Fleiri fréttir Málefni REI rædd á eigendafundi OR eftir viku Stjórn Orkuveitunnar ákvað á fundi sínum í dag að boða til eigendafundar Orkuveitunnar eftir viku þar sem ræða á áfram málefni REI, útrásararms Orkuveitunnar, og hvernig útrás fyrirtækisins verður fyrir komið. 9.11.2007 14:23 Raforkan úr Þjórsá fer ekki til álvers Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að raforkan sem fæstu með virkjun í neðri hluta Þjórsár fari annað hvort til netþjónabúa eða til kísilhreinsunar. Landsvirkjun segir ljóst að eftirspurn sé langt umfram framboð og því sé ekki hægt að mæta óskum allra og því hafi verið ákveðið að hefja ekki viðræður við álframleiðendur. 9.11.2007 14:15 Dæmd fyrir að smygla mjög hreinu kókaíni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 20 mánaða fangelsi og tvær konur í eins árs fangelsi hvora fyrir að hafa reynt að smygla inn í landið nærri sjö hundruð grömmum af mjög hreinu kókaíni frá Hollandi í febrúar á þessu ári. Konurnar voru gripnar við tollaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og reyndust efnin bæði innanklæða á þeim og innvortis. 9.11.2007 13:37 Þulustarfið á Rúv: Karlar geta líka verið til skrauts „Ef það á að vera skraut þá geta karlar alveg líka verið skraut,“ segir Gísli Hrafn Atlason talsmaður karlahóps Feministafélags Íslands um kynjahluttföllin hjá þulunum á Rúv. 9.11.2007 13:26 Lagadeild HR fær 120 milljóna króna styrk Lagadeild Háskólans í Reykjavík hefur hlotið 120 milljóna króna styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. 9.11.2007 13:08 Vildu bæjarstjórann úr starfi vegna dóms Minnihlutinn á Álftanesi krefst þess að bæjarstjórinn fái lausn frá störfum nú þegar vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness um launadeilu bæjarstjórans við fyrrverandi starfsmann sinn. 9.11.2007 12:52 Mótmæltu lækkun á niðurgreiðslu í dagforeldrakerfi Óánægðir foreldrar afhentu í morgun bæjarstjóranum á Akureyri undirskriftalista með rúmlega eitt þúsundum nöfnum bæjarbúa. 9.11.2007 12:41 Reykjanesbær getur ekki keypt meirihluta í HS Heitar umræður urðu á opnum fundi um málefni Hitaveitu Suðurnesja í gærkvöldi. Forstjóri fyrirtækisins segir hugmyndir um að Reykjanesbær kaupi meirihluta í fyrirtækinu gangi ekki upp. 9.11.2007 12:35 Sýknuð af því að sparka í punginn á Prófastinum Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi,“ eftir atlöguna. 9.11.2007 12:19 Fundað um útrásarmál hjá stjórn OR Stjórnarfundur hófst í Orkuveitunni núna klukkan 12. Vænta má að þar verði tekist á um útrásarmálin og samrunamálin sem mjög hafa verið í umræðunni. 9.11.2007 11:55 Fjörutíu daga fangelsi fyrir bílstuld og ölvunarakstur Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í morgun dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir að hafa stolið bíl á Selfossi og ekið honum drukkinn og án ökuréttinda áleiðis til Reykjavíkur uns lögregla stöðvaði hann. 9.11.2007 11:37 Björgólfur Guðmundsson styrkir RÚV Björgólfur Guðmundsson athafnamaður hefur gert samning við Ríkisútvarpið um að styrkja félagið næstu þrjú ár til þess að stórefla íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi. 9.11.2007 11:24 Ástandið á Njarðargötu allt að því viðunandi Þrjátíu og tveir ökumenn eiga von á sektum eftir að hraðakstur þeirra var myndaður á Njarðargötu til móts við höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í gær. 9.11.2007 11:15 Fyrirtæki sýknað af ákæru um brot gegn hvíldartíma ökumanna Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað flutningafyrirtæki af ákæru um að hafa brotið gegn lögum um hvíldartíma ökumanna á grundvelli óskýrrar refsiheimildar í lögum. 