Innlent

Sauðburður hjá sjómanni

MYND/Skessuhorn

Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan.

Á myndinni sés Ólafur með nýfætt lamb. Móðirin fylgist með að bóndinn höndli lambið rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×