Fleiri fréttir Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna. 17.5.2007 09:52 Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld. 16.5.2007 22:15 Vissi ekki að hann var á 155 km Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum. 16.5.2007 21:33 Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. 16.5.2007 20:30 Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. 16.5.2007 19:09 Engir úrslitakostir settir um stóriðjustopp Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum. Steingrímur taldi þó í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag flest benda til að þess ríkisstjórnarflokkarnir endurnýi samstarf sitt. 16.5.2007 18:59 Útstrikanir og ofríki í krafti auðs Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 16.5.2007 18:54 Stungið undan Framsókn um helgina? Margir spyrja hvort atburðarásin eftir þingkosningarnar vorið 1995, þegar Davíð Oddsson skipti Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður, kunni að endurtaka sig nú. Kringumstæður í stjórnmálunum nú eru að mörgu leyti líkar. 16.5.2007 18:52 Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. 16.5.2007 18:50 Formennirnir halda áfram viðræðum Formenn stjórnarflokkanna hafa hist á tveimur fundum í Stjórnarráðinu í dag til að ræða um endurnýjun samstarfsins. Forysta Framsóknarflokksins kannar samhliða hvort meirihlutastuðningur sé meðal 150 miðstjórnarmanna flokksins við það að hann haldi áfram stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki. 16.5.2007 18:49 55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. 16.5.2007 18:45 Varmársamtökin fordæma skemmdarverk Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra. 16.5.2007 18:03 Sýknaður af ákæru um að hafa hindrað lögregluna í starfi Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hindra lögregluna í starfi og sneri þannig dómi héraðsdóms sem hafði dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 16.5.2007 16:50 Hálfs árs fangelsi fyrir að hafa neytt veitinga án þess að geta borgað Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa fimmtán sinnum pantað og neytt veitinga á veitingastöðum í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi. 16.5.2007 16:38 Formenn stjórnarflokkanna funda Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu stuttan fund í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Er þetta í annað skipti sem formennirnir hittast í dag en þeir funduðu einnig fyrir hádegi. 16.5.2007 16:34 Þrettán ára undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrettán ára stúlku í gærkvöld sem hafði sest undir stýri á bíl og ekið á annan bíl. 16.5.2007 16:07 Magnús Ragnarsson hættir sem sjónvarpsstjóri Skjás eins Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, mun láta af störfum sem sjónvarpsstjóri stöðvarinnar um næstu mánaðamót. Magnús tilkynnti þetta á starfsmannafundi í dag. 16.5.2007 15:42 Sömdu um gagnkvæma aðstoð í bráðatilvikum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands sömdu í dag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð við slysum, eldsvoðum og öðrum bráðatilvikum þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. 16.5.2007 15:30 Fingralangur golfari staðinn að verki Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær handtekinn eftir að hann reyndi að stela golfkylfu úr verslun í Smáralindinni. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri að kaupa golfbolta og vildi vera viss um að þeir pössuðu við kylfuna. Alls voru sjö einstaklingar staðnir að búðarhnupli á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá var tilkynnt um eitt innbrot í Breiðholti. 16.5.2007 15:24 Húsvíkingar binda miklar vonir við enduropnun flugvallarins Miklar vonir eru bundnar við enduropnun flugvallarins á Húsavík en flugvöllurinn verður opnaður formlega næstkomandi laugardag. Vonast heimamenn að reglubundið áætlunarflug til Húsavíkur geti hafist að nýju. 16.5.2007 15:11 Gætið ykkar á Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki. 16.5.2007 14:57 Vísar ásökunum Jóhannesar á bug Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ásakanir Jóhannesar Jónssonar í Bónus, um að hann misnoti embætti sitt úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Stöldrum við - hugsum alvöru málsins.“ Hann segir ásakanir Jóhannesar varpa ljósi á einkennilegan hugarheim og lýsir yfir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins hér á landi. 16.5.2007 14:21 Á allt eins von á sömu ríkisstjórn áfram Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á allt eins von á því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýi samstarf sitt í ríkissttjórn. Hann segir menn ætla "að velja átakminnsta, þægilegasta en um leið metnaðarlausasta kostinn, að láta þetta lafa áfram á annarri hjörinni." 