Fleiri fréttir Fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tengjast eignakaupum á gamla varnarsvæðinu Fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tengjast eignakaupum eða hafa hagsmuna að gæta af eignum á gamla varnarsvæðinu. 29.11.2007 19:32 Herjólfur bilaður Upp er komin bilun í ferjunni Herjólfi. Hann fer í slipp vegna þessa eftir morgunferð sína á þriðjudag og er áætlað að viðgerðir taki tvo sólarhringa. Ferðir til og frá Eyjum falla niður á meðan. 29.11.2007 19:05 Afla upplýsinga um rjúpnaskyttur Lögreglan í Borgarnesi aflar nú upplýsinga um mann og konu sem héldu til rjúnaveiða frá Holtavörðuheiði í morgun. Grunur leikur á að þau séu týnd en það hefur ekki fengist staðfest. 29.11.2007 18:13 Hundar halda vöku fyrir nágrönnum Í nótt var í tvígang hringt í lögreglu og beðið um aðstoð vegna geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum. Í fyrra skiptið fóru laganna verðir í Garðabæ og leituðu árangurslaust að hundi í ónefndri götu. 29.11.2007 18:07 Átján mánaða fangelsi fyrir heiftúðlega árás á unnustuna Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás á unnustu sína. Var talið að árásin hefði staðið yfir í að minnsta kosti hálfa klukkustund. 29.11.2007 16:37 Munið eftir upplýsingalögunum, strákar! Umboðsmaður Alþingis hefur sent stjórn Ríkisútvaprsins bréf þar sem hann minnir á upplýsingalögin. 29.11.2007 16:13 Lóðasamningur greiðir fyrir viðræðum LHÍ og Samson Makaskiptasamningur sem Reykjavíkurborg og Samson Properties hafa gert vegna nokkurra lóða í miðborginni greiðir fyrir viðræðum Listaháskólans og Samson um lóð fyrir fyrrnefnda aðilann í miðbænum. 29.11.2007 16:07 Kveikt á Oslóartrénu á sunnudag Kveikt verður á Oslóarjólatrénu við Austurvöll við hátíðlega athöfn á sunnudaginn kemur. 29.11.2007 15:39 Telur að verið sé að lauma inn einkavæðingu framhaldsskóla Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í menntamálanefnd Alþingis, telur að verið sé að lauma inn einkavæðingu framhaldsskóla með nýju frumvarpi menntamálaráðherra til laga um framhaldsskóla. 29.11.2007 15:23 Ekkert gert nema Aron Pálmi kvarti formlega Bandaríska sendiráðið segir að engin formleg kvörtun hafi borist frá Aroni Pálma Ágústssyni yfir framkomu starfsmanns sendiráðsins við sig. 29.11.2007 14:46 Listaháskólinn við Laugarveg Listaháskólinn mun rísa á Laugavegi og verslunarkjarni á Landsbanka- og Barónsreit samkvæmt samningum sem samþykktir voru á fundi borgrarráðs í morgun. 29.11.2007 14:33 Sakfelldur fyrir að stela þremur tonnum af heitu vatni Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag sakfelldur fyrir að stela alls þremur tonnum af heitu vatni en því var frestað að refsa honum sérstaklega fyrir það. 29.11.2007 14:14 Sveitarstjóri stal olíu og fékk þriggja mánaða fangelsisdóm Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 12.900 lítrum af olíu. 29.11.2007 14:13 Málefni lífeyrisþega tekin fyrir milli umræðna um fjárlög Til stendur að taka fyrir sérstaklega málefni aldraðra og öryrkja í starfi fjárlaganefndar á milli annarrar og þriðju umræðu um fjárlögin. 29.11.2007 14:03 Keyrði fullur út í Hólsá Tveir félagar voru dæmdir í héraðsdómi Norðurlands í morgun fyrir að hafa keyrt fullir á Siglufirði en bifreiðin endaði úti í Hólsá. 29.11.2007 13:53 Tónmöskvar í fundasal borgarstjórnar Ákveðið var á borgarráðsfundi í morgun að setja upp svokallaða tónmöskva í fundarsal borgarstjórnar til þess að auðvelda heyrnarskertum að hlýða á umræður í borgarstjórn. 29.11.2007 13:01 Falsaði undirskrift líknarfélags Þrjátíu og fjögurra ára gamall karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir að hafa framvísað í KB banka í Austurstræti umsókn og tveimur umboðum sem hann hafði falsað. 29.11.2007 12:59 Hundrað milljónir í forvarnir árlega í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að leggja árlega til 100 milljónir króna í forvarnarverkefni í hverfum borgarinnar næstu þrjú árin. Þetta var gert að tillögu borgarstjóra. 29.11.2007 12:51 Smygl á fíkniefnum stöðvað þriðja hvern dag ársins Á árunum 2003-2006 komu lögreglan upp um samtals 493 tilraunir til að smygla fíkniefnum hingað til lands og jafngildir það því að smygltilraun hafi verið stöðvuð þriðja hvern dag allt tímabilið. 29.11.2007 12:44 Versnandi veður á landinu Veður fer versnandi síðdegis og í kvöld á vesturhelmingi landsins og við suðaustur ströndina. Búast má við stormi og sums staðar ofsaveðri. Vindhviður við fjöll geta orðið 40-50 metrar á sekúndu á þessum slóðum. 29.11.2007 12:42 Farið að slá á þensluna í verktakageiranum? Hæsta boð í nýbyggingu hringvegarins um botn Hrútafjarðar var um það bil tvöfalt hærra en það lægsta. 29.11.2007 12:32 Aukin menntun kennara kostar sveitarfélögin 900 milljónir Betur menntaðir kennarar munu kosta sveitarfélögin rösklega níu hundruð milljónir króna á ári - umfram núverandi launakostnað - þegar breytingar í frumvarpi menntamálaráðherra komast að fullu til framkvæmda. 29.11.2007 12:28 Vaxandi óánægja með tryggingafélögin Óánægja viðskiptavina íslensku tryggingafélaganna fer vaxandi þriðja árið í röð. Íslendingar eru óánægðari með þjónustu sinna tryggingafélaga en aðrar Noðrurlandaþjóðir með sín tryggingafélög. 29.11.2007 12:21 Þriðja sinn sem Gæslan beitir íhlutun til að draga úr hættu Ný ákvæði laga um Landhelgisgæsluna sem gerir henni kleift að taka yfir stjórn skipa voru sett í kjölfar strands Vikartinds. 29.11.2007 12:16 Litlu munaði að Axel sykki við Hornafjarðarós Eigandi flutningaskipsins Axels segir að minnstu hafa munað að skipið sykki þegar það steytti á skeri skammt frá Hornafirði. 29.11.2007 12:04 Fóru fram á frestun á 2. umræðu um fjárlög Þingmenn Vinstri - grænna ítrekuðu á þingfundi nú fyrir hádegi að annarri umræðu um fjárlög næsta árs yrði frestað til morguns til þess að þeim gæfist ráðrúm til þess að kynna sér betur breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar. 29.11.2007 11:48 Ákærður fyrir að ráðast á mann við Barinn Átján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að veitast að manni í útidyrum veitingahússins Barsins á Klapparstíg þann 6. nóvember í fyrra og slá hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann blóðgaðist og bólgnaði á neðri vör. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 29.11.2007 11:46 Heilsufarsbrestir frekar en hár aldur orsök banaslysa „Hærri aldri fylgja veikindi og heilsufarsbrestir, þetta er því aðallega spurning um heilsu frekar en aldur,“ segir Ágúst Mogensen hjá rannsóknarnefnd umferðarslysa. 29.11.2007 11:30 Verslað með málfrelsið á Alþingi? Þingmenn Vinstri - grænna sökuðu í dag forseta Alþingis um að rjúfa sáttina um starfshætti á Alþingi með nýju frumvarpi um þingsköp og sögðu málfrelsi ekki vera verslunarvöru. 29.11.2007 11:09 Fámennur hópur trúleysingja hindrar kirkjustarf í Seljahverfi Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju, telur að það sé vegna athugasemda frá fámennum en háværum hópi fólks sem leikskólastjórnendur í Seljahverfi hafi tekið þá ákvörðun að stöðva samstarf kirkjunnar við leikskólann. 29.11.2007 10:51 Ný Grímseyjarferja í siglingar fljótlega eftir áramót Reiknað er með því að hin nýja Grímseyjarferja, sem hefur fengið nafnið Sæfari líkt og fyrirrennari hennar, hefji siglingar fljótlega á nýju ári. 29.11.2007 10:30 Bakkafjöruvegur verði byggður upp á næsta ári Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 400 milljónir króna verði lagðar í nýjan Bakkkafjöruveg í tengslum við uppbyggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru 29.11.2007 09:00 Um hundrað milljónir í aðstoðarmenn og aukið alþjóðastarf Reiknað er með tæplega 100 milljóna króna viðbótarframlagi til Alþingis vegna breytinga á þingsköpum og starfsaðstöðu þingmanna. Þetta kemur fram í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs. 29.11.2007 08:45 Minna fé til nýs háskólasjúkrahúss en áætlað var Lagt er til að framlag til nýs háskólasjúkrahúss á lóð Landspítalans verði lækkað um sjö hundruð milljónir króna í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs. 29.11.2007 08:20 Ekkert lát á síldaveiðum í Grundarfirði Ekkert lát er á síldveiðunum í Grundarfirði og eru þrjú síldveiðiskip HB Granda að verða búin með kvóta sína og önnur langt komin. 29.11.2007 08:07 Fimmtíu milljónir til athugana á umhverfi og lífríki Fjárlaganefnd Alþingis lagði í gær til að veittar verði rúmlega 50 milljónir króna til athugana á umhverfi og lífríki á fyrirhuguðu olíuleitarsvæði á Jan Mayen hryggnum innan íslensku efnahagslögsögunnar norðaustur af landinu. Jafnframt að Orkustofnin fái rúmar hundrað milljónir króna til að hefja undirbúning að útgáfu sérleyfa til rannsókna og olíuvinnslu á svæðinu.- 29.11.2007 07:56 Flutningaskipið Axel komið til Akureyrar Flutningaskipið Axel, sem strandaði utan við Höfn í Hornafirði á þriðjudagsmorgun, kom til Akureyrar um klukkan þjú í nótt í fylgd varðskips og verður tekið þar í slipp til viðgerðar. 29.11.2007 06:55 Kennarar hafa þungar áhyggjur af kjaramálum Á fundi kennara í Digranesskóla í kvöld var samþykkt ályktun þar sem þungum áhyggjum yfir kjaramálum grunnskólakennara er lýst. Fundurinn segir að skólastarfi sé stefnt í verulega hættu með fáránlega lágum launum. 28.11.2007 21:48 Gæslan er um borð í Axeli í góðri samvinnu við skipstjórann Halldór Nellett, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sínir menn hafi farið um borð í flutningaskipið Axel rúmlega sex í dag. Þeir eru enn um borð og hafa stjórn á málum í góðri samvinnu við skipstjóra skipsins. Forsvarsmaður Dreggjar hafði hins vegar neitað því fyrr í kvöld 28.11.2007 21:00 Sendiráðsstarfsmaður vill engu svara Arnar B. Sigurðsson, sendiráðsstarfsmaðurinn sem Aron Pálmi Ágústsson segir að hafi haft í hótunum við sig, vildi ekkert tjá sig um samskipti sín við Aron Pálma þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Arnar benti þess í stað á upplýsingafulltrúa sendiráðs Bandaríkjanna, Sigríði Þorsteinsdóttur. Hún vildi heldur ekki tjá sig um málið, sagði sendiráðið búið að svara því sem það ætlaði að svara. 28.11.2007 20:48 Tekjur ríkissjóðs aukast um átta milljarða Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 469 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. 28.11.2007 23:03 Starfstími Alþingis lengdur en þingfundadögum ekki fjölgað Starfstími Alþingis verður lengdur þannig að það hefur störf í byrjun september en hins vegar verðir þingfundadögum ekki fjölgað 28.11.2007 21:11 Segir Gæsluna aldrei hafa yfirtekið stjórn skipsins Bjarni Sigurðsson forsvarsmaður hjá Dreggjum ehf. sem er eigandi flutningaskipsins Axels, segir frétt Stöðvar 2 í kvöld vera „út úr kortinu". Þar var sagt frá því að Landhelgisgæslan hafi farið um borð í skipið og tekið stjórnina í kjölfar þess að vélstjórinn hafði neitað að dæla sjó úr skipinu. Þett segir Bjarni vera kolrangt, og að skipstjóri skipsins hafi fulla stjórn um borð og hafi alltaf haft. 28.11.2007 19:35 Aron Pálmi segir starfsmann bandaríska sendiráðsins hafa hótað sér Aron Pálmi Ágústsson segir íslenskan starfsmann bandaríska sendiráðsins hafa haft í hótunum við sig í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum vikum. Hann segist hafa kvartað undan framkomu mannsins hjá utanríkisráðuneytinu og sendiráðinu en sendiráðið vísar ásökunum Arons Pálma alfarið á bug. 28.11.2007 18:50 Vill að ráðherra reki smiðshöggið á samninga við Microsoft Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að Íslendingar séu sofandi á verðinum í samkeppninni um að fá netþjónabú bandaríska hugbúnaðarrisans reist hér á landi. Hann kallar eftir aðkomu viðskipta og, eða iðnaðarráðherra í málið til að landa samningum. 28.11.2007 18:47 Sjá næstu 50 fréttir
Fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tengjast eignakaupum á gamla varnarsvæðinu Fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ tengjast eignakaupum eða hafa hagsmuna að gæta af eignum á gamla varnarsvæðinu. 29.11.2007 19:32
Herjólfur bilaður Upp er komin bilun í ferjunni Herjólfi. Hann fer í slipp vegna þessa eftir morgunferð sína á þriðjudag og er áætlað að viðgerðir taki tvo sólarhringa. Ferðir til og frá Eyjum falla niður á meðan. 29.11.2007 19:05
Afla upplýsinga um rjúpnaskyttur Lögreglan í Borgarnesi aflar nú upplýsinga um mann og konu sem héldu til rjúnaveiða frá Holtavörðuheiði í morgun. Grunur leikur á að þau séu týnd en það hefur ekki fengist staðfest. 29.11.2007 18:13
Hundar halda vöku fyrir nágrönnum Í nótt var í tvígang hringt í lögreglu og beðið um aðstoð vegna geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum. Í fyrra skiptið fóru laganna verðir í Garðabæ og leituðu árangurslaust að hundi í ónefndri götu. 29.11.2007 18:07
Átján mánaða fangelsi fyrir heiftúðlega árás á unnustuna Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás á unnustu sína. Var talið að árásin hefði staðið yfir í að minnsta kosti hálfa klukkustund. 29.11.2007 16:37
Munið eftir upplýsingalögunum, strákar! Umboðsmaður Alþingis hefur sent stjórn Ríkisútvaprsins bréf þar sem hann minnir á upplýsingalögin. 29.11.2007 16:13
Lóðasamningur greiðir fyrir viðræðum LHÍ og Samson Makaskiptasamningur sem Reykjavíkurborg og Samson Properties hafa gert vegna nokkurra lóða í miðborginni greiðir fyrir viðræðum Listaháskólans og Samson um lóð fyrir fyrrnefnda aðilann í miðbænum. 29.11.2007 16:07
Kveikt á Oslóartrénu á sunnudag Kveikt verður á Oslóarjólatrénu við Austurvöll við hátíðlega athöfn á sunnudaginn kemur. 29.11.2007 15:39
Telur að verið sé að lauma inn einkavæðingu framhaldsskóla Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í menntamálanefnd Alþingis, telur að verið sé að lauma inn einkavæðingu framhaldsskóla með nýju frumvarpi menntamálaráðherra til laga um framhaldsskóla. 29.11.2007 15:23
Ekkert gert nema Aron Pálmi kvarti formlega Bandaríska sendiráðið segir að engin formleg kvörtun hafi borist frá Aroni Pálma Ágústssyni yfir framkomu starfsmanns sendiráðsins við sig. 29.11.2007 14:46
Listaháskólinn við Laugarveg Listaháskólinn mun rísa á Laugavegi og verslunarkjarni á Landsbanka- og Barónsreit samkvæmt samningum sem samþykktir voru á fundi borgrarráðs í morgun. 29.11.2007 14:33
Sakfelldur fyrir að stela þremur tonnum af heitu vatni Karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag sakfelldur fyrir að stela alls þremur tonnum af heitu vatni en því var frestað að refsa honum sérstaklega fyrir það. 29.11.2007 14:14
Sveitarstjóri stal olíu og fékk þriggja mánaða fangelsisdóm Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 12.900 lítrum af olíu. 29.11.2007 14:13
Málefni lífeyrisþega tekin fyrir milli umræðna um fjárlög Til stendur að taka fyrir sérstaklega málefni aldraðra og öryrkja í starfi fjárlaganefndar á milli annarrar og þriðju umræðu um fjárlögin. 29.11.2007 14:03
Keyrði fullur út í Hólsá Tveir félagar voru dæmdir í héraðsdómi Norðurlands í morgun fyrir að hafa keyrt fullir á Siglufirði en bifreiðin endaði úti í Hólsá. 29.11.2007 13:53
Tónmöskvar í fundasal borgarstjórnar Ákveðið var á borgarráðsfundi í morgun að setja upp svokallaða tónmöskva í fundarsal borgarstjórnar til þess að auðvelda heyrnarskertum að hlýða á umræður í borgarstjórn. 29.11.2007 13:01
Falsaði undirskrift líknarfélags Þrjátíu og fjögurra ára gamall karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir að hafa framvísað í KB banka í Austurstræti umsókn og tveimur umboðum sem hann hafði falsað. 29.11.2007 12:59
Hundrað milljónir í forvarnir árlega í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að leggja árlega til 100 milljónir króna í forvarnarverkefni í hverfum borgarinnar næstu þrjú árin. Þetta var gert að tillögu borgarstjóra. 29.11.2007 12:51
Smygl á fíkniefnum stöðvað þriðja hvern dag ársins Á árunum 2003-2006 komu lögreglan upp um samtals 493 tilraunir til að smygla fíkniefnum hingað til lands og jafngildir það því að smygltilraun hafi verið stöðvuð þriðja hvern dag allt tímabilið. 29.11.2007 12:44
Versnandi veður á landinu Veður fer versnandi síðdegis og í kvöld á vesturhelmingi landsins og við suðaustur ströndina. Búast má við stormi og sums staðar ofsaveðri. Vindhviður við fjöll geta orðið 40-50 metrar á sekúndu á þessum slóðum. 29.11.2007 12:42
Farið að slá á þensluna í verktakageiranum? Hæsta boð í nýbyggingu hringvegarins um botn Hrútafjarðar var um það bil tvöfalt hærra en það lægsta. 29.11.2007 12:32
Aukin menntun kennara kostar sveitarfélögin 900 milljónir Betur menntaðir kennarar munu kosta sveitarfélögin rösklega níu hundruð milljónir króna á ári - umfram núverandi launakostnað - þegar breytingar í frumvarpi menntamálaráðherra komast að fullu til framkvæmda. 29.11.2007 12:28
