Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þrettán ára stúlku í gærkvöld sem hafði sest undir stýri á bíl og ekið á annan bíl. Atvikið átti sér stað á bílastæði og sagðist stúlkan aðspurð hafa ætlað að bakka bílnum út úr stæði sínu, snúa honum við á planinu og bakka inn í stæðið. Lögregla segir bílinn hafa verið ólæstan og í gangi þegar hún hafi fengið þessa fáránlegu hugdettu. Ekki er ljóst um hversu mikið tjón er að ræða.