16.5.2007 14:03 Kvíabryggja stækkuð Framkvæmdir eru hafnar við stækkun fangelsisins á Kvíabryggju og verður meðal annars sex herbergjum bætt við þau sem fyrir eru. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. 16.5.2007 14:03 Skemmdarvarga enn leitað Lögreglan leitar enn þeirra sem unnu skemmdir á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt. Rándýr stýribúnaður í sumum vélanna var gjöreyðilagður. 16.5.2007 13:25 Björn fellur niður um eitt sæti vegna útstrikana 2514 manns, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður, strikuðu yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og eru það 18,16 prósent kjósenda flokksins í kjördæminu. Þetta þýðir að Björn færist niður eitt sæti á listanum. 16.5.2007 12:49 Ganga í hús á Ísafirði og selja myndir Þrír útlendingar eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan í gærkvöldi grunaðir um að stunda ólöglega farandsölu. 16.5.2007 12:45 Borgarstjóri með fyrsta flugi til Halifax Áætlunarflug Icelandair milli Íslands og borgarinnar Halifax í Kanada hefst að nýju á morgun. Af því tilefni verður efnt til sérstakra hátíðarhalda í Halifax og verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, meðal gesta. 16.5.2007 12:44 Vonast til að næsta ríkisstjórn viðhaldi stöðugleika Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vonast til að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, viðhaldi stöðugleika til samræmis við markmið Seðlabankans. 16.5.2007 12:26 Varmársamtök fordæma skemmdarverk Skemmdarverk voru unnin á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt, rúður voru brotnar og rándýr stýribúnaður í sumum þeirra gjöreyðilagður. Talið er að tjónið skipti milljónum en ekki er vitað hverjir standa að verki. Varmársamtökin fordæma skemmdarverkin og segjast á engan hátt hafa komið nálægt þeim. Þau hafa nú kært framkvæmdirnar á svæðinu til lögreglu. 16.5.2007 12:07 Innkalla barnamat vegna aðskotahlutar í einni krukku Kaupás hefur í samráði við Matvælaeftirlit borgarinnar innkallað barnamat af tegundinni Organic Baby eftir að aðskotahlutur fannst í einni krukkunni. 16.5.2007 12:06 Geir og Jón funda áfram í dag Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, funduðu í Stjórnarráðinu í morgun um endurnýjun ríkisstjórnarinnar. Viðræður þeirra halda áfram í dag. 16.5.2007 12:00 Ók útaf og beint á tré Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og beint á tré. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 16.5.2007 10:43 Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um uppbyggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og segist tilbúin í samstarf við hlutaðeigandi aðila. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. 16.5.2007 10:26 Sauðburður hjá sjómanni Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan. 15.5.2007 23:04 Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15.5.2007 22:09 Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. 15.5.2007 21:50 Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. 15.5.2007 21:27 Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. 15.5.2007 21:20 Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp. 15.5.2007 19:26 13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. 15.5.2007 19:13 Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný. 15.5.2007 18:57 Stjórnarflokkar veita formönnum umboð Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs. 15.5.2007 18:53 Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð. 15.5.2007 18:47 Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt. 15.5.2007 18:44 Sjá næstu 50 fréttir
Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna. 17.5.2007 09:52
Pólsku farandsalarnir farnir frá Ísafirði Þrír Pólverjar sem lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af í gær vegna ólöglegrar farandsölu hafa nú greitt sekt og eru farnir frá bænum. Mennirnir voru á sendiferðabíl með erlendum númerum og gengu í heimahús í bænum og reyndu að selja blýantsteikningar og eftirprentanir. Mennirnir höfðu ekki verslunarleyfi og hafði lögreglan þá í haldi þar til rétt undir kvöld. 16.5.2007 22:15
Vissi ekki að hann var á 155 km Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn á 155 km hraða á Akureyri þar sem hámarkshraði er 90. Lögregla stöðvaði manninn á Hringvegi við Skógarbakka. Ökumaðurinn keyrði venjulegan fólksbíl og sagði lögreglu að hann hefði ekki gert sér grein fyrir hraðanum. 16.5.2007 21:33
