Innlent

Segja ummæli Morgunblaðsins særandi

Stjórn Verðanda vill að útgerðarmenn sanni mál sitt ef þeir telji kvótasvindl stundað.
Stjórn Verðanda vill að útgerðarmenn sanni mál sitt ef þeir telji kvótasvindl stundað. Mynd/ Visir.is
Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda hvetur Morgunblaðið til að láta af stanslausum árásum á sjómenn og útgerðarmenn. Í ályktun frá þeim segir að þau ummæli Morgunblaðsins að sjómenn séu að ræna íslenska þjóð séu bæði særandi og meiðandi. Morgunblaðið eigi að vita það að ef einhver steli brauði í verslun eigi ekki að ásaka alla viðskiptavinina.

Stjórn félagsins mótmælir harðlega þeim ásökunum sem birtust í Morgunblaðinu þann 4. júlí um þetta svokallaða kvótasvindl og að íslenskir sjómenn, starfsmenn Fiskistofu, íslenskir löndunarstarfsmenn, íslenskir útgerðarmenn, íslenskir hafnarstarfsmenn og erlendir starfsmenn á uppboðsmörkuðum í Þýskalandi og Englandi séu svo gott sem glæpamenn, eins og segir í tilkynningunni frá þeim.

Þá hvetur stjórn félagsins alla þá fyrrverandi og núverandi skipstjórnarmenn, útgerðarmenn og fiskverkendur sem tjáðu sig við Morgunblaðið til að koma fram og segja sína sögu og sýna sannanir fyrir sínu máli. Þögn um glæpi eigi ekki að líðast og þeir sem láti ekki vita af þeim, taki þátt í glæpnum sjálfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×