Innlent

Formenn stjórnarflokkanna funda

MYND/VG
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, áttu stuttan fund í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Er þetta í annað skipti sem formennirnir hittast í dag en þeir funduðu einnig fyrir hádegi.

Jón Sigurðsson varðist allra frétta af gangi viðræðna eftir fundinn en ljóst virðist þó að þeim er haldið áfram. Að öðru leyti vildi Jón ekkert gefa upp um stöðu mála. Fundur Jóns og Geirs var stuttur og stóð í 15 til 20 mínútur.

Flokkarnir hafa verið í viðræðum frá því á sunnudaginn um endurnýjun ríkisstjórnarinnar.

Formennirnir hittust fyrir hádegi dag og sagði Jón þá að fundur hans og Geirs hefði ekki síður verið til að fara yfir dagleg verkefni ríkisstjórnarinnar.

Geir H. Haarde hefur ekki viljað tjá sig við fréttamenn eftir fundi dagsins.

Samkvæmt heimildum Vísis hefur þingflokkur Framsóknarflokksins ekki hist á fundi í dag en þingmennirnir hins vegar talað saman í síma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×