Fleiri fréttir Vegaframkvæmdum upp á 6,6 milljarða króna flýtt Ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún ætlar að flýta framkvæmdum í vegagerð upp á 6,6 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þetta er gert til að mótvægis við skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári. 10.7.2007 12:01 Dómsmálaráðherra vill að Valgerður skýri ummæli sín Dómsmálaráðherra vill að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skýri ummæli sín um Baugsmálið betur. Valgerður sagði í blaðaviðtali að hún hefði upplifað hvernig sjálfstæðismenn töluðu um Baugsmenn og rannsaka þyrfti upphaf og tilurð málsins. 10.7.2007 11:45 Skattalækkanir skila sér ekki til neytenda Lækkanir á virðisaukaskatti hafa ekki skilað sér til neytenda samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Á tímabilinu mars til maí hefur verð þvert á móti farið hækkandi og þá mest um 4,6 prósent í verslunum Krónunnar. Aðeins í Nettó lækkar verð lítillega eða um 0,2 prósent. Upphaflega var gert ráð fyrir að lækkun virðisaukaskatts myndi skila sér í að minnsta kosti 7,4 prósenta verðlækkun til neytenda. Niðurstaðan er vonbrigði að mati Alþýðusambandins. 10.7.2007 11:37 Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráðiðið telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. 10.7.2007 11:36 Einn staður blaktir í laxveiðinni í Borgarfirði Straumarnir í Hvítá skera sig úr örðum laxveiðisvæðum í Borgarfirði vegna ónenju mikillar veiði, á sama tíma og laxveiði í Borgarfirði er almennt í sögulegu lágmarki. Þar veiddust fjórtán laxar í tveggja daga veiðiholli, sem lauk í gær, en aðeins er veitt á tvær stangir í Straumunum. Það sem af er veiðitímanum hafa veiðst 80 laxar þar, en veiðin er að jafnaði best þegar líður á júlí, þannig að met er í augsýn. Að sögn veiðimanna er mikið af laxi í Hvítá sjálfri, en hann gengur ekki upp í þverárnar vegna vatnsleysis. 10.7.2007 11:28 Benedikt búinn að synda 14 kílómetra Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson var búinn að synda 14 kílómetra yfir Ermasundið um klukkan hálf ellefu í morgun. Benedikt lagði af stað um klukkan hálf sex frá Dover í Englandi en áætlað er að hann komi til Calais í Frakklandi í nótt ef vel gengur. 10.7.2007 10:50 TM og Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirrita samstarfssamning Tryggingamiðstöðin og og Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning, og samkvæmt honum mun Tryggingamiðstöðin verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts Siglufjarðar. Mótið mun nú heita Pæjumót TM Siglufirði. 10.7.2007 10:20 Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn eru miklar skemmdir á klæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegagerðin biður ökumenn að fara varlega og sérstaklega bifhjólamenn. Hefur ökuhraði verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra. 10.7.2007 09:54 Afli dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári Afli íslenskra skipa dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári miðað við fyrra ár samkvæmt nýútkomnu riti Hagstofunnar um aflaverðmæti og ráðstöfun afla. Á sama tíma jókst aflaverðmæti um 12,1 prósent milli ára. Mest var landað á Austurlandi. 10.7.2007 09:30 Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 5. júlí og embættið verður veitt frá 1. ágúst. Kirkjumálaráðherra veitir það að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskupsins á Hólum. 10.7.2007 09:28 Lögregluhundur finnur fíkniefni Tveir karlar og kona voru færð á lögreglustöð á sunnudagsmorgun en í fórum þeirra fundust lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir. Það var sérþjálfaður lögregluhundur frá lögreglunni sem fann fíkniefnin. Fólkið, sem er um tvítugt og var í annarlegu ástandi, var stöðvað við hefðbundið eftirlit en fíkniefnin voru vel falin í bíl þeirra. 10.7.2007 09:19 Eldur í Smárabíó Slökkviliðið var kallað að Smárabíó í Kópavogi á tólfta tímanum í kvöld vegna elds í einum sýningarsalnum. Húsið var rýmt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og búið er að opna húsið að nýju. Samkvæmt lögreglu kviknaði í út frá spennubreyti. 9.7.2007 23:56 Stjórnarslit í Póllandi Miklar líkur eru á að kosningar verði í Póllandi innan skamms. Sjálfsvarnarflokkurinn hefur ákveðið að slíta stjórnarsamstarfi og án stjórnarþátttöku hans hefur Kaczynski forsætisráðherra ekki meirihluta á þinginu. Hann getur ekki hugsað sér að starfa í minnihlutastjórn. 9.7.2007 23:34 Segja ummæli Morgunblaðsins særandi Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda hvetur Morgunblaðið til að láta af stanslausum árásum á sjómenn og útgerðarmenn. Í ályktun frá þeim segir að þau ummæli Morgunblaðsins að sjómenn séu að ræna íslenska þjóð séu bæði særandi og meiðandi. 9.7.2007 23:06 Vill meira umferðareftirlit úr þyrlu Lögregluflug í þyrlu á að vera fastur liður í íslenskri löggæslu að mati Júlíusar Einarssonar, fyrrverandi lögreglumanns og áhugamanns um löggæslu. Jóhann starfaði um borð í löggæsluþyrlunni TF-GRÓ á árunum 1993-1994 og segir það hafa borið mikinn árangur. 9.7.2007 22:08 Fjórar til átta líkamsárásir tilkynntar á nóttu Á aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um sex árásir til lögreglu í miðborg Reykjavíkur. Ein árásin var með þeim hætti að ráðist var á mann á Vegamótastíg rétt fyrir klukkan fimm og hann kýldur þrisvar í andlit. Fórnarlambið tengdist árásarmanninum ekkert og gat ekki gefið neina lýsingu á honum. 9.7.2007 21:54 Stórslysi forðað Rafmagn komst aftur á í álveri Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði um klukkan sjö í kvöld og er framleiðsla að færast í átt að eðlilegu horfi. Rafmagnslaust hafði verið í tvær klukkustundir. 9.7.2007 20:16 Reiðhjólaferð slökkviliðsmanna gengur vel Reiðhjólamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu í Herðubreiðarlindir upp úr fimm, en þeir lögðu af stað frá Grímsstöðum um ellefuleytið í morgun. Alls hafa þeir því lagt 67 kílómetra að baki í dag. 9.7.2007 20:06 Rafmagslaust í Reyðarfirði Rafmagn fór af álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði rétt um klukkan fimm nú síðdegis. Hætta er á stórtjóni ef álið storknar í bræðslukerjum. 9.7.2007 19:29 Erfiðlega getur gengið að veiða þorskinn Sjómenn segja að erfitt geti reynst að sækja ýsuna næsta fiskveiðiárið sökum minni þorskkvóta. Þeir telja að þorskur sé allt upp í fimmtíu prósent meðafla. 9.7.2007 19:28 Afgreiðslustúlkum ógnað í vopnuðu ráni Tvær stúlkur, sextán og sautján ára, voru einar við við störf í verslun 10/11 í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær þegar tveir karlmenn frömdu þar vopnað rán og hótuðu þeim með skammbyssu. 9.7.2007 19:17 Engum hleypt inn í íbúðir nema fyllsta öryggis sé gætt Það verður engum hleypt inn í íbúðir á gamla varnarsvæðinu nema allt rafmagn verði yfirfarið og lagað samkvæmt íslenskum öryggisstuðlum segir framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Rafiðnaðarfræðingur á svæðinu segir enga hættu stafa af rafkerfinu. 9.7.2007 19:15 Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn. 9.7.2007 19:06 „Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“ Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu. 9.7.2007 19:00 Stórfellt framboð atvinnuhúsnæðis í vændum Tugir þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis koma inná leigumarkaðinn á næstu mánuðum. Byggingaaðilar hafa ekki áhyggjur af verðhruni. Verktakar hafa ekki áhyggjur af verðfalli þrátt fyrir stórfellda aukningu á framboði. 9.7.2007 18:50 Búið að opna Miklubraut Búið er að opna Miklabraut að nýju, en henni var lokað í austurátt frá Grensás vegna umferðarslyss sem varð á sjöunda tímanum í kvöld. 9.7.2007 18:46 Fólskuleg árás á unglinga úr Borgarnesi Unglingar úr vinnuskóla Borgarness urðu fyrir fólskulegri árás unglingagengis við tívolíið í Kópavogi í dag. Lögregla skarst í leikinn á fjölda lögreglubíla og handtók fjóra ólögráða unglingspilta fyrir brot á lögum og lögreglusamþykktum. 9.7.2007 18:45 Flugmenn íhuga að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair Félag Íslenskra atvinnuflugmanna íhugar að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair vegna uppsagna atvinnuflugmanna. Þeir deila hart á félagið og telja það ganga á svig við samninga. 9.7.2007 18:42 Vill að Valgerður útskýri ummæli sín betur Gestur Jónsson lögmaður, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vill að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýri betur þau ummæli sem hún lét falla í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. 9.7.2007 18:27 Tekinn á 173 kílómetra hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 74 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók var á 173 km hraða og var sviptur ökuleyfi á staðnum. Hann á von á að minnsta kosti 160 þúsund króna sekt. Einnig er möguleiki á að bifreiðin verði tekin af manninum. 9.7.2007 17:50 Veittust að krökkum við Smáralind Fjögur ungmenni veittust að krökkum úr vinnuskóla Borgarness sem voru að skemmta sér í Tívolíinu við Smáralind í dag. Ungmennin, sem eru á aldrinum 14-16 ára, voru færð á lögreglustöð og sótt þaðan af foreldrum sínum. Að sögn lögreglu verða þau líklega kærð fyrir líkamsárás. 9.7.2007 17:39 Vilja flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs Bæjarráð Hornafjarðar vill flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs til að draga úr áhrifum af skerðingu aflaheimilda. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá því í morgun. Að mati bæjarráðsins mun skerðing aflaheimilda hafa víðtækar afleiðingar á atvinnulíf sveitarfélagsins til hins verra. Þá leggur ráðið til að stjórnvöld flytji náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar til héraðsins. 9.7.2007 16:50 Íbúi á Hlíð styrkir Öldrunarheimili Akureyrar um þrjár milljónir Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. 9.7.2007 16:29 Engin lausn í sjónmáli í deilu flugmanna og Icelandair Engin sátt liggur fyrir í deilu flugmanna og Icelandair í tengslum við uppsagnir og meint brot á starfsréttindum flugmanna. Forráðamenn fyrirtækisins funduðu með fulltrúum flugmanna í dag en þeim fundi lauk fyrir skemmstu án niðurstöðu. Engir aðrir fundir hafa verið boðaðir en flugmenn hafa boðað til félagsfundar í kvöld. 9.7.2007 15:52 Hreinn Loftsson vonar að fleiri opni sig um Baugsmál Hreinn Loftsson, fyrrum stjórnarfomaður Baugs Group, segist sammála Valgerði Sverrisdóttur fyrrum viðskiptaráðherra um þörfina á sérstakri rannsókn á tilurð Baugsmálsins. Hreinn sagði í samtali við Vísi í dag, að sérstaklega þyrfti að skoða allt í kringum það sem kallað er Bolludagsmálið. "Þar keyrði um þverbak," segir Hreinn. "Það mál var hreinlega rugl." 9.7.2007 15:47 Dæmdur fyrir að skjóta í átt að ketti Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir vopnalagabrot og brot gegn lögreglusamþykkt. Maðurinn skaut úr riffli út um glugga á heimili sínu á Egilsstöðum í átt að ketti sem var í garðinum. Riffill mannsins var gerður upptækur. 9.7.2007 15:27 Slæmt skyggni og lélegur vegur möguleg orsök banaslyss Frumrannsóknir benda til þess að slæmt skyggni og lélegt ásigkomulag vegar hafi verið þess valdandi að ungur ökumaður lét lífið rétt við mynni Norðurárdals í gærmorgun. Sævarr Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, segir vegmerkingar í góðu lagi við slysstað. 9.7.2007 14:52 Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins að mati Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Valgerði sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. Valgerður segir hátt hafa verið reitt til höggs í Baugsmálinu og segir málið allt með endemum. 