Framtíðarlandið hvetur til bóta á kosningafyrirkomulagi Stjórn Framtíðarlandsins telur misbresti á kosningafyrirkomulagi hafa orðið til þess að sitjandi stjorn fékk minnihluta atkvæða en haldi samt meirihluta á þingi. Samtökin hvetja nýkjörið Alþingi að bæta úr “þessum ágöllum.” Stjórnmálamönnum beri að virða vilja kjósenda. Minnihluti þeirra hafi greitt sitjandi stjórn atkvæði. Talsmenn umhverfisverndar hafi hins vegar fengið byr undir báða vængi. 16.5.2007 20:30
Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. 16.5.2007 19:09
Engir úrslitakostir settir um stóriðjustopp Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum. Steingrímur taldi þó í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag flest benda til að þess ríkisstjórnarflokkarnir endurnýi samstarf sitt. 16.5.2007 18:59
Útstrikanir og ofríki í krafti auðs Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 16.5.2007 18:54
Stungið undan Framsókn um helgina? Margir spyrja hvort atburðarásin eftir þingkosningarnar vorið 1995, þegar Davíð Oddsson skipti Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður, kunni að endurtaka sig nú. Kringumstæður í stjórnmálunum nú eru að mörgu leyti líkar. 16.5.2007 18:52
Jóhannes stóð ekki yfir kjósendum Hreinn Loftsson formaður stjórnar Baugs Group segir afstöðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra lýsa hroka í garð lýðræðislegra ákvarðana sem teknar eru af einstaklingum þegar þeir nýti sér kosningarétt sinn. Jóhannes Jónsson hafi ekki staðið yfir kjósendum þegar þeir gengu til kosninga síðastliðinn laugardag. 16.5.2007 18:50
Formennirnir halda áfram viðræðum Formenn stjórnarflokkanna hafa hist á tveimur fundum í Stjórnarráðinu í dag til að ræða um endurnýjun samstarfsins. Forysta Framsóknarflokksins kannar samhliða hvort meirihlutastuðningur sé meðal 150 miðstjórnarmanna flokksins við það að hann haldi áfram stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokki. 16.5.2007 18:49
55 geðsjúkir heimilislausir Þriðjungur þeirra sem voru í Byrginu undir það síðasta eru aftur komnir á götuna í neyslu, segir Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðjálpar. Hann telur húsnæðislausa miklu fleiri en yfirvöld viðurkenna og segir athvarf við Njálsgötu einungis veita gálgafrest. 16.5.2007 18:45
Varmársamtökin fordæma skemmdarverk Varmársmtökin harma þá eyðileggingu sem unnin var á sjö vinnuvélum ofanvið Álafosskvos í Mosfellsbæ í nótt. Samtökin telja yfirlýsingar verktaka um að þau hafi hvatt til skemmdarverkanna vera ærumeiðandi. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér vegna málsins segir að ofbeldisverk samrýmist ekki markmiðum þeirra. 16.5.2007 18:03
Sýknaður af ákæru um að hafa hindrað lögregluna í starfi Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hindra lögregluna í starfi og sneri þannig dómi héraðsdóms sem hafði dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 16.5.2007 16:50
Hálfs árs fangelsi fyrir að hafa neytt veitinga án þess að geta borgað Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa fimmtán sinnum pantað og neytt veitinga á veitingastöðum í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi. 16.5.2007 16:38
Formenn stjórnarflokkanna funda Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu stuttan fund í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Er þetta í annað skipti sem formennirnir hittast í dag en þeir funduðu einnig fyrir hádegi. 16.5.2007 16:34
Þrettán ára undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrettán ára stúlku í gærkvöld sem hafði sest undir stýri á bíl og ekið á annan bíl. 16.5.2007 16:07
Magnús Ragnarsson hættir sem sjónvarpsstjóri Skjás eins Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, mun láta af störfum sem sjónvarpsstjóri stöðvarinnar um næstu mánaðamót. Magnús tilkynnti þetta á starfsmannafundi í dag. 16.5.2007 15:42
Sömdu um gagnkvæma aðstoð í bráðatilvikum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands sömdu í dag um gagnkvæma aðstoð og sameiginleg viðbrögð við slysum, eldsvoðum og öðrum bráðatilvikum þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. 16.5.2007 15:30
Fingralangur golfari staðinn að verki Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær handtekinn eftir að hann reyndi að stela golfkylfu úr verslun í Smáralindinni. Maðurinn gaf þá skýringu að hann væri að kaupa golfbolta og vildi vera viss um að þeir pössuðu við kylfuna. Alls voru sjö einstaklingar staðnir að búðarhnupli á höfuðborgarsvæðinu í gær og þá var tilkynnt um eitt innbrot í Breiðholti. 16.5.2007 15:24
Húsvíkingar binda miklar vonir við enduropnun flugvallarins Miklar vonir eru bundnar við enduropnun flugvallarins á Húsavík en flugvöllurinn verður opnaður formlega næstkomandi laugardag. Vonast heimamenn að reglubundið áætlunarflug til Húsavíkur geti hafist að nýju. 16.5.2007 15:11
