Sýknuð af því að sparka í punginn á Prófastinum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 9. nóvember 2007 12:19 Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi," eftir atlöguna. Málsatvik voru með þeim hætti að maðurinn sem varð fyrir sparkinu hafði ætlað sér að stöðva ósætti á milli konunnar og unnustu sinnar inni á Prófastinum. Hin ákærða sagði rétt að maðurinn hafi ætlað sér að stöðva ósætti á milli sín og vinkonu sinnar sem er unnusta mannsins. Hann hafi því tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að vegg. Við þessar aðfarir sagðist konan hafa fengið köfnunartilfinningu og að hún hafi „spriklað" með þeim afleiðingum að hún hefði óvart sparkað í klof árásarþola. Maðurinn hafi þá losað um takið og í kjölfarið var þeim hent út af staðnum. Maðurinn neitaði hins vegar staðfastlega að hafa tekið um kverkar konunnar. Hann sagðist hafa hitt hana síðar um helgina og krafist þess að hún bæði sig afsökunar. Hún neitaði því og í kjölfarið ákvað hann að kæra atvikið til lögreglu. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að pungspyrnan hafi verið framin af yfirlögðu ráði. „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ósannað að fyrir ákærðu hafi vakað að sparka í klof kæranda, heldur hafi verið um að ræða ósjálfráð viðbrögð af hennar hálfu við hálstaki kæranda," segir í niðurstöðu dómsins. Þá átelur dómari að ákæra hafi ekki verið gefin út í málinu fyrr en rúmu ári eftir að rannsókn lögreglu lauk auk þess sem sá dráttur hafi ekki verið skýrður á viðhlítandi hátt. Maðurinn hafði krafist 350 þúsund króna í skaðabætur en dómari vísaði þeirri kröfu frá og auk þess sem ákærða er sýkn sakar. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Kona var sýknuð af ákæru um líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún var sökuð um að hafa í júlí 2005 sparkað í klof manns á skemmtistaðnum Prófastinum í Vestmannaeyjum. Í ákæru segir að sparkið hafi verið svo fast að maðurinn sem fyrir því varð hafi misst andann, hnigið niður í gólfið og „pissað blóðlituðu þvagi," eftir atlöguna. Málsatvik voru með þeim hætti að maðurinn sem varð fyrir sparkinu hafði ætlað sér að stöðva ósætti á milli konunnar og unnustu sinnar inni á Prófastinum. Hin ákærða sagði rétt að maðurinn hafi ætlað sér að stöðva ósætti á milli sín og vinkonu sinnar sem er unnusta mannsins. Hann hafi því tekið hana hálstaki og ýtt henni upp að vegg. Við þessar aðfarir sagðist konan hafa fengið köfnunartilfinningu og að hún hafi „spriklað" með þeim afleiðingum að hún hefði óvart sparkað í klof árásarþola. Maðurinn hafi þá losað um takið og í kjölfarið var þeim hent út af staðnum. Maðurinn neitaði hins vegar staðfastlega að hafa tekið um kverkar konunnar. Hann sagðist hafa hitt hana síðar um helgina og krafist þess að hún bæði sig afsökunar. Hún neitaði því og í kjölfarið ákvað hann að kæra atvikið til lögreglu. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að pungspyrnan hafi verið framin af yfirlögðu ráði. „Að öllu framangreindu virtu telur dómurinn ósannað að fyrir ákærðu hafi vakað að sparka í klof kæranda, heldur hafi verið um að ræða ósjálfráð viðbrögð af hennar hálfu við hálstaki kæranda," segir í niðurstöðu dómsins. Þá átelur dómari að ákæra hafi ekki verið gefin út í málinu fyrr en rúmu ári eftir að rannsókn lögreglu lauk auk þess sem sá dráttur hafi ekki verið skýrður á viðhlítandi hátt. Maðurinn hafði krafist 350 þúsund króna í skaðabætur en dómari vísaði þeirri kröfu frá og auk þess sem ákærða er sýkn sakar.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira