Fleiri fréttir

Landsvirkjun skiptir yfir í dollara

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hættir að nota krónuna sem starfrækslumynt um áramót og skiptir yfir í bandaríkjadollar. Þetta gerist samhliða ákvörðun um að færa bókhald samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sem veldur því að heimsmarkaðsverð á áli hefur framvegis mun meiri áhrif á efnahag fyrirtækisins.

Útiloka ekki íkveikju á Grettisgötu

Enn er allt á huldu um eldsupptök í íbúðarhúsi við Grettisgötu í nótt, en rýma þurfti nokkur íbúðarhús í grendinni vegna reyks. Ekki er útilokað að kviknað hafi í af mannavöldum.

Geðheilsa ekki könnuð þegar veitt er skotvopnaleyfi

Geðheilsa manna er ekki könnuð þegar veitt er skotvopnaleyfi á Íslandi. Skilyrði fyrir slíku leyfi eru mjög svipuð á Íslandi og í Finnlandi. Tæplega þrettán þúsund og sjöhundruð einstaklingar eru með skotvopnaleyfi hér á landi.

Hraðakstur í Grænatúni

Brot 50 ökumanna voru mynduð í Grænatúni í Kópavogi í gær. Lögregla fylgdist með ökutækjum sem var ekið Grænatún í austurrátt. „Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 71 ökutæki þessa akstursleið og því ók mikill meirihluti ökumanna, eða 71%, of hratt eða yfir afskiptahraða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og friðargæslu í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í morgun. Þá sagði hún öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu.

Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur

Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum.

NATO veitti ekki heimild til fangaflugs

NATO veitti ekki heimild til fangaflugs. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi. Ráðherra hefur ákveðið að hlutast til um að þingmenn í utanríkisnefnd fái aðgang að NATO-skjölum.

Telur umhverfisáhrif vegna Bitruvirkjunar ekki umtalsverð

Umhverfisstofnun leggst ekki gegn Bitruvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa á Hengilssvæðinu og telur að með fullnægjandi mótvægisaðgerðum sé ekki líklegt að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði umtalsverð.

Franskar herþotur á Íslandi á næsta ári

Franskar flugsveitir verða staðsettar á Íslandi í fimm til sex vikur næsta vor. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi í morgun.

Vilja efla kristinfræðikennslu í grunnskólum

Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða.

Engan sakaði í eldsvoða á Grettisgötu

Nokkur íbúðarhús voru rýmd við Grettisgötu í nótt, eftir að eldur kom upp í húsi númer 61 við götuna og mikinn reyk lagði frá því. Engan sakaði

Ólafur Ragnar sendi Halonen samúðarkveðju

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju. Finnska þjóðin er felmtri slegin yfir atburðunum í Tuusula fyrr í dag þegar nemandi í menntaskóla myrti átta manns.

Forsætis- og umhverfisráðherra ósammála

Forsætisráðherra og umhverfisráðherra eru á öndverðum meiði varðandi hvort Íslendingar eigi að sækjast eftir sérákvæði í samningum um endurnýjun Kyoto samkomlagsins. Bæði eru þó sammála um að mikilvægast sé að fá stærstu mengunarþjóðirnar inn í samninginn.

Fundað um öryggis- og varnarmál

Á mánudaginn var fór fram fyrsti reglulegi samsráðsfundur embættismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Danmerkur um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og tóku þátt í honum embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að umfjöllunarefni fundarins hafi verið sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum.

Kviknaði í rafmagnstöflu í Vesturhúsum

Eldur kom upp í Vesturhúsum í Grafarvogi nú fyrir skömmu. Slökkvi´- og sjúkralið fór á vettvang en húsráðendum hafði tekist að slökkva eldinn sem kom upp í rafmangstöflu áður en liðið kom á vettvang. Skemmdir urðu litlar að því er virðist og enginn kenndi sér meins. Reykræsta þurfti húsið sem er tvíbýli.

Fokkerinn kominn til Reykjavíkur

Fokker-vélinni, sem nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi, var flogið aftur til Reykjavíkur nú síðdegis að viðgerð lokinni.

Lögregla varar við umferð um Mýrdalssand

Mikil snjókoma er nú á Mýrdalssandi og varar lögreglan á Hvolsvelli fólk við því að fara yfir sandinn á vanbúnum bílum. Tveir bílar hafa oltið á veginum í dag en ökumenn og farþegar sluppu blessunarlega án meiðsla.

Upptaka evrunnar ekki raunverulegur kostur

Upptaka evrunnar og innganga í Evrópusambandið er ekki raunverulegur kostur og nýtur ekki stuðnings að mati Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Þetta kom fram í máli hans í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag.

Menntamálaráðherra staðfestir milljónalaun útvarpsstjóra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra staðfesti í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að laun Páls Magnússonar útvarpsttjóra hefðu nær tvöfaldast með þeim skipulagsbreytingum sem gerðar hefðu verið á Ríkisútvarpinu fyrr á árinu. Þá var Ríkisútvarpið gert að opinberu hlutafélagi.

Leggst gegn Bitrunvirkjun

Skipulags- og byggingarnefnd Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn fyrirhugaðri Bitruvirkjun á Hengilssvæðinu þar sem hún er talin hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hveragerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis.

Ósvífin og siðlaus ákvörðun hjá bönkunum

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, vill láta kanna hvort bankar hafi lagalega heimild til að meina íbúðakaupendum að yfirtaka húsnæðislán. Segir hún að ákvörðun bankanna sé bæði ósvífin og siðlaus og bitni verst á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Mun hún ræða málið við viðskiptaráðherra.

Dæmdur hafnarstjóri heldur starfinu

Hafnarstjórinn á Raufarhöfn var í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag dæmdur til að greiða 150 þúsund krónur í ríkissjóð fyrir tollalagabrot. Hafnarstjórinn keypti 32 lítra af vodka af skipverjum togara sem lá í Raufarhafnarhöfn og kom fyrir í áhaldahúsi bæjarins.

Happanærur og keðjutölvupóstar vinsælust

Happa nærbuxur og áframsending keðjutölvupósta eru meðal vinsælustu hjátrúum Breta. Meira en helmingur þeirra sem tóku þátt í nýrri rannsókn segja að þeir trúi því að ef þeir fylgi sérstökum hefðum verði þeir heppnir, eða komist hjá óheppni. Hjátrú í sambandi við Internetið og drykkju er meira áberandi hjá yngra fólki samkvæmt rannsókninni.

Ljósastaurar standast ekki Evrópustaðla

Ljósastaurar við vegi eins og Reykjanesbraut, Vesturlandsveg og víðar standast ekki Evrópustaðla. Þeir eru taldir hættulegir og hafa aldrei verið árekstrarprófaðir.

Vill að Ísland sækist eftir undanþáguákvæði í komandi loftlagssamningum

Íslensk stjórnvöld eiga að freista þess að fá aftur undanþáguákvæði vegna takmarkana á losun gróðurhúsaloftegunda þegar loftlagssamningur Sameinuðu þjóðanna verður endurnýjaður árið 2012. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Lífrænum loðdýraúrgangi breytt í útflutningsverðmæti

Íslensk loðdýrarækt breytir sjö þúsund tonna úrgangi í fimmhundruð milljóna króna útflutningsverðmæti, segja loðdýrabændur. Þeir segja aðgerðir umhverfissinna gegn loðdýrabúum í Evrópu aðeins hrekja slíkan rekstur til ríkja þar sem eftirlit er ekkert.

Þegar farnir að krefjast hæstu vaxta

Sparisjóðir og Frjálsi fjárfestingarbankinn eru þegar farnir að krefjast hæstu vaxta ef íbúðalán með 4,15 prósenta vöxtum skipta um hendur vegna íbúðakaupa eins og Kaupþing hefur boðað frá og með næstu mánaðamótum.

Mikill skilningur og vilji en engar efndir

„Þeir lýstu yfir miklum skilningi á málinu, sögðu að það skorti ekki vilja og að þetta væri ágæt áminning um hvert vandamálið væri. Mín túlkun er sú að í krafti þessara yfirlýsinga þá hljóti þeir að bregðast við," segir Gylfi Páll Hersir, stjórnarmaður í Aðstandendafélagi heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli, um fund með fjárlaganefnd í morgun vegna vanda hjúkrunarheimila landins.

Eins og að stela DVD úr verslun

Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu.

Ökumenn taka ekki tillit til forgangsakreina Strætó

Lagt er til að forgangsakreinar fyrir strætisvagna og leigubíla verði sérstaklega skilgreindar í umferðarlögum samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi. Töluvert hefur borið á því að ökumenn taki ekki tillit til þesara akreina. Verði frumvarpið samþykkt munu þeir ökumenn sem nýta sér akreinarnar í heimildarleysi verða sektaðir.

Halldór vill meira samstarf við Rússa

Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar segir að Norðurlöndin verði að finna leiðir til að hafa Rússa með í samstarfinu á Eystrasaltssvæðinu.

Olíuleki út frá pakkningu leiddi til þess að þrýstingur féll

Fokker-flugvél Flugfélags Íslands, sem þurfti nauðlenda á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöld, heldur til Reykjavíkur síðar í dag. Í ljós hefur komið að olíuleiki út frá pakkningu varð þess valdandi að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli vélarinnar féll skömmu eftir að hún lagði upp frá Egilsstöðum.

Sjá næstu 50 fréttir