9.7.2007 14:01 Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð. 9.7.2007 13:48 Handtekinn fyrir fjársvik Karl og kona voru handtekin á Selfossi á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir fjársvik. Þau voru staðin að því að taka um 70 þúsund krónur útaf greiðslukorti sem var ekki í þeirra eigu. 9.7.2007 12:47 Flugmenn og Icelandair deila um uppsagnir Forráðamenn Icelandair og stjórnarmenn úr Félagið íslenskra atvinnuflugmanna sitja nú á fundi þar sem þeir ræða alvarlega deilu sem upp er komin um starfsréttindi flugmanna. 9.7.2007 12:41 Hundur aflífaður eftir að hann beit barn Lögreglan á Selfossi þurfti að láta aflífa hund eftir að hann hafði bitið barn. Atburðurinn átti sér stað þar síðustu helgi en lögreglunni barst tilkynning um málið á miðvikudaginn í síðustu viku. 9.7.2007 12:35 Hjólbarðaþjófar gripnir á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók fimm menn í nótt fyrir stela hjólbörðum af Lexus bifreið. Lögreglunni barst tilkynning um tvo grunsamlega menn við bílasölu Heklu í Hrísmýri á Selfossi. Þegar lögregluna bar að garði fundu þeir Lexus bifreið á kviðnum þar sem öll hjöl höfðu verið tekin undan henni. 9.7.2007 12:28 Enginn hvalkvóti gefinn út Ekkert er gert ráð fyrir neinum hvalveiðum í nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Stjórnvöld ætla ekki að gefa út hvalkvóta fyrir næsta fiskveiðiár fyrr en ljóst verður með sölu á kjötinu. LÍÚ vill að hvalveiðar verði áfram leyfðar burtséð frá sölu þar sem hvalurinn éti mikið af æti þorsksins. 9.7.2007 12:12 Afgreiðslustúlkurnar báðar undir átján ára aldri Afgreiðslustúlkurnar sem voru við störf þegar ránið var framið voru báðar undir átján ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekki venju að ráða yngra starfsfólk en átján ára en slíkt hafi verið gert á tímabili vegna erfiðleika við að fá starfsfólk. 9.7.2007 11:35 Sjá næstu 50 fréttir
Vegaframkvæmdum upp á 6,6 milljarða króna flýtt Ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún ætlar að flýta framkvæmdum í vegagerð upp á 6,6 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þetta er gert til að mótvægis við skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári. 10.7.2007 12:01
Dómsmálaráðherra vill að Valgerður skýri ummæli sín Dómsmálaráðherra vill að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skýri ummæli sín um Baugsmálið betur. Valgerður sagði í blaðaviðtali að hún hefði upplifað hvernig sjálfstæðismenn töluðu um Baugsmenn og rannsaka þyrfti upphaf og tilurð málsins. 10.7.2007 11:45
Skattalækkanir skila sér ekki til neytenda Lækkanir á virðisaukaskatti hafa ekki skilað sér til neytenda samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Á tímabilinu mars til maí hefur verð þvert á móti farið hækkandi og þá mest um 4,6 prósent í verslunum Krónunnar. Aðeins í Nettó lækkar verð lítillega eða um 0,2 prósent. Upphaflega var gert ráð fyrir að lækkun virðisaukaskatts myndi skila sér í að minnsta kosti 7,4 prósenta verðlækkun til neytenda. Niðurstaðan er vonbrigði að mati Alþýðusambandins. 10.7.2007 11:37
Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráðiðið telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. 10.7.2007 11:36
Einn staður blaktir í laxveiðinni í Borgarfirði Straumarnir í Hvítá skera sig úr örðum laxveiðisvæðum í Borgarfirði vegna ónenju mikillar veiði, á sama tíma og laxveiði í Borgarfirði er almennt í sögulegu lágmarki. Þar veiddust fjórtán laxar í tveggja daga veiðiholli, sem lauk í gær, en aðeins er veitt á tvær stangir í Straumunum. Það sem af er veiðitímanum hafa veiðst 80 laxar þar, en veiðin er að jafnaði best þegar líður á júlí, þannig að met er í augsýn. Að sögn veiðimanna er mikið af laxi í Hvítá sjálfri, en hann gengur ekki upp í þverárnar vegna vatnsleysis. 10.7.2007 11:28
Benedikt búinn að synda 14 kílómetra Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson var búinn að synda 14 kílómetra yfir Ermasundið um klukkan hálf ellefu í morgun. Benedikt lagði af stað um klukkan hálf sex frá Dover í Englandi en áætlað er að hann komi til Calais í Frakklandi í nótt ef vel gengur. 10.7.2007 10:50
