Innlent

Handtekinn fyrir fjársvik

Karl og kona voru handtekin á Selfossi á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir fjársvik. Þau voru staðin að því að taka um 70 þúsund krónur útaf greiðslukorti sem var ekki í þeirra eigu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi fann maðurinn greiðslukortið í seðlaveski sem eigandinn hafði týnt á Selfossi. Í stað þess að koma veskinu til skila ákvað maðurinn að fara í verslunarferð til Hveragerðis. Tók hann út í þrígang tóbak og annan varning að verðmæti um 70 þúsund krónur.

Í öll skiptin afgreiddi konan manninn þrátt fyrir að henni væri kunnugt um að maðurinn væri ekki eigandi greiðslukortsins enda þekktust þau.

Þau viðurkenndu bæði brot sín við yfirheyrslu og voru látin laus að henni lokinni. Málið verður sent ákæruvaldinu að lokinni rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×