukortamarkaði um 735 milljónir króna fyrir ýmis samkeppnisbrot og undirbýr skaðabótamál á hendur félögunum. 11.1.2008 11:28 Reisugill hæstu byggingar landsins er í dag Byggingaraðilarnir sem standa að byggingu hæsta húss Íslands á Smáratorgi í Kópavoginum hafa náð þeim áfanga að ljúka uppsteypun og utanhússfrágangi. Hafist var handa við bygginguna síðla árs 2006 og nú rúmu ári síðar er verið að reka smiðshöggið á verkið. Reisugill verður haldið til heiðurs þeim verka- og iðnaðarmönnum sem komið hafa að byggingu turnsins og eru þeir þegar þetta er skrifað að gæða sér á dýrindis humarsúpu. 11.1.2008 11:14 Tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt í Hverfisráði Breiðholts Það var tillaga frá Sjálfstæðismönnum sem samþykkt var samhljóða í gærkvöldi í Hverfisráði Breiðholts um breytingar á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Um var að ræða fyrsta fundinn hjá nýkjörnu hverfisráðinu. 11.1.2008 10:59 Ekki var farið að reglum í ákveðnum tilfellum Forsvarsmenn VALITORS, sem áður var Greiðslumiðlun, viðurkenna að ekki hafi verið farið að reglum í ákveðnum tilfellum á árunum 1995-2006, en félagið var ásamt tveimur öðrum sektað um samtals 735 milljónir fyrir samkeppnisbrot. 11.1.2008 10:56 Greiða 735 milljónir fyrir samkeppnisbrot á greiðslukortamarkaði Samkeppnieftirlitið hefur sektað þrjú fyrirtæki sem starfa á svið greiðslukorta um 735 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína og langvinnt og ólögmætt samráð á árunum 1995-2006 11.1.2008 10:04 Fjórir handrukkarar teknir í Vogum Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi fjóra unga menn í Vogum á Vatnsleysuströnd, sem voru að handrukka og höfðu í hótunum um ofbeldi. 11.1.2008 06:47 Tveir fíkniefnalögreglumenn á slysadeild eftir fólskulega árás Tveir lögreglumenn úr fíkniefnadeild voru fluttir slasaðir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans og tveir til viðbótar þurftu að leita þar lækninga eftir fólskulega árás á þá við störf á Laugaveginum, laust upp úr klukkan eitt í nótt. 11.1.2008 06:44 Björguðu hundi úr Rauðavatni Slökkviliðið var kallað að Rauðavatni á fimmta tímanum í dag til að bjarga labradorhundi úr vatninu. Hundurinn hafði verið á göngu með eiganda sínum umhverfis vatnið en hljóp út á þunnan ís á yfirborði vatnsins án þess að gæta að sér. 10.1.2008 22:27 Forviða á skrifum saksóknara Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist forviða á skrifum Mikes Trent saksóknara í máli Arons Pálma Ágústssonar. 10.1.2008 20:22 Saksóknari í Texas segir Aron Pálma hættulegan börnum Mike Trent aðstoðar saksóknari í Harris sýslu í Texas er maðurinn sem ákærði Aron Pálma Ágústsson fyrir kynferðisbrot á sínum tíma og fékk hann dæmdan til tíu ára vistar í unglingafangelsi. Trent skrifaði fyrir nokkrum dögum færslu á heimasíðuna www.icelandweatherreport.com þar sem hann lýsir sinni hlið málsins og fullyrðir að Aron sé sekur um fleiri og mun grófari brot en það sem hann var dæmdur fyrir. 10.1.2008 18:07 Undrast framkomu gagnvart gagnrýnanda Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar lýsa yfir undrun sinni á því að einn helsti leiklistargagnrýnandi landsins hafi verið tekinn af boðslista frumsýningargesta í Borgarleikhúsinu, að því er virðist vegna óánægju með skrif hans. Þetta kemur fram í bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram á fundi ráðsins í gær. 10.1.2008 21:34 Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut Hverfisráð Breiðholts vill að gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verði breytt þannig að gerð verði aukaakrein meðfram Reykjanesbraut í norður sem liggur í göng undir Reykjanesbrautina. 10.1.2008 20:43 Hans Aðalsteinn fundinn Hans Aðalsteinn Helgason, 17 ára, sem lýst var eftir í fyrradag er fundinn. Hans var saknað síðan á laugardag. 10.1.2008 19:43 Sveitarfélög sökuð um græðgi Borgarstjórinn í Reykjavík er, ólíkt bæjarstjóranum í Hafnarfirði, tregur að lækka fasteignaskatta en býður verkalýðshreyfingunni þess í stað upp á viðræður um húsnæðisvanda láglaunafólks. Græðgi segir formaður Starfsgreinasambandsins. 10.1.2008 19:08 Vígtennurnar sýndar Verkalýðshreyfingin brýnir nú klærnar og tók í dag fyrstu skref til undirbúnings átökum á vinnumarkaði með því að vísa kjaradeilu sinni við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara. 10.1.2008 19:04 Sex ákærðir í Pólstjörnumálinu Sex karlmenn hafa verið ákærðir vegna innflutnings á tugum kílóa af fíkniefnum í smyglskútumálinu svokallaða. Lögreglan fann efnin í skútu sem tveir þeirra sigldu til landsins og kom til í Fáskrúðsfirði í haust. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir mismunandi stóran hlut í málinu en fimm þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir í haust. 10.1.2008 18:47 Aron Pálmi ætlar að lögsækja Trent saksóknara Aron Pálmi Ágústsson segist í samtali við Vísi vera staðráðinn í því að sækja Mike Trent, aðstoðar saksóknara í Texas til saka fyrir ofsóknir gegn sér. Trent heldur því fram að Aron Pálmi hafi brotið gegn fleiri börnum en hann var dæmdur fyrir á sínum tíma og í samtali við Vísi sagði hann að börnum stæði ógn af honum. Trent sendi Vísi meðal annars gögn úr málinu og vitnisburði sálfræðinga sem hann segir sýna fram á að Aron hafi viðurkennt fleiri brot. 10.1.2008 18:46 Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. 10.1.2008 18:40 Bílbelti komu í veg fyrir stórslys Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sem betur fer var lítið um slys á fólki en ljóst er að um talsvert eignatjón er að ræða. Um hádegi rákust saman fólksbíll og jeppi í Grafarvogi og er fólksbíllinn jafnvel talinn ónýtur. 10.1.2008 18:27 Enn í varðhaldi vegna Hringbrautarmorðsins Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum að bana við Hringbraut í október er enn í gæsluvarðhaldi. 10.1.2008 17:42 Farbann staðfest í Vesturgötumáli Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir pólskum karlmanni sem grunaður er um að hafa ekið á hinn 4 ára Kristinn Veigar Sigurðsson í lok síðasta árs með þeim afleiðingum að Kristinn lést. 10.1.2008 16:55 Heimamaður í haldi grunaður um íkveikju á Hvanneyri Einn maður er í haldi lögreglunnar í Borgarnesi vegna bruna í íbúðarhúsi á Hvanneyri í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða en sá sem er í haldinu er heimamaður að sögn yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. 10.1.2008 16:31 Nizza með hrís og hambjöllum Sælgætisgerðin Nói Siríus hefur nú til meðferðar ábendingu frá neytanda sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynlu í dag að finna tvö lítil skordýr í súkkulaðistykki af gerðinni Nizza. 10.1.2008 16:19 16. maí verði Mannréttindadagur Reykjavíkurborgar Nýkjörið Mannréttindaráð borgarinnar ákvað á fyrsta fundi sínum í dag að tilnefna 16. maí sem Mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 10.1.2008 16:11 Telur fáránlegt að halda í húsin að Laugavegi 4 og 6 Svava Johansen, verslunarrekandi á Laugaveginum, telur það fáránlegt ef halda eigi húsunum að Laugavegi 4 og 6 og segir það mikla afturför ef af verði. 10.1.2008 16:00 Klökk yfir góðmennsku fólks Guðleif Hallgrímsdóttir móðir Sindra Dags Garðarssonar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem styrktu Sindra í söfnun Vísis um jólin. „Við erum bara hálf klökk yfir góðmennsku fólks og svona stuðningur gefur manni svo mikinn styrk," segir Guðlaug. Hún segir að nú geti þau keypt ýmislegt sem Sindri þarf sem ekki er greitt af tryggingastofnun. 10.1.2008 15:30 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10.1.2008 14:56 Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur „Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. 10.1.2008 14:55 Arna Sigríður valin Vestfirðingur ársins Hin sautján ára Arna Sigríður Albertsdóttier er Vestfirðingur ársins 2007 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta. 10.1.2008 14:25 Dorrit veitir Eyrarrósina í dag Dorrit Moussaieff forsetafrú afhendir í dag Eyrarrósina, sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 10.1.2008 14:16 Sjá næstu 50 fréttir