TM og Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirrita samstarfssamning Tryggingamiðstöðin og og Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning, og samkvæmt honum mun Tryggingamiðstöðin verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts Siglufjarðar. Mótið mun nú heita Pæjumót TM Siglufirði. 10.7.2007 10:20
Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn eru miklar skemmdir á klæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegagerðin biður ökumenn að fara varlega og sérstaklega bifhjólamenn. Hefur ökuhraði verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra. 10.7.2007 09:54
Afli dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári Afli íslenskra skipa dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári miðað við fyrra ár samkvæmt nýútkomnu riti Hagstofunnar um aflaverðmæti og ráðstöfun afla. Á sama tíma jókst aflaverðmæti um 12,1 prósent milli ára. Mest var landað á Austurlandi. 10.7.2007 09:30
Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 5. júlí og embættið verður veitt frá 1. ágúst. Kirkjumálaráðherra veitir það að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskupsins á Hólum. 10.7.2007 09:28
Lögregluhundur finnur fíkniefni Tveir karlar og kona voru færð á lögreglustöð á sunnudagsmorgun en í fórum þeirra fundust lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir. Það var sérþjálfaður lögregluhundur frá lögreglunni sem fann fíkniefnin. Fólkið, sem er um tvítugt og var í annarlegu ástandi, var stöðvað við hefðbundið eftirlit en fíkniefnin voru vel falin í bíl þeirra. 10.7.2007 09:19
Eldur í Smárabíó Slökkviliðið var kallað að Smárabíó í Kópavogi á tólfta tímanum í kvöld vegna elds í einum sýningarsalnum. Húsið var rýmt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og búið er að opna húsið að nýju. Samkvæmt lögreglu kviknaði í út frá spennubreyti. 9.7.2007 23:56
Stjórnarslit í Póllandi Miklar líkur eru á að kosningar verði í Póllandi innan skamms. Sjálfsvarnarflokkurinn hefur ákveðið að slíta stjórnarsamstarfi og án stjórnarþátttöku hans hefur Kaczynski forsætisráðherra ekki meirihluta á þinginu. Hann getur ekki hugsað sér að starfa í minnihlutastjórn. 9.7.2007 23:34
Segja ummæli Morgunblaðsins særandi Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda hvetur Morgunblaðið til að láta af stanslausum árásum á sjómenn og útgerðarmenn. Í ályktun frá þeim segir að þau ummæli Morgunblaðsins að sjómenn séu að ræna íslenska þjóð séu bæði særandi og meiðandi. 9.7.2007 23:06
Vill meira umferðareftirlit úr þyrlu Lögregluflug í þyrlu á að vera fastur liður í íslenskri löggæslu að mati Júlíusar Einarssonar, fyrrverandi lögreglumanns og áhugamanns um löggæslu. Jóhann starfaði um borð í löggæsluþyrlunni TF-GRÓ á árunum 1993-1994 og segir það hafa borið mikinn árangur. 9.7.2007 22:08
Fjórar til átta líkamsárásir tilkynntar á nóttu Á aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um sex árásir til lögreglu í miðborg Reykjavíkur. Ein árásin var með þeim hætti að ráðist var á mann á Vegamótastíg rétt fyrir klukkan fimm og hann kýldur þrisvar í andlit. Fórnarlambið tengdist árásarmanninum ekkert og gat ekki gefið neina lýsingu á honum. 9.7.2007 21:54
Stórslysi forðað Rafmagn komst aftur á í álveri Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði um klukkan sjö í kvöld og er framleiðsla að færast í átt að eðlilegu horfi. Rafmagnslaust hafði verið í tvær klukkustundir. 9.7.2007 20:16
Reiðhjólaferð slökkviliðsmanna gengur vel Reiðhjólamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu í Herðubreiðarlindir upp úr fimm, en þeir lögðu af stað frá Grímsstöðum um ellefuleytið í morgun. Alls hafa þeir því lagt 67 kílómetra að baki í dag. 9.7.2007 20:06