9.11.2007 11:05 Sex árekstrar á fimmtíu mínútum Sex árekstrar urðu á níunda tímanum í höfuðborginni í morgun og leiddu þeir til allnokkurra tafa í morgunumferðinni. 9.11.2007 10:32 Fundu landaverksmiðju í Þorlákshöfn Lögreglan á Selfossi handtók í gær karlmann af erlendum uppruna eftir að 140 lítrar af landa og 75 lítrar af gambra fundust heimili hans í Þorlákshöfn í gær. 9.11.2007 10:01 Ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri Ölvaður ökumaður, sem líka var undir áhrifum fíkniefna, var tekinn úr umferð á Selfossi í nótt. 9.11.2007 09:45 Gæslumenn sækja Puma-þyrlu Flugáhöfn frá Landhelgisgæslunni er nú í Noregi að sækja Puma-þyrlu sem bætast mun í flugflota Gæslunnar um leið og veðurskilyrði verða til flugs yfir hafið. 9.11.2007 09:23 Saksóknari gagnrýnir Kastljósið Helgi Magnússon hjá efnhagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér greinargerð vegna fréttaskýringar sem birtist í Kastljósinu á miðvikudagskvöld. Telur hann umfjöllunin einhliða og villandi. 9.11.2007 09:20 Vilja alþjóðaflugvöll á Suðurlandi Samgöngunefnd Sambands sunnlenskra sveitarfélaga hvetur til þess að hafinn verði undirbúningur að gerð alþjóðaflugvallar á Suðurlandi. 9.11.2007 09:14 Þremur sleppt úr haldi eftir líkamsárás Þremur mönnum á fertugsaldri var sleppt úr haldi lögreglunnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi, að loknum yfirheyrslum vegna alvarlegrar líkamsárásar þar í bæ í fyrrinótt. 9.11.2007 07:47 Stórsmyglarar áfram í gæslu Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokallaða var framlengt um sex vikur í gær. Þeir munu því sitja inni til 20. desember. 9.11.2007 00:01 Smyglskútumenn í sex vikna gæsluvarðhald Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson og Guðbjarni Traustason, sem allir eru grunaðir um aðild að smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru í dag dæmdir í sex vikna gæsluvarðhald, fram til 20. desember. 8.11.2007 22:10 Launadeilur á RÚV hafa engin áhrif á Edduna „Hugsanlegar aðgerðir tæknimanna hjá RÚV myndi ekki hafa áhrif á útsendingu Edduverðlaunanna," segir Páll Guðmundsson trúnaðarmaður þeirra. 8.11.2007 20:34 Fundað um málefni orkufyrirtækjanna Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ héldu fjölmennan fund um málefni Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvíkurskóla í kvöld. Frummælendur á fundinum voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. 8.11.2007 23:12 Dómsmálaráðherra hitti varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sat ráðherrafund Schengen-ríkjanna í Brussel í dag. 8.11.2007 21:44 Tólf ára gamall drengur slasaðist í árekstri við bíl Tólf ára gamall drengur slasaðist þegar hann hjólaði harkalega á bifreið í Reykjanesbæ um klukkan tvö í dag. Drengurinn skall á bifreiðinni og mun hafa rotast en ekki skaðast að öðru leyti. Hann var ekki með reiðhjólahjálm. 8.11.2007 19:59 Bifreið brann í Engjaseli Bifreið brann til kaldra kola í Engjaseli rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin mannlaus þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru ekki kunn. 8.11.2007 19:43 Samgöngumiðstöð tilbúin eftir 18 mánuði Verkefnisstjórn um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli stefnir að því að hún verði tilbúin til notkunar eftir átján mánuði. 