Fleiri fréttir

Vill markvisst átak fyrir lesblind börn

Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði Reykjavíkurborgar, vill að að fræðsluyfirvöld í Reykjavík fari í markvisst átak til að mæta þörfum lesblindra barna í grunnskólum.

„Við hengjum ykkur bæði“

Aðalmeðferð í máli lögreglustjórans á höfuðborgarsv æðinu gegn Steingrími Njálssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Steingrími er gefið að sök að hafa hótað Illuga Jökulssyni, fyrrverandi ritstjóra DV lífláti þegar hann talaði inn á talhólf í síma hans. Steingrímur neitar sök í málinu og segist ekki vera maðurinn á upptökunum. „Ég ætla að slátra ykkur,“ og „Við hengjum ykkur bæði,“ var á meðal þess sem hótað var.

Úrhelli víða við það að slá met

Úrhellisrigning suðvestanlands er víða nærri því að slá met og í Bláfjöllum jafngildir úrkoman níu sentímetra djúpu vatni yfir allt.

Vatnsendalóðir með fyrirvara að falla á tíma

Í frétt frá Kópavogsbæ um athugasemdir Skipulagsstofnunnar um úthlutanir á byggingarrétti í Vatnsendahlíð segir að eftirfarandi setning sé í öllum auglýsingum: "Byggingarétti á lóðum verður úthlutað með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags." Jafnframt er vakin athygli á að athugasemd Skipulagsstofnunnar komi fáeinum klukkustundum áður en umsóknarfrestur um úthlutun rennur út.

Auka útgjöld vegna vettvangsferða

Auka þarf útgjöld til vettvangsferða í skólum Reykjavíkur um tugi milljóna króna svo ferðirnar leggist ekki af. Menntaráð Reykjavíkur hefur falið fræðslustjóra að gera ráð fyrir þessari aukningu í næstu fjárhagsáætlun.

Byggðakvóti félagsleg aðstoð við forríkt fólk

Kristinn Pétursson, fyrrverandi fiskverkandi á Bakkafirði, segir að byggðakvótinn þar hafi verið afhentur þeim sem áttu mikinn kvóta fyrir og þannig verið félagsleg aðstoð við forríkt fólk. Úthlutun byggðakvótans hafi splundrað samfélaginu þar í frumeindir.

Lögmæti stjórnarfundar OR orkar tvímælis

Lögmæti hins afdrifaríka stjórnarfundar í Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudaginn orkar tvímælis segir Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður. Á fundinum var samruni orkuútrásarfyrirtækjanna samþykktur. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórninni, íhugar að kæra fundinn og fá niðurstöðu hans hnekkt.

Mótmæla veru Íslands í NATO

Ungliðahreyfing Vinstri - grænna hyggst standa fyrir friðsömum mótmælum við Laugardalshöllina í fyrramálið en þar fer nú fram ársfundur NATO-þingsins.

Fimmtándi Litháinn í haldi lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær fimmtánda Litháann sem talinn er tengjast umfangsmiklum þjófnaði í verslunum hér á landi. Sá var handtekinn eftir húsleit lögreglu í austurbænum en þar lagði lögregla hald á enn meira þýfi.

Ákærður fyrir rán með kveikjarabyssu

Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ræna 10/11 verslun. Maðurinn fór inn í verslunina sem staðsett er við Barónstíg í Reykjavík vopnaður kveikjarabyssu, sem leit út fyrir að vera skotvopn.

Byggingarréttur á röngum forsendum

Með hagsmuni almennings að leiðarljósi vill Skipulagsstofnun vekja athygli á að auglýsing á vegum Kópavogsbæjar og Símans, sem birst hefur að undanförnu í fjölmiðlum um úthlutun á byggingarrétti fyrir íbúðarhús í Vatnsendahlíð í Kópavogi, byggir á röngum forsendum. Í auglýsingunni og á vefsíðunni kopavogurlodir.is, lítur út sem svæðið sé skipulagt fyrir íbúðarbyggð. Svo er ekki þar sem svæðið er skipulagt sem vatnsverndarsvæði.

Ákærður fyrir að aka of hægt

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöld afskipti af ökumanni á Hafnargötunni í Reykjanesbæ sem ók svo hægt að lögregla mat það svo að hann væri að tefja umferð vísvitandi.

Íslendingum meinað að koma inn í Bandaríkin vegna gamalla dóma

Sakaskrá margra Íslendinga virðist með einhverjum hætti hafa ratað í hendur bandarískra stjórnvalda að sögn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna. Dæmi eru um að íslenskum ríkisborgurum sé meinað að koma inn í Bandaríkin vegna áratuga gamalla dóma að hennar sögn.

Segir álver ekki munu hafa óafturkræf umhverfisáhrif

Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík, með fyrirvara um umhverfisáhrif tengdra framkvæmda, muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfi eða samfélag.

Þinglýstum kaupsamningum fjölgar um 90% milli ára

Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir fjölgaði um 90 prósent hjá sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu í september í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins.

Vorum bestu vinir þangað til hann byrjaði í neyslu

Guðjón Guðmundsson lést í fangelsi í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Hann var einungis 32 ára gamall. Bróðir hans, Brynjar Karl Guðmundsson, hefur sett upp svokallaða MySpace síðu til að minnast hans.

Kærir boðun eigendafundar í Orkuveitunni

Svandís Svavarsdóttir, borgarulltrúi Vinstri grænna og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að kæra boðun eigendafundar í Orkuveitunni í fyrradag.

Heimdellingar vilja selja hlut Orkuveitunnar

Nýkjörin stjórn Heimdallar hvetur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að vinna að því að hlutur Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest, sem er rúm 35 prósent, verði seldur.

