Innlent

Hér fundust kajakræðararnir

MYND/Pétur Steinþórsson

Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar var lögð af stað til leitar þegar kajakræðararnir fundust fyrr í dag. Pétur Steinþórsson flugstjóri tók meðfylgjandi mynd af tjaldinu þar sem fólkið hafðist við.

Björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fundu fólkið. Þau höfðu tjaldað við Sjöundá á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×