Innlent

Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins

Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn.

Þetta kemur fram í viðtali við Valgerði sem birtist í Viðskiptablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar segir hún hátt hafa verið reitt til höggs í Baugsmálinu. Nú þegar sýnist sem svo að Jón Ásgeir verði jafnvel sýknaður í málinu þá hljóti dómsmálayfirvöld að rannsaka málið og upphaf þess. Hvert upphafið var og hvernig það varð til.

Valgerður segist hafa upplifað hvernig sjálfstæðismenn töluðu um Baugsmenn. Hún vildi þó ekki útskýra ummæli sín betur á þessu stigi.

Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeir Jóhannessonar vill að Valgerður útskýri ummæli sín betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×