Innlent

Sultartangavirkjun óvirk eftir bilun í spennum

MYND/Vilhelm

Sultartangavirkjun er óvirk eftir bilun í báðum spennum hennar um jólin. Að sögn Morgunblaðsins hefur Landsvirkjun þegar þurft að grípa til skömmtunar á raforku til kaupenda, sem kaupa svonefnda ótryggða raforku og hafa sumir þeirra þurft að grípa til raforkuframleiðslu með olíu í staðinn. Talið er að viðgerðarkostnaður nemi um 30 milljónum króna og fullnaðar viðgerð ljúki í lok apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×