Reykjanesbær getur ekki keypt meirihluta í HS 9. nóvember 2007 12:35 Heitar umræður urðu á opnum fundi um málefni Hitaveitu Suðurnesja í gærkvöldi. Forstjóri fyrirtækisins segir hugmyndir um að Reykjanesbær kaupi meirihluta í fyrirtækinu gangi ekki upp. Málefni Hitaveitu Suðurnesja hafa verið mál málanna undanfarnar vikur á Suðurnesjum. Undirskriftalisti var settur í gang og óhætt er að segja að ekkert málefni hafi verið jafn tilfinningatengt í langan tíma í Reykjanesbæ. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitunnar, sló það alveg út af borðinu á fundi sem haldinn var í gærkvöld að Reykjanesbær gæti keypti meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja og sagðist jafnframt ekki hræðast einkaaðila í þessu máli. Hann benti á að fyrirtæki með sjö milljarða í árlegar tekjur borgaði skki slíkan arð árlega um langt árabil meðan verið væri að greiða lán vegna kaupanna. Hann sagði vandamálið einfalt. Verðmat fyrirtækisins sem komið hafi fyrst í útboði á hlut ríkisins í félaginu og svo með með prútti aðila á eftir væri langt umfram það sem núverandi rekstur veitunnar stæði undir, jafnvel þótt reiknað væri með mikilli íbúafjölgun og virkjunum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði að bærinn hefði góð tök á málinu og að hann hræddist ekki framvinduna. Hitaveitan myndi styrkja og eflast. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, var skýr í sínu máli og sagði markmið Geysis Green einföld. „Við mátum það afar mikilvægt fyrir það sem við værum að gera að hafa þann aðgang að þekkingu jarðhitaiðnaðarins á Íslandi til þess að geta nýtt hann í okkar tækifærum erlendis," sagði Ásgeir. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Heitar umræður urðu á opnum fundi um málefni Hitaveitu Suðurnesja í gærkvöldi. Forstjóri fyrirtækisins segir hugmyndir um að Reykjanesbær kaupi meirihluta í fyrirtækinu gangi ekki upp. Málefni Hitaveitu Suðurnesja hafa verið mál málanna undanfarnar vikur á Suðurnesjum. Undirskriftalisti var settur í gang og óhætt er að segja að ekkert málefni hafi verið jafn tilfinningatengt í langan tíma í Reykjanesbæ. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitunnar, sló það alveg út af borðinu á fundi sem haldinn var í gærkvöld að Reykjanesbær gæti keypti meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja og sagðist jafnframt ekki hræðast einkaaðila í þessu máli. Hann benti á að fyrirtæki með sjö milljarða í árlegar tekjur borgaði skki slíkan arð árlega um langt árabil meðan verið væri að greiða lán vegna kaupanna. Hann sagði vandamálið einfalt. Verðmat fyrirtækisins sem komið hafi fyrst í útboði á hlut ríkisins í félaginu og svo með með prútti aðila á eftir væri langt umfram það sem núverandi rekstur veitunnar stæði undir, jafnvel þótt reiknað væri með mikilli íbúafjölgun og virkjunum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði að bærinn hefði góð tök á málinu og að hann hræddist ekki framvinduna. Hitaveitan myndi styrkja og eflast. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, var skýr í sínu máli og sagði markmið Geysis Green einföld. „Við mátum það afar mikilvægt fyrir það sem við værum að gera að hafa þann aðgang að þekkingu jarðhitaiðnaðarins á Íslandi til þess að geta nýtt hann í okkar tækifærum erlendis," sagði Ásgeir.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira