Innlent

Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur

Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er jöfnunarþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún lætur af starfi bæjarstjóra í sumar og hlakkar til að takast á við ný verkefni. Ragnheiður segist hafa velt fyrir sér ýmsum verkum þingmanna í gegnum tíðina og á von á að fá svör þegar hún sest sjálf á þing.

Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, er einnig á leið á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er ánægður með það stuðning sem flokkur hans fékk um helgina.

Þeir þingmenn sem koma nýir inn á þing hafa mismikla reynslu af stjórnmálum. Lögmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson er kannski sá nýi þingmaður sem fæstir þekkja en hann er nú á leið á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Niðurstaða kosninganna var flokknum langt því frá hagstæð og ekki allir sammála um hvort flokkurinn eigi áfram að sitja í ríkisstjórn. Höskuldur segir flokkinn eiga að velta fyrir sér öllum kostum sem uppi eru í stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×