Innlent

Vill meira umferðareftirlit úr þyrlu

Lögregluflug í þyrlu á að vera fastur liður í íslenskri löggæslu að mati Júlíusar Einarssonar, fyrrverandi lögreglumanns og áhugamanns um löggæslu. Jóhann starfaði um borð í löggæsluþyrlunni TF-GRÓ á árunum 1993-1994 og segir það hafa borið mikinn árangur. Ekki bara til þess að stoppa ökuníðinga heldur einnig við leit af fólki þar sem þyrlan yrði alltaf í viðbragðsstöðu.

Jóhann segir ljóst að löggæsla úr lofti sé margfalt hagkvæmari og árangursríkari en hefðbundin gæsla. Jóhann var í viðtali við Ísland í dag og ræddi við hann um löggæslu í umferðinni og ótrúlegar myndir af vítaverðum glannaakstri sem náðust á mynd um borð í TF-GRÓ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×