Innlent

Húsvíkingar binda miklar vonir við enduropnun flugvallarins

Frá Húsavík.
Frá Húsavík. MYND/KK

Miklar vonir eru bundnar við enduropnun flugvallarins á Húsavík en flugvöllurinn verður opnaður formlega næstkomandi laugardag. Vonast heimamenn að reglubundið áætlunarflug til Húsavíkur geti hafist að nýju.

„Flugvöllurinn hefur mikla þýðingu fyrir byggðarlagið og því hefur þessi opnun mikið að segja," sagði Friðrik Sigurðsson, formaður Markaðsráðs Þingeyinga, í samtali við Vísi. „Til lengri tíma litið skiptir það líka máli öryggislega séð að flugvöllurinn sé notkunarhæfur alla daga ársins. Til dæmi með hliðsjón af sjúkraflugi."

Allt frá því að áætlunarflug lagðist af til Húsavíkur um síðustu aldamót hefur verið unnið að því að koma flugvellinum aftur í reglubundna notkun. Sveitarfélagið Norðuþing hefur undanfarið átti í viðræðum við flugfélagið Fjarðarflug um mögulegt áætlunarflug en það félag mun fljúga reglubundið útsýnisflug frá Húsavíkurflugvelli í sumar.

„Viðræðum er enn ólokið en auðvitað vonumst við til þess að áætlunarflug geti hafist sem fyrst. Það myndi hafa mikla þýðingu fyrir íbúa svæðisins," sagði Friðrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×