Fleiri fréttir Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin Lögreglan á Vestfjörðum vísar því á bug að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kvöldi föstudagsins síðasta, muni verða ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan segir að málið sé enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem muni taka ákvörðun um ákæru. Maðurinn skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld. Hann hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 18:26 Árni Helgason ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Árni Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. 11.6.2007 16:43 Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. 11.6.2007 16:24 Formaður Sniglanna harmar bifhjólaslys Almenningur ætti að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði bifhjólamannanna tveggja í nótt að sögn Valdísar Steinarsdóttur, formanns Sniglanna. Hún harmar atburðinn og segir að hugur allra félagsmanna í Sniglunum dvelji hjá þeim sem að málinu koma. 11.6.2007 16:20 429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi 429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund. 11.6.2007 16:08 Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. 11.6.2007 16:07 Íhuga málsókn en hafa engu hótað Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana. 11.6.2007 15:29 Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 11.6.2007 14:47 Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. 11.6.2007 14:06 Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum. 11.6.2007 14:04 Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn. 11.6.2007 13:55 Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. 11.6.2007 13:43 Hér fundust kajakræðararnir Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við. 11.6.2007 13:31 Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum. 11.6.2007 13:15 Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 12:55 Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt. 11.6.2007 12:51 Stórslasaður eftir ofsaakstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. 11.6.2007 12:45 Ætluðu hringinn Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því. 11.6.2007 12:12 Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna væntanlegur R. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og náinn samstarfsmaður Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Ísland þann 14. júní í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.6.2007 11:46 Áformað að byggja tíu hæða háhýsi í Vatnsmýrinni Tíu hæða stórhýsi í Vatnsmýrinni er á teikniborðinu sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist ekki óttast að Norræna Húsið falli í skuggann af turninum. Áætlað er að kynna áformin formlega á næstunni. 11.6.2007 11:31 Sóðaskapur og hávaði má ekki rýra gildi miðborgarinnar Tryggja verður að vaxandi sóðaskapur og hávaði í kjölfar reykingabanns rýri ekki gildi miðborgarinnar að mati Júlíusar Vífils Ingvarsson, formanns Miðborgar Reykjavíkur. Hann segir það á ábyrgð veitingamanna að koma í veg fyrir sóðaskap fyrir framan staðina en telur jafnfram nauðsynlegt að gefa mönnum tíma til að finna lausnir. 11.6.2007 10:54 Mun fleiri karlar en konur teknir fyrir ölvunarakstur Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru þrettán karlar og ein kona á fertugsaldri sem alloft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hún var einnig tekin fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. 11.6.2007 10:37 Kajakræðararnir eru fundnir heilir á húfi Erlendu kajakræðararnir, sem leitað hefur verið frá því síðdegis í gær, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fundust heilir á húfi við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð fyrir stundu. Fólkið hafði slegið upp tjöldum og amaði ekkert að því. Það voru björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði sem fundu fólkið en ekki ferðamaður eins og fyrst var greint frá. 11.6.2007 10:28 Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. 11.6.2007 09:49 KR-ingar í erfiðri stöðu KR-ingar sitja einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 22:50 Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan. 10.6.2007 21:00 Hvalfjarðargöngum lokað vegna bílvetu Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir stundu og hefur göngunum verið lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur. 10.6.2007 19:43 Síðustu árgangar af þorski lélegir Mikið af þorski sem sjómenn verða varir við um allan sjó eru góðir árgangar frá því fyrir aldamót, segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Árgangarnir sem eftir koma eru allir lélegir, segir hann. 10.6.2007 19:09 Ferðamenn flykkjast út í Vigur Ferðamannastraumur í Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á góðum sumardegi heimsækja hátt í 300 manns eyjuna. Þar er líka eitt stærsta æðarvarp landsins og stundum má sjá þar æðarkóng á vappi. 10.6.2007 19:07 Háreysti og sóðaskapur fylgifiskur reykingabanns Útköllum lögreglu vegna ónæðis og sóðaskapar hefur fjölgað mikið síðan svokallað reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi síðustu helgi. Fram til þessa hefur lögregla lítið geta gert annað en að fara á staðinn og biðja fólk um að hafa hægt um sig. 10.6.2007 19:04 Heiður að hitta Pútín Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. 10.6.2007 19:00 Nördar hefna ófaranna í Svíþjóð Leikmenn FC Nörd eru geysilega bjartsýnir fyrir slag sinn gegn sænskum stallbræðrum sínum í FC Z en leikurinn fer fram hér á landi í júlí. 10.6.2007 18:58 Fá ekki byggingarleyfi vegna flóðahættu Óvíst er hvort tuttugu eigendur sumarhúsalóða á Skeiðunum fá að byggja á lóðum sínum. Eftir flóðin á Suðurlandsundirlendinu í desember var ákveðið að byggingarleyfi yrðu ekki gefin út vegna flóðahættu. Eigendur lóðanna gætu því staðið uppi með verðlausar eignir. 10.6.2007 18:45 Sáu ekki ástæðu til að aðstoða stúlku í neyð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu í nágrenni Þjóðleikhússins í gærmorgun. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni sáu ekki ástæðu til að koma konunni til aðstoðar. 10.6.2007 18:36 Valgerður orðin varaformaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi á Grand-hóteli í dag. Valgerður var ein í kjöri og greiddi alls 101 maður atkvæði. Hlaut Valgerður 85 atkvæði eða 89,5 prósent atkvæða 10.6.2007 18:23 Svipast um eftir kajakræðurum á Faxaflóa Landhelgisgæslan er farin að svipast um eftir tveimur kajakræðurum sem hugðust róa frá Garðaskaga í gær og upp á Snæfellsnes. 10.6.2007 18:02 Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa. 10.6.2007 17:30 Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um. 10.6.2007 16:09 Vilja stofna lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði Ungmennafélag Íslands vill koma á á fót lýðháskóla með umhverfissviði í gamla skólanum að Núpi í Dýrafirði. Fram kemur á vef Bæjarins besta að slíkur skóli yrði starfræktur í samstarfi við systursamtök Ungmennafélagsins í Danmörku sem reka átta lýðháskóla. 10.6.2007 14:28 Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum. 10.6.2007 13:53 Leita hefnda eftir tapið gegn Svíum Eitt af undrum Íslands, knattspyrnufélagið Nörd, mun taka að sér að leita hefnda eftir ófarir Íslendinga í Svíþjóð á dögunum þar sem drengirnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0. 10.6.2007 12:30 Valgerður gróðursetti tré við álver Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær. 10.6.2007 12:15 Ein æðstu verðlaun rússneska lýðveldisins Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum, Global Energy International Prize, fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins. 10.6.2007 12:08 Virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á starfsemi meðferðarheimilis Stjórn meðferðarheimilisins Skaftholts skora á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á íbúa á heimilinu og þá uppbyggingu sem þar hefur farið fram. 10.6.2007 12:00 Framsóknarmenn velja varaformann Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar. 10.6.2007 11:03 Sjá næstu 50 fréttir
Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin Lögreglan á Vestfjörðum vísar því á bug að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kvöldi föstudagsins síðasta, muni verða ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan segir að málið sé enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem muni taka ákvörðun um ákæru. Maðurinn skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld. Hann hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 18:26
Árni Helgason ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna Árni Helgason, laganemi við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. 11.6.2007 16:43
Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. 11.6.2007 16:24
Formaður Sniglanna harmar bifhjólaslys Almenningur ætti að varast að dæma alla bifhjólamenn út frá framferði bifhjólamannanna tveggja í nótt að sögn Valdísar Steinarsdóttur, formanns Sniglanna. Hún harmar atburðinn og segir að hugur allra félagsmanna í Sniglunum dvelji hjá þeim sem að málinu koma. 11.6.2007 16:20
429 sektaðir fyrir hraðakstur á Bústaðavegi 429 ökumenn voru staðnir að því að aka of hratt á Bústaðavegi um helgina. Brotin náðust á myndavél lögreglunnar og var meðalhraði hinna brotlegu ökumanna 77 kílómetrar á klukkustund. Þeir eiga allir sekt yfir höfði sér. Hámarkshraði á götunni er 60 kílómetrar á klukkustund. 11.6.2007 16:08
Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. 11.6.2007 16:07
Íhuga málsókn en hafa engu hótað Íbúar við Njálsgötu hafa ekki hótað borginni málsókn vegna áforma um stofnun heimilis fyrir útigangsmenn í götunni að sögn annars tveggja fulltrúa íbúa. Hann segir nú beðið eftir áliti lögmanna Reykjavíkurborgar á minnisblaði sem lögmannsstofan Lex gerði fyrir íbúana. 11.6.2007 15:29
Annar hinna slösuðu bifhjólamanna er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum Annar mannanna tveggja sem slösuðust þegar þeir misstu stjórn á bifhjólum sínum í upp úr miðnætti í nótt er fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins. Mennirnir mældust á hátt í 180 kílómetra hraða á Kambabrún og sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 11.6.2007 14:47
Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. 11.6.2007 14:06
Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku tvítugan pilt á laugardagskvöldið eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum. 11.6.2007 14:04
Stígamót fá starfsmannasjóð Engeyjar að gjöf Áhöfnin á Engey RE 1 sem taldi 48 manns, hefur afhent Stígamótum starfsmannasjóð sinn, rúma hálfa milljón króna. Engey var nýverið seld úr landi. Í kjölfarið var starfsmannafélagið leyst upp og ákváðu skipverjarnir fyrrverandi að gefa Stígamótum sjóðinn. 11.6.2007 13:55
Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. 11.6.2007 13:43
Hér fundust kajakræðararnir Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við. 11.6.2007 13:31
Verður að færa samgöngunet landsins inn í nútímann Færa verður samgöngunet landsins í nútímalegt horf og breikka vegi þar sem umferðarþunginn er hvað mestur að mati Signýjar Sigurðardóttur, forstöðumanns flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Flutningafyrirtæki innan samtakanna efna nú til kynningarátaks til að bæta ímynd landflutninga. Signý segir neikvæða umræðu hafa háð flutningafyrirtækjum. 11.6.2007 13:15
Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag. 11.6.2007 12:55
Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt. 11.6.2007 12:51
Stórslasaður eftir ofsaakstur Bifhjólamaður liggur stórslasaður á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa fallið til jarðar á ofsahraða á Breiðholtsbraut upp úr miðnætti. Tildrög slyssins voru að hann ók aftan á bíl og missti stjórn á hjólinu. Meðal áverka eru hálsbrot. Félagi hans á öðru bifhjóli, missti einnig stjórn á sínu hjóli við slysið og skall í götuna, en hann er ekki eins alvarlega slasaður. Ökumann bílsins sakaði ekki. 11.6.2007 12:45
Ætluðu hringinn Kajakræðararnir sem leitað hefur verið að, þau Freyja Hoffmeister og Greg Stamer, ætluðu sér að sigla kajökum sínum hringinn í kring um Ísland. Þau ætluðu sér að ljúka ferðinni á sem stystum tíma og þess vegna ákváðu þau að þvera Faxaflóann í stað þess að fara með ströndinni þrátt fyrir hættuna samfara því. 11.6.2007 12:12
Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna væntanlegur R. Nicholas Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og náinn samstarfsmaður Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Ísland þann 14. júní í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.6.2007 11:46
Áformað að byggja tíu hæða háhýsi í Vatnsmýrinni Tíu hæða stórhýsi í Vatnsmýrinni er á teikniborðinu sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist ekki óttast að Norræna Húsið falli í skuggann af turninum. Áætlað er að kynna áformin formlega á næstunni. 11.6.2007 11:31
Sóðaskapur og hávaði má ekki rýra gildi miðborgarinnar Tryggja verður að vaxandi sóðaskapur og hávaði í kjölfar reykingabanns rýri ekki gildi miðborgarinnar að mati Júlíusar Vífils Ingvarsson, formanns Miðborgar Reykjavíkur. Hann segir það á ábyrgð veitingamanna að koma í veg fyrir sóðaskap fyrir framan staðina en telur jafnfram nauðsynlegt að gefa mönnum tíma til að finna lausnir. 11.6.2007 10:54
Mun fleiri karlar en konur teknir fyrir ölvunarakstur Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta voru þrettán karlar og ein kona á fertugsaldri sem alloft hefur komið við sögu lögreglunnar áður. Hún var einnig tekin fyrir ölvunarakstur í síðustu viku. 11.6.2007 10:37
Kajakræðararnir eru fundnir heilir á húfi Erlendu kajakræðararnir, sem leitað hefur verið frá því síðdegis í gær, bæði á Faxaflóa og Breiðafirði, fundust heilir á húfi við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð fyrir stundu. Fólkið hafði slegið upp tjöldum og amaði ekkert að því. Það voru björgunarsveitarmenn frá Tálknafirði sem fundu fólkið en ekki ferðamaður eins og fyrst var greint frá. 11.6.2007 10:28
Björn Ingi kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi úr Reykjavík, var kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins. Kjörið fór fram á fundi ráðsins sem haldinn var í tengslum við miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gær. 11.6.2007 09:49
