Innlent

Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs

Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt.

Ríkisstjórnin kom saman í Stjórnarráðinu í morgun til síns fyrsta fundar eftir að kosningaúrslit lágu fyrir. Stjórnarmeirihluti hennar hefur nú minnkað niður í einn mann og eina umræðuefnið var staða mála að loknum alþingiskosningunum. Ríkisstjórnarfundurinn stóð í aðeins um fimmtán mínútur en að honum loknum skýrði formaður Framsóknarflokksins frá stöðunni í viðræðum flokkanna.

Eftir að framsóknarráðherrarnir yfirgáfu Stjórnarráðið sátu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins áfram og ræddu stöðu mála í sínum hópi í um það bil klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×