8.11.2007 19:00 Kárahnjúkavirkjun komin fram úr kostnaðaráætlun Kárahnjúkavirkjun er komin fram úr kostnaðaráætlun og munar nokkrum milljörðum króna. Nákvæmari tölu gefur Landsvirkjun ekki upp. 8.11.2007 18:45 Borgarráð vill samstarf við samkeppnisyfirvöld um lóðaúthlutanir Leitað verður eftir samvinnu við Samkeppniseftirlitið og önnur yfirvöld samkeppnismála um hvernig standa skal vörð um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutanir lóða, samkvæmt tillögu borgarstjóra, sem samþykkt var í borgarráði í dag. 8.11.2007 18:30 Mannréttindi samþætt í utanríkisstefnuna Mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga, sagði utanríkisráðherra þegar hann gaf Alþingi skýrslu um utanríkismál í dag. Formaður Vinstri grænna segir sömu hernaðarhyggjuna og áður ráða áherslum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. 8.11.2007 18:30 Farbann vegna nauðgunarrannsóknar á Selfossi staðfest Hæstiréttur staðfesti farbann yfir Pólverja sem grunaður er um nauðgun á Selfossi fyrir tæpum tveimur vikum. 8.11.2007 17:26 Dómur yfir bílaþjófi mildaður Hæstiréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að stela bíl og keyra hann í klessu. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti eins og í héraðsdómi en í héraðsdómi voru þrír mánuðir af dómnum óskilorðsbundnir 8.11.2007 17:18 Milljóna tjón af völdum hraðahindrana Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni. 8.11.2007 17:15 Dómi vegna blygðunarbrots vísað heim í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt og sent heim í hérað dóm yfir karlmanni sem dæmdur var í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. 8.11.2007 17:09 Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8.11.2007 16:58 Tófan Birta aflífuð af lögreglu "Þetta var algjör óþarfi," segir Kristján Einarsson grenjaskytta á Flateyri en tófan Birta, sem hann hefur haft sem húsdýr í garði sínum frá því í vor, var aflífuð í gær. 8.11.2007 16:55 Sex mánaða fangelsi fyrir árás með glerflösku Hæstiréttur staðfesti í dag hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa slegið annan karlmann með glerflösku í andlitið þannig að hún brotnaði og fórnarlambið hlaut tvo alldjúpa skurði fyrir ofan vinstra auga. 8.11.2007 16:54 Kanna möguleika á þráðlausu háhraðaneti í borginni Samþykkt var á fundi borgarráðs í morgun sú tillaga borgarstjóra að fela þjónustuskrifstofu Reykjavíkurborgar að kanna möguleikann á þráðlausu háhraðaneti í Reykjavík. 8.11.2007 16:38 Félagasamtök barna með geðraskanir styrkt Jón Gnarr hleypti í dag af stokkunum verkefninu Þú gefur styrk sem er á vegum Sparisjóðsins og félagasamtaka barna og unglinga með geðraskanir. Jón hefur tekið þátt í starfi ADHD samtakanna, sem eru ein þeirra samtaka sem styrkt eru í ár. Samtökin eru til stuðnings fólki með athyglisbrest og ofvirkni. 8.11.2007 16:03 Norskir Vítisenglar: Með ljósmyndir af íslenskum lögregluþjónum í klúbbhúsinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru norskir Vítisenglar með ljósmyndir af íslenskum lögregluþjónum í einu af klúbbhúsum sínum í Noregi. 8.11.2007 15:55 Dagur og Bryndís ávarpa starfsfólk OR Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ætla á eftir að ávarpa starfsmenn OR í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Bæjarháls. Tilefnið eru þær hræringar sem átt hafa sér stað í tengslum við dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest. 8.11.2007 15:38 DV braut alvarlega gegn siðareglum BÍ Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að því þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins í umfjöllun um karlmann í blaðinu fjóra daga í ágúst og september síðastliðnum. 8.11.2007 15:13 Íbúðalánsjóður veitti 13.500 viðbótarlán á fimm árum Íbúðalánsjóður veitti alls 13.500 viðbótarlán vegna íbúðakaupa á árunum 1999 til 2004. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, alþingismanns, um félagslegar íbúðir og málefni íbúðalánasjóðs. 8.11.2007 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Málefni REI rædd á eigendafundi OR eftir viku Stjórn Orkuveitunnar ákvað á fundi sínum í dag að boða til eigendafundar Orkuveitunnar eftir viku þar sem ræða á áfram málefni REI, útrásararms Orkuveitunnar, og hvernig útrás fyrirtækisins verður fyrir komið. 9.11.2007 14:23