Gætið ykkar á Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér viðvörun vegna fyrirtækisins Aquanetworld sem er skráð með aðsetur að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík. Er fólki ráðlagt að eiga ekki viðskipti við þetta fyrirtæki. 16.5.2007 14:57
Vísar ásökunum Jóhannesar á bug Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir ásakanir Jóhannesar Jónssonar í Bónus, um að hann misnoti embætti sitt úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Björn sendi frá sér fyrir skemmstu undir fyrirsögninni „Stöldrum við - hugsum alvöru málsins.“ Hann segir ásakanir Jóhannesar varpa ljósi á einkennilegan hugarheim og lýsir yfir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins hér á landi. 16.5.2007 14:21
Á allt eins von á sömu ríkisstjórn áfram Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á allt eins von á því að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn endurnýi samstarf sitt í ríkissttjórn. Hann segir menn ætla "að velja átakminnsta, þægilegasta en um leið metnaðarlausasta kostinn, að láta þetta lafa áfram á annarri hjörinni." 16.5.2007 14:03
Kvíabryggja stækkuð Framkvæmdir eru hafnar við stækkun fangelsisins á Kvíabryggju og verður meðal annars sex herbergjum bætt við þau sem fyrir eru. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn. 16.5.2007 14:03
Skemmdarvarga enn leitað Lögreglan leitar enn þeirra sem unnu skemmdir á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt. Rándýr stýribúnaður í sumum vélanna var gjöreyðilagður. 16.5.2007 13:25
Björn fellur niður um eitt sæti vegna útstrikana 2514 manns, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður, strikuðu yfir nafn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og eru það 18,16 prósent kjósenda flokksins í kjördæminu. Þetta þýðir að Björn færist niður eitt sæti á listanum. 16.5.2007 12:49
Ganga í hús á Ísafirði og selja myndir Þrír útlendingar eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan í gærkvöldi grunaðir um að stunda ólöglega farandsölu. 16.5.2007 12:45
Borgarstjóri með fyrsta flugi til Halifax Áætlunarflug Icelandair milli Íslands og borgarinnar Halifax í Kanada hefst að nýju á morgun. Af því tilefni verður efnt til sérstakra hátíðarhalda í Halifax og verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, meðal gesta. 16.5.2007 12:44
Vonast til að næsta ríkisstjórn viðhaldi stöðugleika Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vonast til að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, viðhaldi stöðugleika til samræmis við markmið Seðlabankans. 16.5.2007 12:26
Varmársamtök fordæma skemmdarverk Skemmdarverk voru unnin á sjö vinnuvélum fyrir ofan Álafosskvosina í Mosfellsbæ í nótt, rúður voru brotnar og rándýr stýribúnaður í sumum þeirra gjöreyðilagður. Talið er að tjónið skipti milljónum en ekki er vitað hverjir standa að verki. Varmársamtökin fordæma skemmdarverkin og segjast á engan hátt hafa komið nálægt þeim. Þau hafa nú kært framkvæmdirnar á svæðinu til lögreglu. 16.5.2007 12:07
Innkalla barnamat vegna aðskotahlutar í einni krukku Kaupás hefur í samráði við Matvælaeftirlit borgarinnar innkallað barnamat af tegundinni Organic Baby eftir að aðskotahlutur fannst í einni krukkunni. 16.5.2007 12:06
Geir og Jón funda áfram í dag Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, funduðu í Stjórnarráðinu í morgun um endurnýjun ríkisstjórnarinnar. Viðræður þeirra halda áfram í dag. 16.5.2007 12:00
Ók útaf og beint á tré Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og beint á tré. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 16.5.2007 10:43
Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill olíuhreinsistöð Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um uppbyggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og segist tilbúin í samstarf við hlutaðeigandi aðila. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. 16.5.2007 10:26
Sauðburður hjá sjómanni Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan. 15.5.2007 23:04
Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15.5.2007 22:09
Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. 15.5.2007 21:50
Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. 15.5.2007 21:27
Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. 15.5.2007 21:20
Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp. 15.5.2007 19:26
13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. 15.5.2007 19:13
Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný. 15.5.2007 18:57
Stjórnarflokkar veita formönnum umboð Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs. 15.5.2007 18:53
Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð. 15.5.2007 18:47
Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt. 15.5.2007 18:44