Nýja húsnæðið að springa utan af Ikea Hið nýja verslunarhúsnæði Ikea í Garðabæ er þegar orðið of lítið þrátt fyrir að hafa einungis verið tekið í notkun fyrir rúmu ári. Þórarinn Hjörtur Ævarsson framkvæmdastjóri segir að langtímaáætlun sem gerði ráð fyrir að ekki þyrfti að stækka verslunina fyrstu tvö til þrjú árin sé löngu úrelt. Nú sé húsnæðið að springa utan af þeim og þeir þurfi líklega að koma sér upp lagerhúsnæði annars staðar. 11.1.2008 16:23
Samiðn lýsir vonbrigðum með ríkisstjórnina Samninganefnd Samiðnar vill að skattkerfið verði notað í auknum mæli til jöfnunar í samfélaginu og lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að ríkisstjórnin hafi ekki séð sér fært að mæta óskum stéttarfélaganna um að boðaðar skattalækkanir verði fyrst og fremst nýttar til að lækka skatta á lægstu tekjur. 11.1.2008 16:15
Vistunarmatsnefndum fækkað úr 40 í sjö Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um vistunarmat í tengslum við breytingar á lögum um málefni aldraðra sem hefur í för með sér að vistunarmatsnefndum fækkar úr 40 í sjö. 11.1.2008 15:54
Stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi. 11.1.2008 15:35
Sigursteinn Másson hættur sem formaður ÖBÍ Sigursteinn Másson er hættur sem formaður Örykjabandalags Íslands vegna ágreinings um skipan í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins. 11.1.2008 15:21
Tafir á umferð vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fyrir stundu þar sem tveir bílar rákust saman. 11.1.2008 14:29
Mótorhjólaferðamenn stofna félag Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) ætlar að stofna félag sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar. 11.1.2008 14:28
Opið í Bláfjöllum um helgina Opið verður á skíðasvæðinu í Bláfjöllum um helgina frá milli klukkan 10 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá staðarhöldurum. 11.1.2008 14:21
Lúðvík í mál gegn hálfbræðrum sínum Í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns gegn hálfbræðrum sínum, þeim Sigurði og Bergsteini Gizurarsonum. 11.1.2008 13:36
Ómögulegt að staðfesta bílaíkveikju í Vogum Þrír bandarískir sérfræðingar, sem dvöldu hér á landi við að rannsaka vettvang og bíla í bílabrunanum í Vogum í byrjun desember, hafa lokið störfum. Heimildir Vísis herma að bílarnir hafi verið svo illa brunnir að engin leið hafi verið að finna út hvort um íkveikju var að ræða. 11.1.2008 13:18
Tugir manna skoðaðir vegna hugsanlegs berklasmits Verið er að prófa tugi manna til að kanna hvort þeir hafi smitast af berklum af ungum litháískum karlmanni sem greindist með berkla á Landspítalanum í nóvember síðastliðnum. 11.1.2008 13:15
Samkeppnisbrot áttu sér stað fyrir eigendabreytingar Forsvarsmenn Borgunar hf., sem áður var Kreditkort hf., segja að þau samkeppnisbrot sem félagið hafi verið sektað fyrir hafi átt sér stað áður en eigendabreytingar urðu fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun. 11.1.2008 12:41
Telur álit mannréttindanefndar ekki kalla á breytingar á kvótakerfinu Álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið íslenska kallar ekki á grundvallarbreytingar á kerfinu og varla á lagabreytingar. Þetta er mat Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra 11.1.2008 12:26
Fara líkindum fram á brottvísun árásarmanna Lögreglan mun að öllum líkindum upplýsa Útlendingastofnun um feril tveggja útlendinga sem tóku þátt í árás á lögreglumenn í Reykjavík í nótt með það fyrir augum að stofnunin vísi þeim úr landi. 11.1.2008 12:19
Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. 11.1.2008 12:14
Kortaþjónustan undirbýr skaðabótamál vegna samráðs keppinauta Kortaþjónustan fagnar þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að sekta þrjú félög á greiðslukortamarkaði um 735 milljónir króna fyrir ýmis samkeppnisbrot og undirbýr skaðabótamál á hendur félögunum. 11.1.2008 11:28
Reisugill hæstu byggingar landsins er í dag Byggingaraðilarnir sem standa að byggingu hæsta húss Íslands á Smáratorgi í Kópavoginum hafa náð þeim áfanga að ljúka uppsteypun og utanhússfrágangi. Hafist var handa við bygginguna síðla árs 2006 og nú rúmu ári síðar er verið að reka smiðshöggið á verkið. Reisugill verður haldið til heiðurs þeim verka- og iðnaðarmönnum sem komið hafa að byggingu turnsins og eru þeir þegar þetta er skrifað að gæða sér á dýrindis humarsúpu. 11.1.2008 11:14
Tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt í Hverfisráði Breiðholts Það var tillaga frá Sjálfstæðismönnum sem samþykkt var samhljóða í gærkvöldi í Hverfisráði Breiðholts um breytingar á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar. Um var að ræða fyrsta fundinn hjá nýkjörnu hverfisráðinu. 11.1.2008 10:59
Ekki var farið að reglum í ákveðnum tilfellum Forsvarsmenn VALITORS, sem áður var Greiðslumiðlun, viðurkenna að ekki hafi verið farið að reglum í ákveðnum tilfellum á árunum 1995-2006, en félagið var ásamt tveimur öðrum sektað um samtals 735 milljónir fyrir samkeppnisbrot. 11.1.2008 10:56
Greiða 735 milljónir fyrir samkeppnisbrot á greiðslukortamarkaði Samkeppnieftirlitið hefur sektað þrjú fyrirtæki sem starfa á svið greiðslukorta um 735 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína og langvinnt og ólögmætt samráð á árunum 1995-2006 11.1.2008 10:04
Fjórir handrukkarar teknir í Vogum Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi fjóra unga menn í Vogum á Vatnsleysuströnd, sem voru að handrukka og höfðu í hótunum um ofbeldi. 11.1.2008 06:47
Tveir fíkniefnalögreglumenn á slysadeild eftir fólskulega árás Tveir lögreglumenn úr fíkniefnadeild voru fluttir slasaðir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans og tveir til viðbótar þurftu að leita þar lækninga eftir fólskulega árás á þá við störf á Laugaveginum, laust upp úr klukkan eitt í nótt. 11.1.2008 06:44
Björguðu hundi úr Rauðavatni Slökkviliðið var kallað að Rauðavatni á fimmta tímanum í dag til að bjarga labradorhundi úr vatninu. Hundurinn hafði verið á göngu með eiganda sínum umhverfis vatnið en hljóp út á þunnan ís á yfirborði vatnsins án þess að gæta að sér. 10.1.2008 22:27
Forviða á skrifum saksóknara Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist forviða á skrifum Mikes Trent saksóknara í máli Arons Pálma Ágústssonar. 10.1.2008 20:22
Saksóknari í Texas segir Aron Pálma hættulegan börnum Mike Trent aðstoðar saksóknari í Harris sýslu í Texas er maðurinn sem ákærði Aron Pálma Ágústsson fyrir kynferðisbrot á sínum tíma og fékk hann dæmdan til tíu ára vistar í unglingafangelsi. Trent skrifaði fyrir nokkrum dögum færslu á heimasíðuna www.icelandweatherreport.com þar sem hann lýsir sinni hlið málsins og fullyrðir að Aron sé sekur um fleiri og mun grófari brot en það sem hann var dæmdur fyrir. 10.1.2008 18:07
Undrast framkomu gagnvart gagnrýnanda Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar lýsa yfir undrun sinni á því að einn helsti leiklistargagnrýnandi landsins hafi verið tekinn af boðslista frumsýningargesta í Borgarleikhúsinu, að því er virðist vegna óánægju með skrif hans. Þetta kemur fram í bókun sem sjálfstæðismenn lögðu fram á fundi ráðsins í gær. 10.1.2008 21:34
Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut Hverfisráð Breiðholts vill að gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verði breytt þannig að gerð verði aukaakrein meðfram Reykjanesbraut í norður sem liggur í göng undir Reykjanesbrautina. 10.1.2008 20:43
Hans Aðalsteinn fundinn Hans Aðalsteinn Helgason, 17 ára, sem lýst var eftir í fyrradag er fundinn. Hans var saknað síðan á laugardag. 10.1.2008 19:43
Sveitarfélög sökuð um græðgi Borgarstjórinn í Reykjavík er, ólíkt bæjarstjóranum í Hafnarfirði, tregur að lækka fasteignaskatta en býður verkalýðshreyfingunni þess í stað upp á viðræður um húsnæðisvanda láglaunafólks. Græðgi segir formaður Starfsgreinasambandsins. 10.1.2008 19:08
Vígtennurnar sýndar Verkalýðshreyfingin brýnir nú klærnar og tók í dag fyrstu skref til undirbúnings átökum á vinnumarkaði með því að vísa kjaradeilu sinni við atvinnurekendur til ríkissáttasemjara. 10.1.2008 19:04
Sex ákærðir í Pólstjörnumálinu Sex karlmenn hafa verið ákærðir vegna innflutnings á tugum kílóa af fíkniefnum í smyglskútumálinu svokallaða. Lögreglan fann efnin í skútu sem tveir þeirra sigldu til landsins og kom til í Fáskrúðsfirði í haust. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir mismunandi stóran hlut í málinu en fimm þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir í haust. 10.1.2008 18:47
Aron Pálmi ætlar að lögsækja Trent saksóknara Aron Pálmi Ágústsson segist í samtali við Vísi vera staðráðinn í því að sækja Mike Trent, aðstoðar saksóknara í Texas til saka fyrir ofsóknir gegn sér. Trent heldur því fram að Aron Pálmi hafi brotið gegn fleiri börnum en hann var dæmdur fyrir á sínum tíma og í samtali við Vísi sagði hann að börnum stæði ógn af honum. Trent sendi Vísi meðal annars gögn úr málinu og vitnisburði sálfræðinga sem hann segir sýna fram á að Aron hafi viðurkennt fleiri brot. 10.1.2008 18:46
Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. 10.1.2008 18:40
Bílbelti komu í veg fyrir stórslys Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sem betur fer var lítið um slys á fólki en ljóst er að um talsvert eignatjón er að ræða. Um hádegi rákust saman fólksbíll og jeppi í Grafarvogi og er fólksbíllinn jafnvel talinn ónýtur. 10.1.2008 18:27
Enn í varðhaldi vegna Hringbrautarmorðsins Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum að bana við Hringbraut í október er enn í gæsluvarðhaldi. 10.1.2008 17:42
Farbann staðfest í Vesturgötumáli Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir pólskum karlmanni sem grunaður er um að hafa ekið á hinn 4 ára Kristinn Veigar Sigurðsson í lok síðasta árs með þeim afleiðingum að Kristinn lést. 10.1.2008 16:55
Heimamaður í haldi grunaður um íkveikju á Hvanneyri Einn maður er í haldi lögreglunnar í Borgarnesi vegna bruna í íbúðarhúsi á Hvanneyri í nótt. Grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða en sá sem er í haldinu er heimamaður að sögn yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. 10.1.2008 16:31
Nizza með hrís og hambjöllum Sælgætisgerðin Nói Siríus hefur nú til meðferðar ábendingu frá neytanda sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynlu í dag að finna tvö lítil skordýr í súkkulaðistykki af gerðinni Nizza. 10.1.2008 16:19
16. maí verði Mannréttindadagur Reykjavíkurborgar Nýkjörið Mannréttindaráð borgarinnar ákvað á fyrsta fundi sínum í dag að tilnefna 16. maí sem Mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 10.1.2008 16:11
Telur fáránlegt að halda í húsin að Laugavegi 4 og 6 Svava Johansen, verslunarrekandi á Laugaveginum, telur það fáránlegt ef halda eigi húsunum að Laugavegi 4 og 6 og segir það mikla afturför ef af verði. 10.1.2008 16:00
Klökk yfir góðmennsku fólks Guðleif Hallgrímsdóttir móðir Sindra Dags Garðarssonar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem styrktu Sindra í söfnun Vísis um jólin. „Við erum bara hálf klökk yfir góðmennsku fólks og svona stuðningur gefur manni svo mikinn styrk," segir Guðlaug. Hún segir að nú geti þau keypt ýmislegt sem Sindri þarf sem ekki er greitt af tryggingastofnun. 10.1.2008 15:30
Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10.1.2008 14:56
Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur „Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. 10.1.2008 14:55
Arna Sigríður valin Vestfirðingur ársins Hin sautján ára Arna Sigríður Albertsdóttier er Vestfirðingur ársins 2007 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta. 10.1.2008 14:25
Dorrit veitir Eyrarrósina í dag Dorrit Moussaieff forsetafrú afhendir í dag Eyrarrósina, sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 10.1.2008 14:16