Fleiri fréttir

Keflavíkurflugvöllur undir samgönguráðuneyti fyrir áramót

Varnarmál Íslands eiga heima í utanríkisráðuneytinu að mati utanríkisráðherra sem kynnti verkefni ráðuneytisins í utanríkismálanefnd í gær. Keflavíkurflugvöllur verður færður undan utanríkisráðuneytinu til samgönguráðuneytisins fyrir áramót.

HS að renna úr greipum Suðurnesjamanna

Hitaveita Suðurnesja er að renna okkur úr greipum, segir Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Hið sameinaða félag Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy á nú tæpan helming í Hitaveitunni og fer með forræði yfir félaginu, segir Guðbrandur.

Réðst á mann á Kaffi Viktor

Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir að ráðast á 38 ára gamlan mann í febrúar síðastliðnum á skemmtistaðnum Kaffi Viktor í Reykjavík.og brjóta á honum hendina. Árásarþolinn handleggsbrotnaði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Brim segir aðstæður á Akureyri illþolanlegar

"Aðstæðurnar sem okkur eru skapaðar á Akureyri í dag eru illþolanlegar fyrir þróttmikla starfsemi hvort sem hún tengist sjávarútvegi eða öðrum atvinnugreinum og veldur slagsíðu sem er óþörf með öllu og einungis til trafala," segir í niðurlagi yfirlýsingar sem Brim hefur sent frá sér vegna "endurtekinna hrópa" um starfsemi fyrirtækisins í bænum.

Bjarni verður ekki skipaður í eftirlitssveitina á Sri Lanka

Bjarni Vestmann, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu var staddur á Sri Lanka til þess að kynna sér starfssemi og vinnuaðstæður norrænu vopnaeftirlitssveitanna í landinu. Til stóð að tilnefna hann í stöðu hjá sveitunum en af því verður ekki vegna þess að hann hitti leiðtoga Tamíltígrana án heimildar frá ráðuneytinu.

Ráðherra boðar afnám stimpilgjalda

Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum verða afnumin á yfirstandandi kjörtímabili og persónuafsláttur hækkaður. Þetta kom fram í máli Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, á Alþingi í morgun. Þá verða skattar á fyrirtæki einnig lækkaðir.

Blóðbankinn þarf meira blóð

Enn er þörf á blóðgjöfum Blóðbankann meðal annars vegna aðgerða, slysa og sjúkdóma. Fram kemur í tilkynningu frá Blóðbankanum að um 200 manns hafi í gær sinnt ákalli bankans um blóðgjöf en vegna mikillar notkunar á blóðhlutum síðustu daga sé enn meiri þörf á blóði.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað í verslunum og fyrir að nyta matar á tveimur veitingastöðum án þess að greitt fyrir hann.

Gæsluvarðahaldsfangar verða vistaðir á lögreglustöðvum

Allir gæsluvarðhaldsklefar landsins eru uppteknir í kjölfar þess að sjö litháar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Síðar í dag kemur í ljós hvort sjö félagar þeirra til viðbótar verði einnig settir í gæsluvarðhald.

Nærri 750 þúsund farþegar á fyrstu níu mánuðum ársins

Tæplega 750 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt Hagvísum Hagstofunnar. Þetta er rúmlega níu prósentum fleiri farþegar en á sama tímabili í fyrra, en þá voru farþegarnir 686 þúsund.

Skortur á flugmönnum gæti skapað vanda í flugi

Tilfinnanlegur skortur er á flugmönnum og tæknimönnum í Asíu, Afríku, Austur-Evrópu og Rússlandi og ef ekki verður tekið á honum er ljóst að áhætta skapast í flugi. Þetta kom fram í máli Williams R. Voss, framkvæmdastjóra Flight Safety Foundation, á alþjóðlegri flugöryggisráðstefnu sem lýkur í dag.

