Innlent

Sterkar vísbendingar um minnkandi fiskneyslu

Fiskneysla landsmanna er minni en æskilegt væri, samkvæmt könnun Matís, og sterkar vísbendingar eru um að hún muni fara enn minkandi.

Þá ályktun má draga af því að fiskneysla er meiri eftir því sem fólk er eldra. Auk þess borða þeir sem eldri eru fleiri fisktegundir en þeir yngri. Könnunin náði til neytenda á bilinu 17 til 49 ára. Fólk á aldrilnum 17 til 29 ára borðar fisk rúmlega einu sinni í viku en stór hluti sama hóps borðar skyndibita oftar en tvisvar í viku.

Fólk á aldrinum 40 til 49 borðar fisk næstum tvisvar oftar en yngra fólkið, eða rétt tæplega tvisvar í viku. Fiskneysla er á greinilegu undanhaldi samanber það að tíu prósent fólks á aldrinum 17 til 29 ára borðar fisk sjaldnar en einu sinni i mánuði, eða janfvel aldrei, samanborið við innan við tvö prósent í eldri hópnum.

Ýsa er langvinsælasti fiskurinn hér á landi. Það helgast meðal annars af því að flestir lærðu fyrst að borða ýsu því fiskverkendur héldu henni að landanum til að geta flutt allan þorskinn út. Hann gaf mun meira í aðra hönd en ýsan á erlendum mörkuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×