Rafmagslaust í Reyðarfirði Rafmagn fór af álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði rétt um klukkan fimm nú síðdegis. Hætta er á stórtjóni ef álið storknar í bræðslukerjum. 9.7.2007 19:29
Erfiðlega getur gengið að veiða þorskinn Sjómenn segja að erfitt geti reynst að sækja ýsuna næsta fiskveiðiárið sökum minni þorskkvóta. Þeir telja að þorskur sé allt upp í fimmtíu prósent meðafla. 9.7.2007 19:28
Afgreiðslustúlkum ógnað í vopnuðu ráni Tvær stúlkur, sextán og sautján ára, voru einar við við störf í verslun 10/11 í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær þegar tveir karlmenn frömdu þar vopnað rán og hótuðu þeim með skammbyssu. 9.7.2007 19:17
Engum hleypt inn í íbúðir nema fyllsta öryggis sé gætt Það verður engum hleypt inn í íbúðir á gamla varnarsvæðinu nema allt rafmagn verði yfirfarið og lagað samkvæmt íslenskum öryggisstuðlum segir framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Rafiðnaðarfræðingur á svæðinu segir enga hættu stafa af rafkerfinu. 9.7.2007 19:15
Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn. 9.7.2007 19:06
„Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“ Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu. 9.7.2007 19:00
Stórfellt framboð atvinnuhúsnæðis í vændum Tugir þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis koma inná leigumarkaðinn á næstu mánuðum. Byggingaaðilar hafa ekki áhyggjur af verðhruni. Verktakar hafa ekki áhyggjur af verðfalli þrátt fyrir stórfellda aukningu á framboði. 9.7.2007 18:50
Búið að opna Miklubraut Búið er að opna Miklabraut að nýju, en henni var lokað í austurátt frá Grensás vegna umferðarslyss sem varð á sjöunda tímanum í kvöld. 9.7.2007 18:46
Fólskuleg árás á unglinga úr Borgarnesi Unglingar úr vinnuskóla Borgarness urðu fyrir fólskulegri árás unglingagengis við tívolíið í Kópavogi í dag. Lögregla skarst í leikinn á fjölda lögreglubíla og handtók fjóra ólögráða unglingspilta fyrir brot á lögum og lögreglusamþykktum. 9.7.2007 18:45
Flugmenn íhuga að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair Félag Íslenskra atvinnuflugmanna íhugar að grípa til harðra aðgerða gegn Icelandair vegna uppsagna atvinnuflugmanna. Þeir deila hart á félagið og telja það ganga á svig við samninga. 9.7.2007 18:42
Vill að Valgerður útskýri ummæli sín betur Gestur Jónsson lögmaður, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vill að Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýri betur þau ummæli sem hún lét falla í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. 9.7.2007 18:27
Tekinn á 173 kílómetra hraða Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 74 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Sá sem hraðast ók var á 173 km hraða og var sviptur ökuleyfi á staðnum. Hann á von á að minnsta kosti 160 þúsund króna sekt. Einnig er möguleiki á að bifreiðin verði tekin af manninum. 9.7.2007 17:50
Veittust að krökkum við Smáralind Fjögur ungmenni veittust að krökkum úr vinnuskóla Borgarness sem voru að skemmta sér í Tívolíinu við Smáralind í dag. Ungmennin, sem eru á aldrinum 14-16 ára, voru færð á lögreglustöð og sótt þaðan af foreldrum sínum. Að sögn lögreglu verða þau líklega kærð fyrir líkamsárás. 9.7.2007 17:39
Vilja flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs Bæjarráð Hornafjarðar vill flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs til að draga úr áhrifum af skerðingu aflaheimilda. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá því í morgun. Að mati bæjarráðsins mun skerðing aflaheimilda hafa víðtækar afleiðingar á atvinnulíf sveitarfélagsins til hins verra. Þá leggur ráðið til að stjórnvöld flytji náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar til héraðsins. 9.7.2007 16:50
Íbúi á Hlíð styrkir Öldrunarheimili Akureyrar um þrjár milljónir Öldrunarheimilum Akureyrar hefur verið færð höfðingjalega peningagjöf. Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur gefið öldrunarheimilinum þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. 9.7.2007 16:29
Engin lausn í sjónmáli í deilu flugmanna og Icelandair Engin sátt liggur fyrir í deilu flugmanna og Icelandair í tengslum við uppsagnir og meint brot á starfsréttindum flugmanna. Forráðamenn fyrirtækisins funduðu með fulltrúum flugmanna í dag en þeim fundi lauk fyrir skemmstu án niðurstöðu. Engir aðrir fundir hafa verið boðaðir en flugmenn hafa boðað til félagsfundar í kvöld. 9.7.2007 15:52
Hreinn Loftsson vonar að fleiri opni sig um Baugsmál Hreinn Loftsson, fyrrum stjórnarfomaður Baugs Group, segist sammála Valgerði Sverrisdóttur fyrrum viðskiptaráðherra um þörfina á sérstakri rannsókn á tilurð Baugsmálsins. Hreinn sagði í samtali við Vísi í dag, að sérstaklega þyrfti að skoða allt í kringum það sem kallað er Bolludagsmálið. "Þar keyrði um þverbak," segir Hreinn. "Það mál var hreinlega rugl." 9.7.2007 15:47
Dæmdur fyrir að skjóta í átt að ketti Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir vopnalagabrot og brot gegn lögreglusamþykkt. Maðurinn skaut úr riffli út um glugga á heimili sínu á Egilsstöðum í átt að ketti sem var í garðinum. Riffill mannsins var gerður upptækur. 9.7.2007 15:27
Slæmt skyggni og lélegur vegur möguleg orsök banaslyss Frumrannsóknir benda til þess að slæmt skyggni og lélegt ásigkomulag vegar hafi verið þess valdandi að ungur ökumaður lét lífið rétt við mynni Norðurárdals í gærmorgun. Sævarr Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, segir vegmerkingar í góðu lagi við slysstað. 9.7.2007 14:52
Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins að mati Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Valgerði sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. Valgerður segir hátt hafa verið reitt til höggs í Baugsmálinu og segir málið allt með endemum. 9.7.2007 14:01
Fyrsta einbýlishúsið tekið í notkun að Sólheimum Fyrsta einbýlishúsið sem byggt er gagngert fyrir fólk með þroskahömlun var tekið í notkun að Sólheimum síðastliðinn fimmtudag. Styrktarsjóður Sólheima á húsið, en sjóðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis að Sólheimum síðastliðin 20 ár. Húsið er 117 fermetrar að stærð. 9.7.2007 13:48
Handtekinn fyrir fjársvik Karl og kona voru handtekin á Selfossi á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir fjársvik. Þau voru staðin að því að taka um 70 þúsund krónur útaf greiðslukorti sem var ekki í þeirra eigu. 9.7.2007 12:47
Flugmenn og Icelandair deila um uppsagnir Forráðamenn Icelandair og stjórnarmenn úr Félagið íslenskra atvinnuflugmanna sitja nú á fundi þar sem þeir ræða alvarlega deilu sem upp er komin um starfsréttindi flugmanna. 9.7.2007 12:41
Hundur aflífaður eftir að hann beit barn Lögreglan á Selfossi þurfti að láta aflífa hund eftir að hann hafði bitið barn. Atburðurinn átti sér stað þar síðustu helgi en lögreglunni barst tilkynning um málið á miðvikudaginn í síðustu viku. 9.7.2007 12:35
Hjólbarðaþjófar gripnir á Selfossi Lögreglan á Selfossi handtók fimm menn í nótt fyrir stela hjólbörðum af Lexus bifreið. Lögreglunni barst tilkynning um tvo grunsamlega menn við bílasölu Heklu í Hrísmýri á Selfossi. Þegar lögregluna bar að garði fundu þeir Lexus bifreið á kviðnum þar sem öll hjöl höfðu verið tekin undan henni. 9.7.2007 12:28
Enginn hvalkvóti gefinn út Ekkert er gert ráð fyrir neinum hvalveiðum í nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Stjórnvöld ætla ekki að gefa út hvalkvóta fyrir næsta fiskveiðiár fyrr en ljóst verður með sölu á kjötinu. LÍÚ vill að hvalveiðar verði áfram leyfðar burtséð frá sölu þar sem hvalurinn éti mikið af æti þorsksins. 9.7.2007 12:12
Afgreiðslustúlkurnar báðar undir átján ára aldri Afgreiðslustúlkurnar sem voru við störf þegar ránið var framið voru báðar undir átján ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekki venju að ráða yngra starfsfólk en átján ára en slíkt hafi verið gert á tímabili vegna erfiðleika við að fá starfsfólk. 9.7.2007 11:35