Fleiri fréttir

Auknar greiðslur til foreldra langveikra barna

Úrbætur verða gerðar á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi og var kynnt í dag.

Vill börn í forgang frekar en tónlistarhús

„Við höfum vakið máls á kjörum leikskólastarfsmanna á hverjum einasta bæjarstjórnarfundi sem hefur verið haldinn í haust," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs.

RÚV verður áfram á auglýsingamarkaði

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist ekki hafa fyrirætlanir um það að leggja fram lagafrumvarp um breytingar á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.

Dregið verði úr fjölpósti

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hyggst setja á fót starfshóp til þess að finna leiðir til þess að draga úr fjölpósti í landinu.

Endurskoða löggjöf ef dómur í tálbeitumáli verður staðfestur

Ef Hæstiréttur kemst að því að ekki sé heimild til að refsa fyrir það að tæla börn í kynferðislegum tilgangi á Netinu eins og í svokölluðu tálbeitumáli Kompáss þarf að endurskoða löggjöfina. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Ákærður fyrir að stela frá vinnuveitandanum

Átján ára gamall fyrrverandi starfsmaður Húsasmiðjunnar, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er talinn hafa stolið 25 þúsund krónum úr verslun fyrirtækisins í Grafarholti í október í fyrra. Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Happdrættisleyfi SÍBS og DAS verði framlengd

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að bæði DAS og SÍBS verði áfram heimilt að reka happdrætti til þess að styðja við uppbyggingu félaganna.

Afnemur gjöld vegna mjólkurvara

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að svokallað verðmiðlunargjald og verðtilfærslugjald, sem lagt hefur verið á hvern mjólkurlítra sem lagður er inn í afurðarstöð innan greiðslumarkskerfisins, verði afnumið.

Dagmamma undirbýr komu dæmds barnaníðings

"Atvinnuöryggi mínu er stefnt í hættu," segir dagmamma sem rekur daggæslu í sama húsi og barnaníðingurinn Sigurbjörn Sævar Grétarsson keypti nýlega íbúð.

Rúmlega 21 prósent barna finnst þau of feit

Um 21 prósent stráka og 23 prósent stúlkna í 7. bekk finnst þau vera of feit samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar á líðan og lífi íslenskra barna í 5., 6. og 7. bekk. Rannsóknin Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar var birt í dag, en hún er unnin af Rannsóknum og greiningu. Í henni kemur einnig fram að 11 prósent barna finnst þau of mjó.

Þrír Vítisenglar ætla í skaðabótamál við ríkið

Þrír norskir Vítisenglar undirbúa nú skaðabótamál gegn íslenska ríkinu eftir að hafa verið vísað úr landi fyrir tveimur vikum. Þeir hafa falið lögmanni sínum, Oddgeiri Einarssyni, að höfða málið.

Óvíst um fjármagn til leitar að ristilkrabbameini

Formaður fjárlaganefndar, Gunnar Svavarsson, vill ekkert um það segja hvort nægilegir fjármunir verði lagðir í hópleit að ristilkrabbameini til að leitin geti hafist strax á næsta ári.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Suðurgötu í Reykjavík í morgun. Að sögn lögreglunnar var um minniháttar atvik að ræða og slasaðist viðkomandi ekki. Þá var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit á Suðurlandsbraut klukkan korter í tíu í morgun. Sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Áfram unnið að virkjunum í neðri hluta Þjórsár

Landsvirkjun getur nýtt alla þá orku sem fæst úr virkjununum þremur sem áformað er að reisa í neðri hluta Þjórsár þar sem eftirspurnin eftir orku er langt umfram framboð, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Íslendingum boðið að kynna jarðvarmann í Brussel

Íslendingum hefur verið boðið að kynna möguleika á sviði jarðvarma í Brussel í lok janúar en þá stendur Evrópusambandið fyrir kynningarviku um endurnýjanlega orkugjafa. Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra og Andris Piebalgs, en hann er yfirmaður orkumála í framkvæmdastjórn ESB.

Afmælisrit SUS um Davíð Oddsson sextugan

Samband ungra sjálfstæðismanna vinnur nú að útgáfu rits til heiðurs Davíðs Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Davíð verður sextugur þann 17. janúar næstkomandi.

Meira en helmingur ók of hratt um Víkurveg

Fimmtíu og fimm prósent ökumanna sem óku Víkurveg í norðurátt að Hallsvegi í Grafarvogi á einni klukkustund í gær fóru of hratt og eiga von á sektum frá lögreglu.

Óljóst hvort þingsköp voru brotin

„Ég á eftir að fara yfir málið með þeim varaforseta og starfsmanni sem stóð vaktina," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, um þingfund í gær. Skyndileg breyting varð á dagskrá fundarins þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra átti samkvæmt dagskrá að kynna frumvarp um breytingar á hegningalögum. Sturla Böðvarsson var fjarverandi og Kjartan Ólafsson, varaforseti var í forsetastól.