Litháar enn í gæsluvarðhaldi

Sjö Litháar eru enn í gæslu lögreglunnar fyrir utan þá sjö landa þeirra, sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á umsvifamiklu búðahnupli. Lögregla ákveður fyrir hádegi hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim líka. Margskonr varningur fanst í fórum mannanna og leikur grunur á að þeir hafi ætlað að flytja þýfið úr landi.-

Ísland eitt besta rafmagnsbílaland í heimi

Forstjóri eins stærsta orkufyrirtækis landsins telur að Ísland sé eitt besta rafmagnsbílaland í heimi. Olía sé þó ennþá ódýrari kostur. Við höfum sagt frá því að bíll á Akureyri, sem er einn af áttatíu og fjórum í heiminum, notast að mestu við heimilisrafmagn sem orkugjafa.

Ríkið makað krókinn

Ríkið hefur makað krókinn með skattheimtu síðustu 10 árin segir framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Hann segir loforð forsætisráðherra um frekari skattalækkanir verða að skila sér til allra. Starfsgreinasambandið vilji fremur sjá hækkaðar bætur.

Reykingabann veldur ólátum

Veitingamenn í miðborginni segja illa skipulagt reykingabann helstu orsök óláta í miðborginni að undanförnu. Sala á bjór og áfengi til veitingastaða hefur dregist saman um fimmtán prósent frá því bannið tók gildi.

Hagstjórn í molum og spár út í hafsauga

Formaður Vinstri grænna segir hagstjórnina í molum og efnahagsspár út í hafsauga. Formaður Framsóknarflokksins segir að of langt hafi verið gengið í niðurskurði þorskheimilda og mótvægisaðgerðir stjórnvalda séu ómarkvissar.

Orkurisar sameinast

Nýtt og öflugt félag í orkugeiranum varð til í dag þegar Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy voru sameinuð. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur staðfesti samkomulagið nú síðdegis eftir átakafund. Fulltrúi minnihlutans gagnrýndi harðlega að þurfa að taka afstöðu til þessa stóra máls á þremur klukkustundum.

Ætti að fjölga en ekki fækka í Írak

Siv Friðleifsdóttir segir utanríkisráðherra hafa sent alröng skilaboð með heimkvaðningu friðargæsluliða í Írak og nær hefði verið að fjölga þar í liði Íslendinga. Um stefnubreytingu sé að ræða í íslenskum utanríkismálum, sem utanríkisráðherra kannast hins vegar ekki við.

200 gáfu blóð í dag

Alls svöruðu 200 manns kalli Blóðbankans í dag og gáfu blóð. Vegna sjúkdóma, bráðra veikinda, aðgerða og slysa á síðustu dögum og vikum var mikil þörf á blóðhlutum í bankanum og bað Blóðbankinn því í morgun blóðgjafa um að leggja sitt af mörkum.

Alþjóðlegur landgræðsluskóli á Íslandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðar­háskóla Íslands, undirrituðu í dag þriggja ára verksamning um uppbyggingu alþjóðlegs landgræðsluskóla til þjálfunar fólks frá þróunarríkjum í landgræðslu og jarðvegsvernd.

Áætlað virði sameinaðs félags 60-70 milljarðar

Áætlað virði sameinaðs félags Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy verður á bilinu 60- 70 milljarðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur í dag þar sem greint var frá sameiningu félaganna.

Sjö Litháar í gæsluvarðhald vegna þjófnaðar

Sjö af þeim fjórtán Litháum, sem handteknir hafa verið vegna umfangsmikils þjófnaðar á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir voru gripnir í gærkvöld og hafa verið yfirheyrðir vegna málsins í dag.

Svigrúm verði fyrir launahækkanir fyrir leikskólastarfsmenn

Fulltrúar minnihlutans í leikskólaráði borgarinnar beina því til borgarráðs að í launaáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir svigrúmi til að nýta ákvæði gildandi kjarasamninga við bæði leikskólakennara sem og annað starfsfólk leikskólanna.

Vilja að ráðherra víki úr þingsæti

Fjórir þingmenn hafa lagt fram frumvarp til stjórnarskipunarlaga á Alþingi þessa efnis að þingmaður sem skipaður er ráðherra skuli víkja úr þingsæti á meðan á ráðherradómi stendur. Skal varamaður taka sæti ráðherrans á Alþingi samkvæmt frumvarpinu.

Sýknaður af ákæru um að hafa ekið á konu

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa ekið bifreið án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður og fyrir að hafa vanvirt gangbrautarrétt og ekið á konu sem var á leið yfir gangbrautina þannig að hún lærbrotnaði.

