Innlent

Borgarstjóri með fyrsta flugi til Halifax

MYND/TJ

Áætlunarflug Icelandair milli Íslands og borgarinnar Halifax í Kanada hefst að nýju á morgun. Af því tilefni verður efnt til sérstakra hátíðarhalda í Halifax og verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, meðal gesta.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að borgarstjóri muni meðal annars funda með Peter Kelly, borgarstjóra í Halifax, og Len Goucher, ferðamálaráðherra Nova Scotia.

Þá er haft eftir Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni að félagið hafi ákveðið að bjóða aftur upp á flug til Halifax vegna breyttra viðhorfa þarlendra stjórnvalda. Hingað til hafi takmarkanir á flugheimildum hamlað uppbyggingu en nú sé útliti fyrir að kanadísk stjórnvöld séu tilbúin til að sýna meiri sveigjanleika.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×