Afhenda ekki bíla úr bílakirkjugarði

Almenningur getur ekki fengið afhenta bíla sem fargað hefur verið í endurvinnslu Hringrásar í Sundahöfn. Tryggvi Sigurðsson skrifstofustjóri fyrirtækisins segir að almennt sé fólk að henda rúmlega 14-15 ára gömlum bílum. Þeir nýjustu séu um 10 ára. Bílarnir eru nánast allir það illa farnir að ekki borgi sig að gera við þá; „Þess vegna er fólk að losa sig við þá,“ segir Tryggvi.

Hætt við útboð á Gjábakkavegi

Vegagerðin er hætt við útboð á lagningu Gjábakkavegar á milli Þingvalla og Laugarvatns. Ástæðan er að í Bláskógabyggð gleymdist að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi þannig að í gildandi skipulagi er ekki gert ráð fyrir fyrirhuguðum vegi.

Ók á hreindýr við Höfn í Hornafirði

Ekið var á hreindýr í Nesjum, vestan við Höfn i Hornafirði í gær, og drapst dýrið. Mikið er um hreindýr á þessum slóðum og varar lögregla ökumenn við þeim. Annar ók yfir á rauðu á gatnamótum í Akureyrarbæ í gærkvöldi og lenti þar á bíl á ferð, en engan sakaði í bílunum.

Steingrímur í kosningavímu í Köben

"Það er rosaleg stemmning hérna og formaðurinn var að klára ræðuna sína. Hann var að vonum hylltur og tekið sem þjóðhetju," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sem staddur var í Pumpehuset í miðborg Danmerkur á kosningavöku Sósíalíska Þjóðarflokksins.

Kalla eftir upplýsingum um fyrirætlanir OR

Meirihlutinn í borgarstjórn hefur falið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að kalla eftir öllum upplýsingum um fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur í virkjanamálum.

Ofbeldi gegn kynferðisafbrotamönnum fer minnkandi

Sigurbjörn Sævar Grétarsson sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir kynferðislegt ofbeldi var í viðtali við Kastljósið fyrr í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að ofbeldi gegn kynferðisafbrotamönnum innan veggja fangelsins hafi minnkað á síðustu 2-3 árum.

Dómur yfir morðingja Gísla í desember

Dómsuppkvaðningu í máli Willie Theron - sem var sakfelldur í gær fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni - hefur verið frestað fram í desember. Dómari í Jóhannesarborg í Suður-Afríku greindi frá þessu í morgun en dómsuppkvaðning hafði verið boðuð í dag.

Fimm konum nauðgað um helgina

Fimm konum var nauðgað um helgina, að sögn deildarstjóra Neyðarmóttöku nauðgana. Þrjár þeirra áttu sér stað í heimahúsum og tvær í miðbæ Reykjavíkur. Ein kona hefur kært til lögreglu.

Björn sakaður um hervæðingu

Dómsmálaráðherra var sakaður á Alþingi í dag um hervæðingu og að fela ríkislögreglustjóra of mikið vald með frumvarpi um breytingar á almannavörnum.

Lýsa þungum áhyggjum af áfengisfrumvarpi

SAMAN-hópurinn svokallaði, sem meðal annars vinnur gegn unglingadrykkju, lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi um sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum.

Dæmdur fyrir kannabisrækt og innbrot

Karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að hafa ræktað kannabis á heimili sínu á Akureyri um tveggja mánaða skeið.

Ætla að efla forvarnir og heilsu í framhaldsskólum

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, undirrituð í dag þriggja ára samning við Lýðheilsustöð og samtök framhaldsskólanema um að stórauka forvarnir í framhaldsskólum og efla heilsu framhaldsskólanema.

Yfirstjórn öldrunarmála til félagsmálaráðuneytisins

Yfirstjórn öldrunarmála færist frá heilbrigðis- og tryggingmálaráðuneytinu yfir til félagsmálaráðuneytisins samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Formaður Landssambands eldri borgara segir sambandið lengi hafa barist fyrir þessum breytingum.

Þróunin í sveitunum ekki háskaleg

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir að fátt bendi til að þróunin í sveitum landsins sé á nokkurn hátt háskalega og að hún leiði til tjóns fyrir sveitirnar.

Sex ára börn ganga með GSM

Dæmi eru um að börn, allt niður í sex til sjö ára gömul, eigi farsíma sem þau taka með sér í skólann. Skólastjórar segja að símaeign nemenda hafi ekki skapað vandamál hjá þeim.

Embætti borgarritara lagt niður

Borgarráð samþykkti að leggja niður embætti borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur á aukafundi sínum í dag. Jafnframt var ákveðið að ráða Hrólf Jónsson, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra Eignasjóðs Reykjavíkur, og Birgi Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar til eins árs.

Sjá næstu 50 fréttir