Raforkan úr Þjórsá fer ekki til álvers Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að raforkan sem fæstu með virkjun í neðri hluta Þjórsár fari annað hvort til netþjónabúa eða til kísilhreinsunar. Landsvirkjun segir ljóst að eftirspurn sé langt umfram framboð og því sé ekki hægt að mæta óskum allra og því hafi verið ákveðið að hefja ekki viðræður við álframleiðendur. 9.11.2007 14:15
Dæmd fyrir að smygla mjög hreinu kókaíni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 20 mánaða fangelsi og tvær konur í eins árs fangelsi hvora fyrir að hafa reynt að smygla inn í landið nærri sjö hundruð grömmum af mjög hreinu kókaíni frá Hollandi í febrúar á þessu ári. Konurnar voru gripnar við tollaeftirlit á Keflavíkurflugvelli og reyndust efnin bæði innanklæða á þeim og innvortis. 9.11.2007 13:37
Þulustarfið á Rúv: Karlar geta líka verið til skrauts „Ef það á að vera skraut þá geta karlar alveg líka verið skraut,“ segir Gísli Hrafn Atlason talsmaður karlahóps Feministafélags Íslands um kynjahluttföllin hjá þulunum á Rúv. 9.11.2007 13:26
Lagadeild HR fær 120 milljóna króna styrk Lagadeild Háskólans í Reykjavík hefur hlotið 120 milljóna króna styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. 9.11.2007 13:08
Vildu bæjarstjórann úr starfi vegna dóms Minnihlutinn á Álftanesi krefst þess að bæjarstjórinn fái lausn frá störfum nú þegar vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness um launadeilu bæjarstjórans við fyrrverandi starfsmann sinn. 9.11.2007 12:52
Mótmæltu lækkun á niðurgreiðslu í dagforeldrakerfi Óánægðir foreldrar afhentu í morgun bæjarstjóranum á Akureyri undirskriftalista með rúmlega eitt þúsundum nöfnum bæjarbúa. 9.11.2007 12:41
Reykjanesbær getur ekki keypt meirihluta í HS Heitar umræður urðu á opnum fundi um málefni Hitaveitu Suðurnesja í gærkvöldi. Forstjóri fyrirtækisins segir hugmyndir um að Reykjanesbær kaupi meirihluta í fyrirtækinu gangi ekki upp. 9.11.2007 12:35
Sýknuð af því að sparka í punginn á Prófastinum Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi,“ eftir atlöguna. 9.11.2007 12:19
Fundað um útrásarmál hjá stjórn OR Stjórnarfundur hófst í Orkuveitunni núna klukkan 12. Vænta má að þar verði tekist á um útrásarmálin og samrunamálin sem mjög hafa verið í umræðunni. 9.11.2007 11:55
Fjörutíu daga fangelsi fyrir bílstuld og ölvunarakstur Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í morgun dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir að hafa stolið bíl á Selfossi og ekið honum drukkinn og án ökuréttinda áleiðis til Reykjavíkur uns lögregla stöðvaði hann. 9.11.2007 11:37
Björgólfur Guðmundsson styrkir RÚV Björgólfur Guðmundsson athafnamaður hefur gert samning við Ríkisútvarpið um að styrkja félagið næstu þrjú ár til þess að stórefla íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi. 9.11.2007 11:24
Ástandið á Njarðargötu allt að því viðunandi Þrjátíu og tveir ökumenn eiga von á sektum eftir að hraðakstur þeirra var myndaður á Njarðargötu til móts við höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í gær. 9.11.2007 11:15
Fyrirtæki sýknað af ákæru um brot gegn hvíldartíma ökumanna Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað flutningafyrirtæki af ákæru um að hafa brotið gegn lögum um hvíldartíma ökumanna á grundvelli óskýrrar refsiheimildar í lögum. 9.11.2007 11:05
