Fólskuleg árás á unglinga úr Borgarnesi Jón Örn Guðbjartsson skrifar 9. júlí 2007 18:45 Unglingar úr vinnuskóla Borgarness urðu fyrir fólskulegri árás unglingagengis við tívolíið í Kópavogi í dag. Lögregla skarst í leikinn á fjölda lögreglubíla og handtók fjóra ólögráða unglingspilta fyrir brot á lögum og lögreglusamþykktum. Að sögn sjónarvotta réðust drengirnir sem eru á aldrinum 14 til 16 ára, í fyrstu á einn piltanna úr Borgarnesi sem var í skemmtiferð í höfuðborginni ásamt vinnufélögum sínum. Var hann kýldur með fólskulegum hætti í andlit, höfuð og maga. Eftir að drengurinn flúði inn í rútu sem Borgnesingarnir höfðu til umráða, reyndu árásarpiltarnir að ráðast inn í langferðabílinn á eftir honum og létu dólgslega að sögn sjónarvotta. Bílstjórinn varð þá fyrir tilefnislausri árás en til þess notaði einn árásarpiltanna kústskaft en með því gerðist hann brotlegur við vopnalög að sögn lögreglu. Að sögn lögreglu létu drengirnir ófriðlega er lögregla kom á staðinn og hlýddu ekki fyrirmælum hennar og geta átt yfir höfði sér kæru sökum þess. Einn drengjanna reyndi auk þess að villa um fyrir lögreglunni og sagði ósatt um kennitölu svo að ekki væri unnt að bera kennsl á hann. Allir drengirnir voru handsamaðir og færðir á lögreglustöð í Kópavogi til yfirheyrslna og voru þeir sóttir þangað af forráðamönnum. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu um þetta mál og fær það til athugunar en lögregla telur það mjög alvarlegt. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Unglingar úr vinnuskóla Borgarness urðu fyrir fólskulegri árás unglingagengis við tívolíið í Kópavogi í dag. Lögregla skarst í leikinn á fjölda lögreglubíla og handtók fjóra ólögráða unglingspilta fyrir brot á lögum og lögreglusamþykktum. Að sögn sjónarvotta réðust drengirnir sem eru á aldrinum 14 til 16 ára, í fyrstu á einn piltanna úr Borgarnesi sem var í skemmtiferð í höfuðborginni ásamt vinnufélögum sínum. Var hann kýldur með fólskulegum hætti í andlit, höfuð og maga. Eftir að drengurinn flúði inn í rútu sem Borgnesingarnir höfðu til umráða, reyndu árásarpiltarnir að ráðast inn í langferðabílinn á eftir honum og létu dólgslega að sögn sjónarvotta. Bílstjórinn varð þá fyrir tilefnislausri árás en til þess notaði einn árásarpiltanna kústskaft en með því gerðist hann brotlegur við vopnalög að sögn lögreglu. Að sögn lögreglu létu drengirnir ófriðlega er lögregla kom á staðinn og hlýddu ekki fyrirmælum hennar og geta átt yfir höfði sér kæru sökum þess. Einn drengjanna reyndi auk þess að villa um fyrir lögreglunni og sagði ósatt um kennitölu svo að ekki væri unnt að bera kennsl á hann. Allir drengirnir voru handsamaðir og færðir á lögreglustöð í Kópavogi til yfirheyrslna og voru þeir sóttir þangað af forráðamönnum. Barnaverndarnefnd fær tilkynningu um þetta mál og fær það til athugunar en lögregla telur það mjög alvarlegt.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira