Innlent

Rafmagslaust í Reyðarfirði

Rafmagn fór af álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði rétt um klukkan fimm nú síðdegis. Hætta er á stórtjóni ef álið storknar í bræðslukerjum.

Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi, segir að rafmagn hafi farið af álverinu í skamma stund fyrr í dag og síðan nú síðdegis og það ekki komið aftur á nú rétt fyrir fréttir.

Búið er að gagnsetja fjörutíu ker af þrjú hundruð þrjátíu og sex í verksmiðjunni. Erna segir það mat fyrirtækisins að ekki megi vera rafmagnslaust í álverinu lengur en í fjórar klukkustundir. Dragist rafmagnsleysið fram yfir þann tíma þá geti það haft alvarleg áhrif á þau ker sem séu í notkun en málmar storkni þá í þeim.

Ekki er vitað um ástæðu rafmangsleysisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×