Sex árekstrar á fimmtíu mínútum Sex árekstrar urðu á níunda tímanum í höfuðborginni í morgun og leiddu þeir til allnokkurra tafa í morgunumferðinni. 9.11.2007 10:32
Fundu landaverksmiðju í Þorlákshöfn Lögreglan á Selfossi handtók í gær karlmann af erlendum uppruna eftir að 140 lítrar af landa og 75 lítrar af gambra fundust heimili hans í Þorlákshöfn í gær. 9.11.2007 10:01
Ölvaður, dópaður og réttindalaus undir stýri Ölvaður ökumaður, sem líka var undir áhrifum fíkniefna, var tekinn úr umferð á Selfossi í nótt. 9.11.2007 09:45
Gæslumenn sækja Puma-þyrlu Flugáhöfn frá Landhelgisgæslunni er nú í Noregi að sækja Puma-þyrlu sem bætast mun í flugflota Gæslunnar um leið og veðurskilyrði verða til flugs yfir hafið. 9.11.2007 09:23
Saksóknari gagnrýnir Kastljósið Helgi Magnússon hjá efnhagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér greinargerð vegna fréttaskýringar sem birtist í Kastljósinu á miðvikudagskvöld. Telur hann umfjöllunin einhliða og villandi. 9.11.2007 09:20
Vilja alþjóðaflugvöll á Suðurlandi Samgöngunefnd Sambands sunnlenskra sveitarfélaga hvetur til þess að hafinn verði undirbúningur að gerð alþjóðaflugvallar á Suðurlandi. 9.11.2007 09:14
Þremur sleppt úr haldi eftir líkamsárás Þremur mönnum á fertugsaldri var sleppt úr haldi lögreglunnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi, að loknum yfirheyrslum vegna alvarlegrar líkamsárásar þar í bæ í fyrrinótt. 9.11.2007 07:47
Stórsmyglarar áfram í gæslu Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokallaða var framlengt um sex vikur í gær. Þeir munu því sitja inni til 20. desember. 9.11.2007 00:01
Smyglskútumenn í sex vikna gæsluvarðhald Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson og Guðbjarni Traustason, sem allir eru grunaðir um aðild að smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru í dag dæmdir í sex vikna gæsluvarðhald, fram til 20. desember. 8.11.2007 22:10
Launadeilur á RÚV hafa engin áhrif á Edduna „Hugsanlegar aðgerðir tæknimanna hjá RÚV myndi ekki hafa áhrif á útsendingu Edduverðlaunanna," segir Páll Guðmundsson trúnaðarmaður þeirra. 8.11.2007 20:34
Fundað um málefni orkufyrirtækjanna Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ héldu fjölmennan fund um málefni Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvíkurskóla í kvöld. Frummælendur á fundinum voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. 8.11.2007 23:12
Dómsmálaráðherra hitti varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sat ráðherrafund Schengen-ríkjanna í Brussel í dag. 8.11.2007 21:44
Tólf ára gamall drengur slasaðist í árekstri við bíl Tólf ára gamall drengur slasaðist þegar hann hjólaði harkalega á bifreið í Reykjanesbæ um klukkan tvö í dag. Drengurinn skall á bifreiðinni og mun hafa rotast en ekki skaðast að öðru leyti. Hann var ekki með reiðhjólahjálm. 8.11.2007 19:59
Bifreið brann í Engjaseli Bifreið brann til kaldra kola í Engjaseli rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin mannlaus þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru ekki kunn. 8.11.2007 19:43
Samgöngumiðstöð tilbúin eftir 18 mánuði Verkefnisstjórn um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli stefnir að því að hún verði tilbúin til notkunar eftir átján mánuði. 8.11.2007 19:00
Kárahnjúkavirkjun komin fram úr kostnaðaráætlun Kárahnjúkavirkjun er komin fram úr kostnaðaráætlun og munar nokkrum milljörðum króna. Nákvæmari tölu gefur Landsvirkjun ekki upp. 8.11.2007 18:45
Borgarráð vill samstarf við samkeppnisyfirvöld um lóðaúthlutanir Leitað verður eftir samvinnu við Samkeppniseftirlitið og önnur yfirvöld samkeppnismála um hvernig standa skal vörð um samkeppnissjónarmið við skipulag og úthlutanir lóða, samkvæmt tillögu borgarstjóra, sem samþykkt var í borgarráði í dag. 8.11.2007 18:30
Mannréttindi samþætt í utanríkisstefnuna Mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga, sagði utanríkisráðherra þegar hann gaf Alþingi skýrslu um utanríkismál í dag. Formaður Vinstri grænna segir sömu hernaðarhyggjuna og áður ráða áherslum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. 8.11.2007 18:30
Farbann vegna nauðgunarrannsóknar á Selfossi staðfest Hæstiréttur staðfesti farbann yfir Pólverja sem grunaður er um nauðgun á Selfossi fyrir tæpum tveimur vikum. 8.11.2007 17:26
Dómur yfir bílaþjófi mildaður Hæstiréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að stela bíl og keyra hann í klessu. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti eins og í héraðsdómi en í héraðsdómi voru þrír mánuðir af dómnum óskilorðsbundnir 8.11.2007 17:18
Milljóna tjón af völdum hraðahindrana Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni. 8.11.2007 17:15
Dómi vegna blygðunarbrots vísað heim í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt og sent heim í hérað dóm yfir karlmanni sem dæmdur var í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. 8.11.2007 17:09
Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8.11.2007 16:58
Tófan Birta aflífuð af lögreglu "Þetta var algjör óþarfi," segir Kristján Einarsson grenjaskytta á Flateyri en tófan Birta, sem hann hefur haft sem húsdýr í garði sínum frá því í vor, var aflífuð í gær. 8.11.2007 16:55
Sex mánaða fangelsi fyrir árás með glerflösku Hæstiréttur staðfesti í dag hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa slegið annan karlmann með glerflösku í andlitið þannig að hún brotnaði og fórnarlambið hlaut tvo alldjúpa skurði fyrir ofan vinstra auga. 8.11.2007 16:54
Kanna möguleika á þráðlausu háhraðaneti í borginni Samþykkt var á fundi borgarráðs í morgun sú tillaga borgarstjóra að fela þjónustuskrifstofu Reykjavíkurborgar að kanna möguleikann á þráðlausu háhraðaneti í Reykjavík. 8.11.2007 16:38
Félagasamtök barna með geðraskanir styrkt Jón Gnarr hleypti í dag af stokkunum verkefninu Þú gefur styrk sem er á vegum Sparisjóðsins og félagasamtaka barna og unglinga með geðraskanir. Jón hefur tekið þátt í starfi ADHD samtakanna, sem eru ein þeirra samtaka sem styrkt eru í ár. Samtökin eru til stuðnings fólki með athyglisbrest og ofvirkni. 8.11.2007 16:03
Norskir Vítisenglar: Með ljósmyndir af íslenskum lögregluþjónum í klúbbhúsinu Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru norskir Vítisenglar með ljósmyndir af íslenskum lögregluþjónum í einu af klúbbhúsum sínum í Noregi. 8.11.2007 15:55
Dagur og Bryndís ávarpa starfsfólk OR Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ætla á eftir að ávarpa starfsmenn OR í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Bæjarháls. Tilefnið eru þær hræringar sem átt hafa sér stað í tengslum við dótturfyrirtæki OR, Reykjavík Energy Invest. 8.11.2007 15:38
DV braut alvarlega gegn siðareglum BÍ Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að því þeirri niðurstöðu að DV hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins í umfjöllun um karlmann í blaðinu fjóra daga í ágúst og september síðastliðnum. 8.11.2007 15:13
Íbúðalánsjóður veitti 13.500 viðbótarlán á fimm árum Íbúðalánsjóður veitti alls 13.500 viðbótarlán vegna íbúðakaupa á árunum 1999 til 2004. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, alþingismanns, um félagslegar íbúðir og málefni íbúðalánasjóðs. 8.11.2007 14:30