Innlent

Reiðhjólaferð slökkviliðsmanna gengur vel

Reiðhjólamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu í Herðubreiðarlindir upp úr fimm, en þeir lögðu af stað frá Grímsstöðum um ellefuleytið í morgun. Alls hafa þeir því lagt 67 kílómetra að baki í dag. Veðrið hefur leikið við hjólreiðamennina í dag norðangola í bakið, sól og þrettán stiga hiti.

Reiðhjólamennirnir eru í ellefu daga hjólatúr yfir landið. Tilgangurinn með ferðinni er að safna fé í sjúkra- og líknarsjóð starfsmannafélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hópurinn lagði af stað frá Fonti á Langanesi á föstudag og lýkur ferðinni á Reykjanestá 18. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×