Innlent

Fjörutíu daga fangelsi fyrir bílstuld og ölvunarakstur

MYND/Guðmundur

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í morgun dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir að hafa stolið bíl á Selfossi og ekið honum drukkinn og án ökuréttinda áleiðis til Reykjavíkur uns lögregla stöðvaði hann.

Þá var hann jafnframt sektaður um 100 þúsund krónur og sviptur ökurétti ævilangt. Maðurinn var færður fyrir dóm eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum og játaði hann þar brot sitt. Í ljósi sakaferils mannsins þótt rétt að dæma hann í óskilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×