Innlent

Vilja flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökull.
Vatnajökull. MYND/VG

Bæjarráð Hornafjarðar vill flýta uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs til að draga úr áhrifum af skerðingu aflaheimilda. Þetta kemur fram í bókun ráðsins frá því í morgun. Að mati bæjarráðsins mun skerðing aflaheimilda hafa víðtækar afleiðingar á atvinnulíf sveitarfélagsins til hins verra. Þá leggur ráðið til að stjórnvöld flytji náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstofnunar til héraðsins.

Samkvæmt bókun bæjarráðs er mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar við skerðingu aflaheimilda fagnað. Ráðið telur brýnt að stjórnvöld flýti uppbyggingu á Vatnajökulsþjóðgarðinum til að draga úr neikvæðum áhrifum aflaskerðingarinnar. Þá vill ráðið ennfremur að náttúruverndar- og matvælasvið Umhverfisstonfunar verði flutt til héraðsins í námunda við þjóðgarðinn. Að mati ráðsins myndi slíkt styrkja stofnunina.

Sjá nánar á vefnum hornafjordur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×