Grjóthrun í Súðarvíkurhlíð

Grjót hrundi á veginn í Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur í nótt. Þetta gerðist á nokkuð löngum kafla og er rakið til rigninga.

Lettunum var þrælað út

Lettarnir þrettán, sem nú eru undir verndarvæng Starfsgreinasambandsins á meðan lögregla rannsakar meint brot GT verktaka á þeim, fengu aðeins 135 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir tólf stunda vinnudag og sex daga vinnuviku, samkvæmt upplýsingum Starfsgreinsambandsins. Í ályktun þings Sambandsins segir að í ljós hafi komið að yfirlýsingar og loforð sem vinnuveitendur mannanna gáfu Vinnumálastofnun nýverið, séu einskis virði.-

Hefur ekkert breyst í Orkuveitunni?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veltir fyrir sér raunum minnihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á bloggsíðu sinni í kvöld. Björn spyr hvort minnihlutinn eigi nú, líkt og hann átti þegar hann var í minnhluta sömu stjórnar, erfitt með að fá upplýsingar um það sem sé að gerast hjá fyrirtækinu.

Ólafur Ragnar sat í heiðursstúku við hlið forseta Kína á Special Olympics

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú fylgdust í dag með keppni íslensku þátttakendanna á Special Olympics í Shanghai og heimsóttu keppnisstaði. Í kvöld tóku þau þátt í sérstakri fjölskylduhátíð sem haldin var til heiðurs íslensku keppendunum, fjölskyldum þeirra, þjálfurum og fararstjórum Íþróttasambands fatlaðra.

Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði

Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus.

Íhugar einkarekin fangelsi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi.

Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ

Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu.

Milljarðaáhætta Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur leggur milljarða króna að veði í gegnum Reykjavík energy invest. Bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ sakar borgarfulltrúa Reykjavíkur um að fórna Hitaveitu Suðurnesja í útrásinni og vill að Reykjanesbær kaupi hið nýsameinaða orkuútrásarfélag út úr Hitaveitunni.

Erlend glæpagengi ræna verslanir hér á landi

Erlend glæpagengi ræna íslenskar verslanir með skipulögðum hætti segir formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Útlendir þjófar eru stórtækari en Íslendingar, sem stela hins vegar mun oftar en útlendingar. Öryggisfræðingur náði að stela fyrir hundrað þúsund krónur úr fimm búðum á hálftíma.

Gjaldkeri ÍA grunaður um fjárdrátt

Gjaldkeri ÍA hefur látið af störfum eftir að upp komst um fjármálamisferli af hans hálfu. Grunur leikur á að hann hafi dregið sér milljónir úr sjóðum félagsins um nokkurra ára skeið.

Heimsókn Önnu Jóhannsdóttur af allt öðrum toga

Gréta Gunnarsdóttir, alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir regin mun vera á heimsóknum Bjarna Vestmann og Önnu Jóhannsdóttir til Sri Lanka. Vefmiðillinn Eyjan sagði frá því fyrr í dag að Anna, sem er yfirmaður íslensku friðargæslunnar hafi farið í samskonar ferð og Bjarni fyrir réttu ári síðan.

Jónína Benediktsdóttir fær 500 þúsund í skaðabætur

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediktsdóttur hálfa milljón króna í miskabætur. Að auki var ritstjórunum gert að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.

Tilefni til lögreglurannsóknar

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir að tilefni sé til lögreglurannsóknar reynist það rétt að enn sé boðið upp á einkadans á Goldfinger í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er enn hægt að kaupa sér einkadans á staðnum þrátt fyrir að það sé klárt lögbrot.

Kennt að flá og elda kött í Bónus

Í verslunum Bónus er nú hægt að kaupa tímaritið INN sem sagt er vera fyrir húseigendur. Það hefur hinsvegar vakið athygli þeirra sem keypt hafa INN að í því er kennt að flá, brytja niður og elda ketti.

Vilja þyrlubjörgunarsveit á Akureyri

Níu þingmenn úr Norðausturkjördæmi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis að Landhelgisgæslan haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri.

Lögreglan fylgist með veitingastöðum en vissi ekki af einkadansi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti skipulögðu eftirliti með veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu en embættið eltir ekki fréttir fjölmiðla. Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í frétt Vísis þess efnis að einkadans sé enn stundaður á nektarstaðnum Goldfinger í Kópavogi þrátt fyrir að blátt bann liggi við því.

Keilir kaupir tvær skólabyggingar á gamla varnarsvæðinu

Keilir - miðstöð vísinda, færða og atvinnulífs keypti í dag tvær byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, annars vegar stóra skólabyggingu sem áður hýsti menntaskóla varnarliðsins og hins vegar leikskóla.

Ekkert til fyrirstöðu að Securitas reki fangelsi

Securitas telur ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið reki fangelsi hérlendis ef slíkt verður talið hagkvæmt í framtíðinni. "Við sérhæfum okkur í rekstri á ýmiskonar öryggisgæslu," segir Trausti Harðarson forstjóri Securitas en sem kunnugt er af fréttum hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýst því yfir að ekki sé óeðlilegt að taka upp umræðu um hvort einkarekstur á fangelsum komi til greina hér á landi.

Tveir Litháar til viðbótar í gæsluvarðhald

Lögreglan hefur farið fram á að tveir af þeim sjö Litháum sem handteknir voru í gær fyrir stórfellda skipulagða þjófnaði víða um borgina verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fjórir hafa verið dæmdir í farbann og einum hefur verið sleppt.

Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar

Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC.

Sjá næstu 50 fréttir