Innlent

Ók útaf og beint á tré

Kona slasaðist þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Nýbýlavegi í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að hún ók útaf veginum og beint á tré. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað við Auðbrekku í Kópavogi um klukkan hálf tíu í morgun. Konan var að aka vestur eftir Nýbýlavegi þegar hún missti stjórn á bílnum. Ók hún útaf veginum og beint á tré.

Tildrög slyssins eru óljós en talið er að konan hafi fengið einhvers konar aðsvif og þess vegna misst stjórn á bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×