Innlent

Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi

Enn eru miklar skemmdir á klæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegagerðin biður ökumenn að fara varlega og sérstaklega bifhjólamenn. Hefur ökuhraði verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra.

Þá verður Sólheimavegur, vegur 354, lokaður á milli Stærribæjar og Eyvíkur á morgun og á fimmtudaginn milli klukkan 8 till 19 vegna framkvæmda. Á föstudaginn verður vegurinn lokaður frá klukkan 8 til 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×