Innlent

Einn staður blaktir í laxveiðinni í Borgarfirði

Straumarnir í Hvítá skera sig úr örðum laxveiðisvæðum í Borgarfirði vegna mikillar veiði, á sama tíma og laxveiði í Borgarfirði er almennt í sögulegu lágmarki. Þar veiddust fjórtán laxar í tveggja daga veiðiholli, sem lauk í gær, en aðeins er veitt á tvær stangir í Straumunum. Það sem af er veiðitímanum hafa veiðst 80 laxar þar, en veiðin er að jafnaði best þegar líður á júlí, þannig að met er í augsýn. Að sögn veiðimanna er mikið af laxi í Hvítá sjálfri, en hann gengur ekki upp í þverárnar vegna vatnsleysis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×