Innlent

Stjórnarslit í Póllandi

Lech Kaczynski mun ekki stýra minnihlutastjórn. Hér er hann með Merkel, kanslara Þýskalands.
Lech Kaczynski mun ekki stýra minnihlutastjórn. Hér er hann með Merkel, kanslara Þýskalands. Mynd/ AFP

Miklar líkur eru á að kosningar verði í Póllandi innan skamms. Sjálfsvarnarflokkurinn hefur ákveðið að slíta stjórnarsamstarfi og án stjórnarþátttöku hans hefur Kaczynski forsætisráðherra ekki meirihluta á þinginu. Hann getur ekki hugsað sér að starfa í minnihlutastjórn.

Flokkurinn tók ákvörðun um stjórnarslitin eftir að forsætisráðherrann rak Andrzej Lepper aðstoðarforsætisráðherra úr embætti eftir að hann var sakaður um spillingu. Jyllandsposten sagði frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×