Vaxandi óánægja með tryggingafélögin Óánægja viðskiptavina íslensku tryggingafélaganna fer vaxandi þriðja árið í röð. Íslendingar eru óánægðari með þjónustu sinna tryggingafélaga en aðrar Noðrurlandaþjóðir með sín tryggingafélög. 29.11.2007 12:21
Þriðja sinn sem Gæslan beitir íhlutun til að draga úr hættu Ný ákvæði laga um Landhelgisgæsluna sem gerir henni kleift að taka yfir stjórn skipa voru sett í kjölfar strands Vikartinds. 29.11.2007 12:16
Litlu munaði að Axel sykki við Hornafjarðarós Eigandi flutningaskipsins Axels segir að minnstu hafa munað að skipið sykki þegar það steytti á skeri skammt frá Hornafirði. 29.11.2007 12:04
Fóru fram á frestun á 2. umræðu um fjárlög Þingmenn Vinstri - grænna ítrekuðu á þingfundi nú fyrir hádegi að annarri umræðu um fjárlög næsta árs yrði frestað til morguns til þess að þeim gæfist ráðrúm til þess að kynna sér betur breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar. 29.11.2007 11:48
Ákærður fyrir að ráðast á mann við Barinn Átján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að veitast að manni í útidyrum veitingahússins Barsins á Klapparstíg þann 6. nóvember í fyrra og slá hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann blóðgaðist og bólgnaði á neðri vör. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 29.11.2007 11:46
Heilsufarsbrestir frekar en hár aldur orsök banaslysa „Hærri aldri fylgja veikindi og heilsufarsbrestir, þetta er því aðallega spurning um heilsu frekar en aldur,“ segir Ágúst Mogensen hjá rannsóknarnefnd umferðarslysa. 29.11.2007 11:30
Verslað með málfrelsið á Alþingi? Þingmenn Vinstri - grænna sökuðu í dag forseta Alþingis um að rjúfa sáttina um starfshætti á Alþingi með nýju frumvarpi um þingsköp og sögðu málfrelsi ekki vera verslunarvöru. 29.11.2007 11:09
Fámennur hópur trúleysingja hindrar kirkjustarf í Seljahverfi Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju, telur að það sé vegna athugasemda frá fámennum en háværum hópi fólks sem leikskólastjórnendur í Seljahverfi hafi tekið þá ákvörðun að stöðva samstarf kirkjunnar við leikskólann. 29.11.2007 10:51
Ný Grímseyjarferja í siglingar fljótlega eftir áramót Reiknað er með því að hin nýja Grímseyjarferja, sem hefur fengið nafnið Sæfari líkt og fyrirrennari hennar, hefji siglingar fljótlega á nýju ári. 29.11.2007 10:30
Bakkafjöruvegur verði byggður upp á næsta ári Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 400 milljónir króna verði lagðar í nýjan Bakkkafjöruveg í tengslum við uppbyggingu ferjuhafnar í Bakkafjöru 29.11.2007 09:00
Um hundrað milljónir í aðstoðarmenn og aukið alþjóðastarf Reiknað er með tæplega 100 milljóna króna viðbótarframlagi til Alþingis vegna breytinga á þingsköpum og starfsaðstöðu þingmanna. Þetta kemur fram í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs. 29.11.2007 08:45
Minna fé til nýs háskólasjúkrahúss en áætlað var Lagt er til að framlag til nýs háskólasjúkrahúss á lóð Landspítalans verði lækkað um sjö hundruð milljónir króna í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar vegna fjárlagafrumvarps næsta árs. 29.11.2007 08:20
Ekkert lát á síldaveiðum í Grundarfirði Ekkert lát er á síldveiðunum í Grundarfirði og eru þrjú síldveiðiskip HB Granda að verða búin með kvóta sína og önnur langt komin. 29.11.2007 08:07
