Fleiri fréttir

Segir samning ekki hafa með tekjustofna RÚV að gera

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samning sem Ríkisútvarpið og Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar athafnamanns, um fjármögnun á íslensku leiknu dagskrárefni ekkert hafa með tekjustofna Ríkisútvarpsins ofh. að gera.

Vill úrskurða Fossett látinn

Eiginkona bandaríska auðkýfingsins og ævintýramannsins Steve Fossett hefur beðið yfirvöld um að úrskurða að hann sé látinn.

Hellisheiði opin á ný

Banaslys varð á Suðurlandsvegi rétt neðan við Litlu Kaffistofuna skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglu virðist svo vera sem ökumaður fólksbifreiðar hafi ekið yfir á öfugan vegarhelming og lent þar framan á vinstra framhorni vörubifreiðar, sem var fulllestuð af malarefni, á leið vestur. Ökumenn voru einir í bifreiðum sínum og er talið að ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á áttræðisaldri, hafi látist samstundis. Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist óverulega.

Hjáleið opnuð vegna umferðarslyss

Alvarlegt umferðarslys varð við Litlu-Kaffistofuna skömmu fyrir klukkan tvö þar sem fólksbíll og vöruflutningabíll rákust saman.

Ferð Axels gengur vel

Flutningaskipið Axel er nú á leið til Akureyrar og gengur ferðin vel að sögn Bjarna Sigurðssonar hjá Dregg efh. Hann segist búast við því að skipið komi til hafnar á milli klukkan eitt til tvö í nótt.

Á að finna einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lokið við að skipa nefnd sem á að kanna með hvaða hætti hægt er að koma á einu niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi í heilbrigðiskerfinu.

Krakkar brutu framrúðu með snjóbolta

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum krökkum í Kópavogi nú síðdegis en þau voru að kasta snjóboltum í bíla. Ekki vildi betur til en að framrúða í bíl brotnaði á einum bílnum og var ökumaður hans næstum búinn að missa stjórn á bifreiðinni. Nokkuð tjón varð því á bifreiðinni en foreldrum krakkanna var gert viðvart.

Einn maður á hlut í 33 lögbýlum

Einn maður á hlut í 33 lögbýlum hér á landi samkvæmt því sem Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi í dag. Þar var hann að svara fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Geir á faraldsfæti

Geir H. Haarde forsætisráðherra verður á ferð um nágrannalöndin næstu tvo daga þar sem hann mun flytja erindi á tveimur stöðum.

Óviðeigandi að hækka almenn laun

Vilhálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin telja það óviðeigandi við núverandi aðstæður á vinnumarkaðnum, þar sem mjög mikið launaskrið hefur verið, að hækka almenn laun. Nú sé verkefnið að stilla vinnumarkaðinn af. Vilhjálmur var gestur Helgu Arnardóttur í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Um 430 óku of hratt á Sæbraut

Sjö prósent þeirra ökumanna sem óku eftir Sæbraut yfir gatnamótin við Langholtsveg á 20 klukkustundum í gær reyndust aka of hratt.

Endurgreiðslan hefur ekki áhrif á lögreglurannsóknina

„Þetta tengist þar sem þetta eru sömu kröfur en breytir engu um lögreglurannsóknina,“ segir Björn Þorvaldssson settur saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra um málefni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns 365.

Tími litlu sætu þingmálanna

Einar Mar Þórðarson stjórnmálaskýrandi segir það vera mjög jákvætt að óbreyttir þingmenn fái að njóta sín í þinginu. Talsvert hefur borið á athyglisverðum fyrirspurnum þingmanna, þingsályktunartillögum og þingmannafrumvörpum frá því að þing hófst í haust.

Gera ekki ráð fyrir neinum almennum launahækkunum

Samtök atvinnulífsins gera ekki ráð fyrir neinum almennum launahækkunum í næstu kjarasamningum en lágmarkslaun verði þó hækkuð. Hófstilltir kjarasamningar eru lykilatriði segir bankastjóri Landsbankans.

Máttu nota orðið nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag tvo fyrrverandi ritstjóra DV af ærumeiðingum í frétt blaðsins af kynferðisbrotamáli í lok mars í fyrra

Þörf á aukinni aðstoð í Bangladess

Alþjóða Rauði krossinn kallar eftir aukinni aðstoð fyrir þá sem urðu illa úti í yfirreið fellibyljarins Sidr yfir Bangladess á dögunum.

Íslenski krúnukúgarinn gæti afplánað á Hrauninu

„Við erum að bíða eftir því að umsókn okkar verði tekin fyrir þar sem farið er fram á að málið verði látið niður falla,“ segir Giovanni di Stefano lögmaður íslenska krúnukúgarans Paul Adalsteinssonar.

Sveigjanlegu námi verða að fylgja fjármunir

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna og fulltrúi flokksins í menntamálanefnd, gagnrýnir nýtt frumvarp menntamálaráðherra um lög um framhaldsskóla og segir skorta á skilgreiningu á stúdentsprófinu.

Dæmdur fyrir kjaftshögg á dansgólfinu

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna líkamsárásar. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 140 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar.

Varðskipsmenn um borð í Axel

Dæling gengur nú vel úr Flutningaskipinu Axel sem lónar úti á Vopnafirði eftir að leki kom að skipinu um klukkan sjö í morgun.

Sveitastjóri kærður fyrir að stela 13 tonnum af olíu

Olíudreifing hefur kært sveitarstjórann í Grímsey fyrir að hafa stolið tæpum þrettán tonnum af olíu frá félaginu, og var málið þingfest í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í gær, að sögn DV. Sveitarstjórinn var umboðsmaður Olíudreifingar frá árinu 2003 og þar til í sumar. Olíuna mun hafa notað til að kynda íbúðarhús sitt og húsnæði, þar sem hann var með rekstur.-

Hagnaður OR varð 6,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

6,4 milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu níu mánuði ársins og jukust tekjur fyrirtækisins um rúma þrjá milljarða samanborið við sama tímabil í fyrra. Eigið fé jókst um tæpa sex milljarða og skuldir um 16 milljarða, einkum vegna framkvæmda við Hellsiheiðarvirkjun. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstarhorfur séu góðar.-

Vilja að Giuliani verði forsetaefni

Repúblikanar í Flórída í Bandaríkjunum vilja að Rudy Giuliani verði forsetaefni þeirra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastofa CNN lét gera fyrir sig. Samkvæmt könnuninni nýtur Giuliani stuðnings 38% íbúa á Flórída.

Flutningaskipið Axel á leið til Akureyrar

Flutningaskipið Axel, sem strandaði út af Hornafirði í gærmorgun, er nú statt út af Vopnafirði og siglir hæga siglingu áleiðis til Akureyrar, þar sem það verður tekið í slipp til viðgerðar.

Ekið á 12 ára dreng í Kópavogi

Ekið var á 12 ára dreng við Jötunsali í Kópavogi klukkan 19:22 í kvöld. Drengurinn var á hjóli og lenti framan á fólksbíl sem kom keyrandi upp götuna. Drengurinn var ekki með hjálm en til allrar lukku slasaðist hann ekki mikið. Hann var þó fluttur á brott með sjúkrabíl.

Jón Ásgeir fékk 43 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs og 365 hf, sem rekur meðal annars visir.is, fékk endurgreiddar 43 milljónir frá skattinum nú í byrjun október vegna ofgreiðslu á árinu 2005. Þetta staðfesti hann við Vísi í morgun.

Þingmenn fá aðstoðarmenn

Gert er ráð fyrir því að þingmenn fái sérstakan aðstoðarmann í frumvarpi sem forsætisnefnd Alþingis fjallar nú um. Kostnaður vegna þessa getur numið allt að eitthundrað milljónum króna á ári.

Ný varnarmálastofnun mun annast rekstur mannvirkja Nató

Utanríkisráðherra hyggst koma á fót nýrri varnarmálastofnun sem hefur það hlutverk að annast allan rekstur mannvirkja Nató á Íslandi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á fundi Samtaka um vestræna samvinnu í dag.

Kompás: Skammbyssur til sölu á svörtum markaði

Fjöldi ólöglegra skammbyssa er til sölu á svörtum markaði á Íslandi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós en þáttagerðarmönnum tókst að kaupa skammbyssu á tveimur sólarhringum.

Icetorrent lokað í dag eftir að hafa safnað sex þúsund meðlimum

Skráardeilisíðunni icetorrent.net var lokað í dag eftir að eiganda síðunnar barst athugasemd frá Smáís, Samtökum Myndrétthafa á Íslandi. Þrátt fyrir að síðan hafi aðeins verið stofnuð nú um helgina voru tæplega sex þúsund Íslendingar búnir að skrá sig þar sem meðlimir í dag.

Skemmdirnar á Axeli kannaðar í kvöld

Starfsmenn Dreggjar ehf, skipafélagsins sem gerir út flutningaskipið Axel sem strandaði við Hornafjarðarós í morgun, eru komnir til Fáskrúðsfjarðar en skipið er í þann mund að leggja að bryggju. Bjarni Sigurðsson hjá Dregg segir að kafarar kanni þegar í kvöld hversu alvarlegar skemmdirnar á skipinu séu.

Sjá næstu 50 fréttir