Innlent

Líklega ákærður fyrir manndrápstilraun

Búast má við að karlmaður sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal í fyrrakvöld verði ákærður fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn hefur verið úrskurður í gæsluvarðhald fram á næsta föstudag.

Vopnuð sérsveit lögreglu var send vestur til að kljást við manninn og ríkti umsáturástand um hús hans í nokkrar klukkustundir. Konan slapp við illan leik frá manninum. Meiðsl konunnar voru minniháttar en hún var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús á Ísafirði. Hún hlaut sár í andliti af völdum haglaskots úr byssu mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×