KR-ingar í erfiðri stöðu KR-ingar sitja einir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið steinlá 3-1 fyrir ÍA á Skipaskaga í kvöld. Bjarni Guðjónsson kom ÍA yfir eftir um 20 mínútna leik og Helgi Pétur Magnússon skoraði annað mark heimamanna á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. 10.6.2007 22:50
Umferð aftur hleypt á Hvalfjarðargöng eftir bílveltu Opnað var fyrir Hvalfjarðargöngin nú um klukkan níu eftir að þeim hafði verið lokað á áttunda tímanum vegna bílveltu í göngunum. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist norðan ganganna að sögn lögreglunnar á Akranesi þar sem mikil umferð var að norðan. 10.6.2007 21:00
Hvalfjarðargöngum lokað vegna bílvetu Bílvelta varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir stundu og hefur göngunum verið lokað af þeim sökum. Einn maður var í bílnum sem valt en hann var kominn út úr honum þegar lögreglu bar að og er því ekki mikið slasaðaur. 10.6.2007 19:43
Síðustu árgangar af þorski lélegir Mikið af þorski sem sjómenn verða varir við um allan sjó eru góðir árgangar frá því fyrir aldamót, segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Árgangarnir sem eftir koma eru allir lélegir, segir hann. 10.6.2007 19:09
Ferðamenn flykkjast út í Vigur Ferðamannastraumur í Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og á góðum sumardegi heimsækja hátt í 300 manns eyjuna. Þar er líka eitt stærsta æðarvarp landsins og stundum má sjá þar æðarkóng á vappi. 10.6.2007 19:07
Háreysti og sóðaskapur fylgifiskur reykingabanns Útköllum lögreglu vegna ónæðis og sóðaskapar hefur fjölgað mikið síðan svokallað reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi síðustu helgi. Fram til þessa hefur lögregla lítið geta gert annað en að fara á staðinn og biðja fólk um að hafa hægt um sig. 10.6.2007 19:04
Heiður að hitta Pútín Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. 10.6.2007 19:00
Nördar hefna ófaranna í Svíþjóð Leikmenn FC Nörd eru geysilega bjartsýnir fyrir slag sinn gegn sænskum stallbræðrum sínum í FC Z en leikurinn fer fram hér á landi í júlí. 10.6.2007 18:58
Fá ekki byggingarleyfi vegna flóðahættu Óvíst er hvort tuttugu eigendur sumarhúsalóða á Skeiðunum fá að byggja á lóðum sínum. Eftir flóðin á Suðurlandsundirlendinu í desember var ákveðið að byggingarleyfi yrðu ekki gefin út vegna flóðahættu. Eigendur lóðanna gætu því staðið uppi með verðlausar eignir. 10.6.2007 18:45
Sáu ekki ástæðu til að aðstoða stúlku í neyð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu í nágrenni Þjóðleikhússins í gærmorgun. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni sáu ekki ástæðu til að koma konunni til aðstoðar. 10.6.2007 18:36
Valgerður orðin varaformaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi á Grand-hóteli í dag. Valgerður var ein í kjöri og greiddi alls 101 maður atkvæði. Hlaut Valgerður 85 atkvæði eða 89,5 prósent atkvæða 10.6.2007 18:23
Svipast um eftir kajakræðurum á Faxaflóa Landhelgisgæslan er farin að svipast um eftir tveimur kajakræðurum sem hugðust róa frá Garðaskaga í gær og upp á Snæfellsnes. 10.6.2007 18:02
Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa. 10.6.2007 17:30
Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um. 10.6.2007 16:09
Vilja stofna lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði Ungmennafélag Íslands vill koma á á fót lýðháskóla með umhverfissviði í gamla skólanum að Núpi í Dýrafirði. Fram kemur á vef Bæjarins besta að slíkur skóli yrði starfræktur í samstarfi við systursamtök Ungmennafélagsins í Danmörku sem reka átta lýðháskóla. 10.6.2007 14:28
Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum. 10.6.2007 13:53
Leita hefnda eftir tapið gegn Svíum Eitt af undrum Íslands, knattspyrnufélagið Nörd, mun taka að sér að leita hefnda eftir ófarir Íslendinga í Svíþjóð á dögunum þar sem drengirnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0. 10.6.2007 12:30
Valgerður gróðursetti tré við álver Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær. 10.6.2007 12:15
Ein æðstu verðlaun rússneska lýðveldisins Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum, Global Energy International Prize, fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins. 10.6.2007 12:08
Virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á starfsemi meðferðarheimilis Stjórn meðferðarheimilisins Skaftholts skora á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á íbúa á heimilinu og þá uppbyggingu sem þar hefur farið fram. 10.6.2007 12:00
Framsóknarmenn velja varaformann Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar. 10.6.2007 11:03