Innlent

Ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin

Óvíst er með ákæru á hendur árásarmanninum
Óvíst er með ákæru á hendur árásarmanninum

Lögreglan á Vestfjörðum vísar því á bug að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi á Ísafirði vegna atburðar sem átti sér stað í Hnífsdal að kvöldi föstudagsins síðasta, muni verða ákærður fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan segir að málið sé enn á rannsóknarstigi og það því ekki komið til meðferðar hjá þeim aðila sem munu taka ákvörðun um ákæru.

Maðurinn skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld. Hann hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×