Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Höskuldur Kári Schram skrifar 11. júní 2007 13:43 Íbúar við Njálsgötu vilja ekki fá heimili fyrir heimilislausa í götuna. MYND/AB Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. „Fólk er byrjað að flýja hverfið vegna þessa," sagði Pétur Gauti Svavarsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við Vísi. Það verður að stoppa hér. Hverfið þolir ekki fleiri óreglumenn." Íbúar mótmæla Velferðarsvið borgarinnar undirbýr nú opnun á heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru allir Íbúar á svæðinu hlynntir þessum rekstri og hafa þeir lagt fram formleg mótmæli til borgaryfirvalda. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu á fimmtudaginn í síðustu viku og þar lögðu íbúar meðal annars fram undirskriftarlista með nöfnum 127 íbúa á svæðinu þar sem heimilinu er mótmælt. Ennfremur lögðu fulltrúar íbúa fram minnisblað frá lögmannsskrifstofunni Lex þar sem því er meðal annars haldið fram að borgin þurfi að fara með starfsemi heimilisins í grenndarkynningu. Lögðu fram sáttatillögu Á fundinum lögðu fulltrúar Velferðarsviðs fram sáttatillögu sem fól meðal annars í sér breytingar á fyrirhuguðum rekstri heimilisins. Þannig á að fækka liðsmönnum úr tíu í átta. Öryggismyndavélum mun verða komið upp í götunni og sérstakur starfsmaður hafður til að leita að sprautum og öll löggæsla í hverfinu efld. Þessu höfnuðu fulltrúar íbúa. Fullkomlega óásættanlegt Pétur segir sáttatillöguna sýna, svo ekki verð um villst, að hér sé um annars konar rekstur að ræða en bara heimili. „Þetta hljómar eins og við séum að fá fangelsi í götuna. Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir íbúa og sýnir með skýrum hætti að hér er um stofnun að ræða en ekki heimili. Fólk vill ekki búa með börnum sínum í svona umhverfi." Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funda aftur í næstu viku. Pétur segir það ósk íbúa að sátt náist í málinu. „Náist ekki sátt munum við biðja um lögbann á þessari starfsemi og fara í mál við borgina. Í okkar hugum hafa starfsmenn Velferðarsviðs staðið mjög ófaglega að málum. Bæði í vali á húsnæði sem og í samskiptum sínum við íbúa á svæðinu." Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. „Fólk er byrjað að flýja hverfið vegna þessa," sagði Pétur Gauti Svavarsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við Vísi. Það verður að stoppa hér. Hverfið þolir ekki fleiri óreglumenn." Íbúar mótmæla Velferðarsvið borgarinnar undirbýr nú opnun á heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru allir Íbúar á svæðinu hlynntir þessum rekstri og hafa þeir lagt fram formleg mótmæli til borgaryfirvalda. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu á fimmtudaginn í síðustu viku og þar lögðu íbúar meðal annars fram undirskriftarlista með nöfnum 127 íbúa á svæðinu þar sem heimilinu er mótmælt. Ennfremur lögðu fulltrúar íbúa fram minnisblað frá lögmannsskrifstofunni Lex þar sem því er meðal annars haldið fram að borgin þurfi að fara með starfsemi heimilisins í grenndarkynningu. Lögðu fram sáttatillögu Á fundinum lögðu fulltrúar Velferðarsviðs fram sáttatillögu sem fól meðal annars í sér breytingar á fyrirhuguðum rekstri heimilisins. Þannig á að fækka liðsmönnum úr tíu í átta. Öryggismyndavélum mun verða komið upp í götunni og sérstakur starfsmaður hafður til að leita að sprautum og öll löggæsla í hverfinu efld. Þessu höfnuðu fulltrúar íbúa. Fullkomlega óásættanlegt Pétur segir sáttatillöguna sýna, svo ekki verð um villst, að hér sé um annars konar rekstur að ræða en bara heimili. „Þetta hljómar eins og við séum að fá fangelsi í götuna. Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir íbúa og sýnir með skýrum hætti að hér er um stofnun að ræða en ekki heimili. Fólk vill ekki búa með börnum sínum í svona umhverfi." Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funda aftur í næstu viku. Pétur segir það ósk íbúa að sátt náist í málinu. „Náist ekki sátt munum við biðja um lögbann á þessari starfsemi og fara í mál við borgina. Í okkar hugum hafa starfsmenn Velferðarsviðs staðið mjög ófaglega að málum. Bæði í vali á húsnæði sem og í samskiptum sínum við íbúa á svæðinu."
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira