Fleiri fréttir Ársreikningur borgarinnar óviðunandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra. 15.5.2007 15:46 Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til. 15.5.2007 15:27 Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda. 15.5.2007 15:24 Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006 15.5.2007 14:23 Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli. 15.5.2007 13:57 Keyrði á tvo bíla og stakk af Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona. 15.5.2007 13:44 Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar. 15.5.2007 13:30 Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. 15.5.2007 13:23 Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær. 15.5.2007 13:00 Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. 15.5.2007 12:59 Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. 15.5.2007 12:29 Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. 15.5.2007 12:15 Miklar skemmdir unnar í háhýsi á Akranesi Mikið tjón var unnið í háhýsi sem er í byggingu við Stillholt á Akranesi á kosninganótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að aðkoman hafi verið með hreinum ólíkindum, rafmagnstöflur voru eyðilagðar, málningu hellt niður um lyftugöng og yfir lyftuna, rúður brotnar og innréttingar skemmdar. 15.5.2007 11:54 Íbúar við Álafossveg kalla á lögreglu til að stöðva framkvæmdir Íbúar við Álafossveg hafa aftur kallað á lögreglu til að stöðva framkvæmdir við vegagerð á svæðinu. Þetta er í annað skipti á innan við sólarhring sem íbúar neyðast til að kalla á lögreglu vegna málsins. Deilt er um leyfi vegna framkvæmdanna. 15.5.2007 11:47 Hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur að undanförnu lagt út fimm hlustunardufl í hafið umhverfis landið, til að hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala. Verkið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofuna. 15.5.2007 11:44 Heimasíða Kolviðar opnuð og fyrsta bifreiðin kolefnisjöfnuð Heimasíða kolefnissjóðsins Kolviðar var opnuð með formlegum hætti í Grasagarði Reykjavíkur í morgun að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. 15.5.2007 11:38 Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns. 15.5.2007 11:28 Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 15.5.2007 11:19 Landsbankinn opnar nýtt útibú Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. 15.5.2007 10:45 Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram. 15.5.2007 10:01 DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. 14.5.2007 23:41 Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. 14.5.2007 22:38 Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. 14.5.2007 22:14 Ferðamaður slasaðist í Surtshelli Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld. 14.5.2007 21:53 Keyrt á dreng við KR völlinn Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild. 14.5.2007 21:29 Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn. 14.5.2007 20:53 Athyglissjúkt andapar í tilhugalífinu Andarsteggur sem átti leið um Skaftahlíðina beitti afar óvenjulegri aðferð til að ganga í augun á kollu sem var þar skammt hjá. Hann vildi ekkert gefa upp um það hvort aðferðin væri algeng í tilhugalífi anda en svo virðist sem hún hafi borið árangur. 14.5.2007 20:41 Niðurstöður kosninga í samræmi við veður Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér. 14.5.2007 20:30 Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. 14.5.2007 20:21 Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent. 14.5.2007 20:14 Útstrikanir Björns enn í talningu Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. 14.5.2007 19:22 Josh Groban á Íslandi Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban treður upp í Laugardalshöllinni á morgun. Groban sem kom til landsins í gær er heillaður af landi og þjóð. 14.5.2007 19:14 Heilsast vel á afmælisdeginum Forseti Íslands hafði í nógu að snúast í dag þegar barnahópur heimsótti hann á afmælisdeginum. Heilsa forsetans er með besta móti en aðeins er rúm vika síðan hann var fluttur á spítala með hraði. Hann segir atvikið ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort hann bjóði sig aftur fram sem forseta. 14.5.2007 19:10 Sætar stelpur á glugga Geirs Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segir bæði Samfylkingu og Vinstri græna komna á gluggann hjá Geir Haarde til að vera næstsætasta stelpan á ballinu. Hann segir alveg ljóst að Framsóknarflokkur gefi eftir ráðuneyti til Sjálfstæðisflokks, endurnýi flokkarnir samstarf sitt. 14.5.2007 19:07 Tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur Því var velt upp í aðdraganda kosninganna hvert hlutverk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, gæti orðið við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Sjálfur segir hann eðlilegast að stjórnmálaflokkarnir leysi málið sín á milli en hann sé þó tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur. 14.5.2007 19:06 Breiðþota lenti með veikan farþega Breiðþota Air France flugélagsins af Boeing 777-300 gerð millilenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag með veikan farþega. Sjúkrabifreið ók með manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin var á leið frá París til Los Angeles í Kaliforníu þegar ákveðið var að lenda hér á landi. 14.5.2007 18:17 Sautján ára sviptur á 171 km Sautján ára piltur var sviptur ökuréttindum um helgina þegar hann mældist á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Einungis þrjár vikur eru síðan pilturinn fékk bílpróf. Að sögn lögreglu voru alls 69 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er það yfir meðallagi. Í sjö tilfellanna var grunur um ölvun, eða áhrif lyfja. 14.5.2007 17:53 Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma. 14.5.2007 17:35 Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. 14.5.2007 16:56 Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. 14.5.2007 16:45 Dæmdur í fangelsi fyrir ofsakstur Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir ofsakstur. Þá var manninum einnig gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóð. 14.5.2007 16:35 Stolni sendibíllinn fannst Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott. 14.5.2007 16:33 Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag. 14.5.2007 16:25 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. 14.5.2007 16:16 Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. 14.5.2007 15:26 Sjá næstu 50 fréttir
Ársreikningur borgarinnar óviðunandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra. 15.5.2007 15:46
Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til. 15.5.2007 15:27
Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda. 15.5.2007 15:24
Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006 15.5.2007 14:23
Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli. 15.5.2007 13:57
Keyrði á tvo bíla og stakk af Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona. 15.5.2007 13:44
Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar. 15.5.2007 13:30
Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. 15.5.2007 13:23
Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær. 15.5.2007 13:00
Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. 15.5.2007 12:59
Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. 15.5.2007 12:29
Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. 15.5.2007 12:15
Miklar skemmdir unnar í háhýsi á Akranesi Mikið tjón var unnið í háhýsi sem er í byggingu við Stillholt á Akranesi á kosninganótt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að aðkoman hafi verið með hreinum ólíkindum, rafmagnstöflur voru eyðilagðar, málningu hellt niður um lyftugöng og yfir lyftuna, rúður brotnar og innréttingar skemmdar. 15.5.2007 11:54
Íbúar við Álafossveg kalla á lögreglu til að stöðva framkvæmdir Íbúar við Álafossveg hafa aftur kallað á lögreglu til að stöðva framkvæmdir við vegagerð á svæðinu. Þetta er í annað skipti á innan við sólarhring sem íbúar neyðast til að kalla á lögreglu vegna málsins. Deilt er um leyfi vegna framkvæmdanna. 15.5.2007 11:47
Hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala Varðskip Landhelgisgæslunnar hefur að undanförnu lagt út fimm hlustunardufl í hafið umhverfis landið, til að hlusta eftir jarðskjálftum og hljóðum hvala. Verkið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofuna. 15.5.2007 11:44
Heimasíða Kolviðar opnuð og fyrsta bifreiðin kolefnisjöfnuð Heimasíða kolefnissjóðsins Kolviðar var opnuð með formlegum hætti í Grasagarði Reykjavíkur í morgun að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. 15.5.2007 11:38
Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns. 15.5.2007 11:28
Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 15.5.2007 11:19
Landsbankinn opnar nýtt útibú Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. 15.5.2007 10:45
Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram. 15.5.2007 10:01
DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. 14.5.2007 23:41
Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. 14.5.2007 22:38
Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. 14.5.2007 22:14
Ferðamaður slasaðist í Surtshelli Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld. 14.5.2007 21:53
Keyrt á dreng við KR völlinn Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild. 14.5.2007 21:29
Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn. 14.5.2007 20:53
Athyglissjúkt andapar í tilhugalífinu Andarsteggur sem átti leið um Skaftahlíðina beitti afar óvenjulegri aðferð til að ganga í augun á kollu sem var þar skammt hjá. Hann vildi ekkert gefa upp um það hvort aðferðin væri algeng í tilhugalífi anda en svo virðist sem hún hafi borið árangur. 14.5.2007 20:41
Niðurstöður kosninga í samræmi við veður Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér. 14.5.2007 20:30
Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. 14.5.2007 20:21
Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent. 14.5.2007 20:14
Útstrikanir Björns enn í talningu Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. 14.5.2007 19:22
Josh Groban á Íslandi Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban treður upp í Laugardalshöllinni á morgun. Groban sem kom til landsins í gær er heillaður af landi og þjóð. 14.5.2007 19:14
Heilsast vel á afmælisdeginum Forseti Íslands hafði í nógu að snúast í dag þegar barnahópur heimsótti hann á afmælisdeginum. Heilsa forsetans er með besta móti en aðeins er rúm vika síðan hann var fluttur á spítala með hraði. Hann segir atvikið ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort hann bjóði sig aftur fram sem forseta. 14.5.2007 19:10
Sætar stelpur á glugga Geirs Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segir bæði Samfylkingu og Vinstri græna komna á gluggann hjá Geir Haarde til að vera næstsætasta stelpan á ballinu. Hann segir alveg ljóst að Framsóknarflokkur gefi eftir ráðuneyti til Sjálfstæðisflokks, endurnýi flokkarnir samstarf sitt. 14.5.2007 19:07
Tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur Því var velt upp í aðdraganda kosninganna hvert hlutverk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, gæti orðið við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Sjálfur segir hann eðlilegast að stjórnmálaflokkarnir leysi málið sín á milli en hann sé þó tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur. 14.5.2007 19:06
Breiðþota lenti með veikan farþega Breiðþota Air France flugélagsins af Boeing 777-300 gerð millilenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag með veikan farþega. Sjúkrabifreið ók með manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin var á leið frá París til Los Angeles í Kaliforníu þegar ákveðið var að lenda hér á landi. 14.5.2007 18:17
Sautján ára sviptur á 171 km Sautján ára piltur var sviptur ökuréttindum um helgina þegar hann mældist á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Einungis þrjár vikur eru síðan pilturinn fékk bílpróf. Að sögn lögreglu voru alls 69 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er það yfir meðallagi. Í sjö tilfellanna var grunur um ölvun, eða áhrif lyfja. 14.5.2007 17:53
Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma. 14.5.2007 17:35
Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. 14.5.2007 16:56
Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. 14.5.2007 16:45
Dæmdur í fangelsi fyrir ofsakstur Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir ofsakstur. Þá var manninum einnig gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóð. 14.5.2007 16:35
Stolni sendibíllinn fannst Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott. 14.5.2007 16:33
Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag. 14.5.2007 16:25
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. 14.5.2007 16:16
Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. 14.5.2007 15:26