Fimmtíu milljónir til athugana á umhverfi og lífríki Fjárlaganefnd Alþingis lagði í gær til að veittar verði rúmlega 50 milljónir króna til athugana á umhverfi og lífríki á fyrirhuguðu olíuleitarsvæði á Jan Mayen hryggnum innan íslensku efnahagslögsögunnar norðaustur af landinu. Jafnframt að Orkustofnin fái rúmar hundrað milljónir króna til að hefja undirbúning að útgáfu sérleyfa til rannsókna og olíuvinnslu á svæðinu.- 29.11.2007 07:56
Flutningaskipið Axel komið til Akureyrar Flutningaskipið Axel, sem strandaði utan við Höfn í Hornafirði á þriðjudagsmorgun, kom til Akureyrar um klukkan þjú í nótt í fylgd varðskips og verður tekið þar í slipp til viðgerðar. 29.11.2007 06:55
Kennarar hafa þungar áhyggjur af kjaramálum Á fundi kennara í Digranesskóla í kvöld var samþykkt ályktun þar sem þungum áhyggjum yfir kjaramálum grunnskólakennara er lýst. Fundurinn segir að skólastarfi sé stefnt í verulega hættu með fáránlega lágum launum. 28.11.2007 21:48
Gæslan er um borð í Axeli í góðri samvinnu við skipstjórann Halldór Nellett, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sínir menn hafi farið um borð í flutningaskipið Axel rúmlega sex í dag. Þeir eru enn um borð og hafa stjórn á málum í góðri samvinnu við skipstjóra skipsins. Forsvarsmaður Dreggjar hafði hins vegar neitað því fyrr í kvöld 28.11.2007 21:00
Sendiráðsstarfsmaður vill engu svara Arnar B. Sigurðsson, sendiráðsstarfsmaðurinn sem Aron Pálmi Ágústsson segir að hafi haft í hótunum við sig, vildi ekkert tjá sig um samskipti sín við Aron Pálma þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Arnar benti þess í stað á upplýsingafulltrúa sendiráðs Bandaríkjanna, Sigríði Þorsteinsdóttur. Hún vildi heldur ekki tjá sig um málið, sagði sendiráðið búið að svara því sem það ætlaði að svara. 28.11.2007 20:48
Tekjur ríkissjóðs aukast um átta milljarða Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 469 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. 28.11.2007 23:03
Starfstími Alþingis lengdur en þingfundadögum ekki fjölgað Starfstími Alþingis verður lengdur þannig að það hefur störf í byrjun september en hins vegar verðir þingfundadögum ekki fjölgað 28.11.2007 21:11
Segir Gæsluna aldrei hafa yfirtekið stjórn skipsins Bjarni Sigurðsson forsvarsmaður hjá Dreggjum ehf. sem er eigandi flutningaskipsins Axels, segir frétt Stöðvar 2 í kvöld vera „út úr kortinu". Þar var sagt frá því að Landhelgisgæslan hafi farið um borð í skipið og tekið stjórnina í kjölfar þess að vélstjórinn hafði neitað að dæla sjó úr skipinu. Þett segir Bjarni vera kolrangt, og að skipstjóri skipsins hafi fulla stjórn um borð og hafi alltaf haft. 28.11.2007 19:35
Aron Pálmi segir starfsmann bandaríska sendiráðsins hafa hótað sér Aron Pálmi Ágústsson segir íslenskan starfsmann bandaríska sendiráðsins hafa haft í hótunum við sig í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum vikum. Hann segist hafa kvartað undan framkomu mannsins hjá utanríkisráðuneytinu og sendiráðinu en sendiráðið vísar ásökunum Arons Pálma alfarið á bug. 28.11.2007 18:50
Vill að ráðherra reki smiðshöggið á samninga við Microsoft Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að Íslendingar séu sofandi á verðinum í samkeppninni um að fá netþjónabú bandaríska hugbúnaðarrisans reist hér á landi. Hann kallar eftir aðkomu viðskipta og, eða iðnaðarráðherra í málið til að landa samningum. 28.11.2007 18:47