Þörf á samstilltum umbætum á hagstjórninni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir þörf á samstilltum umbætum á hagstjórninnni til að tryggja stöðugleika í efnhagslífinu. Þetta kom fram í máli Ingibjargar í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. Hún segir ójafnvægi hafa einkennt hagstjórnina.

Félag kráareigenda komið á koppinn

Veitingamenn í miðborg Reykjavíkur hafa stofnað með sér samtök undir nafninu Félag kráareigenda. Markmið félagsins er að gera miðborgina skemmtilegri og öruggari. Kráareigendur telja að stofnun félagsins geti auðveldað allt samstarf við aðra hagsmunaðila á svæðinu, borgaryfirvöld, íbúa, fyrirtæki og lögreglu og gert það markvissara og skipulegra en nú er.

Fjórtán Litháar í haldi vegna þjófnaða í borginni

Fjórtán Litháar sem taldir eru tengjast umfangsmiklum þjófnaði úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu eru nú í haldi lögreglunnar. Sjö þeirra voru handteknir í gærkvöld og hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Hinir sjö voru handteknir í morgun og á eftir að taka ákvörðun um það hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.

Krónan er ekki böl

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir umræðuna um krónuna á villigötum og að krónan sé ekki sérstakt böl á íslenska hagkerfinu. Þetta kom fram í máli ráðherra í utandagskráumræðu á Alþingi í dag.

Salmonella finnst í nagbeini

Salmonella greindist í nagbeini úr svínslegg sem var til sölu í gæludýrabúðinni Tokyo í Hafnarfirði. Salmonellan kom í ljós við reglubundið eftirlit Landbúnaðarstofnunar með gæludýrafóðri. Gæludýraeigendur sem gætu hafa keypt bein úr sömu sendingu eru beðnir um að skila þeim eða farga.

Gagnrýnir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar í þorskkvóta ná ekki til sjómanna og hjálpa fiskvinnslufólki og útgerðum lítið. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, í utandagskráumræðu á Alþingi í dag. Hann efast um að boðaðar aðgerðir dugi til að leysa vandann.

Óskað eftir að selja og kaupa ýmsar eignir

Stóðhestastöðin í Gunnarsholti og húsakynni Fangelsismálastofnunar og Vegagerðarinnar í Borgartúni eru meðal eigna ríkisins sem óskað er eftir heimild til að selja í nýju fjárlagafrumvarpi. Þá er óskað eftir heimild til að selja hluta af landsvæðum ríkisins við Litla-Hraun og ráðstafa andvirðinu til endurbóta á fangelsinu.

Varar við gengdarlausum viðskiptahalla

Hagstjórnin er í molum og allar hagspár ómarktækar að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í máli hans í utandagskráumræðu um horfur í efnhagsmálum og hagstjórn á Alþingi í dag. Hann varar við gengdarlausum viðskiptahalla. Staða þjóðarbúsins aldrei verið betri segir forsætisráðherra.

Björn opinn fyrir einkareknum fangelsum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki óeðlilegt, að þeirri spurningu sé velt fyrir sér, hvort stofna eigi með samningi til samstarfs við einkaaðila um byggingu og jafnvel rekstur fangelsa. Þessi orð lét ráðherrann falla í ávarpi sínu á Kvíabryggju í dag er kynnt var þar fjölgun á rýmum úr 14 og í 22.

Stærri Lagarfossvirkjun vígð

Nýr áfangi Lagarfossvirkjunar verður vígður á laugardaginn kemur. Hornsteinn að virkjuninni verður lagður af fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen. Nýji áfanginn stækkar Lagarfossvirkjun úr 8 MW í rúm 28 MW og orkuframleiðsla RARIK samstæðunnar tvöfaldast, að því er fram kemur í tilkynningu.

Framsóknarmenn gagnrýna Ingibjörgu

Framsóknarmenn gagnrýndu utanríkisráðherra harðlega á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Telja þeir að ákvörðun ráðherra um að draga starfsmann friðargæslunnar í Írak til baka sendi röng skilaboð út í alþjóðasamfélagið. Eðlileg ákvörðun segir varaformaður nefndarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir