Innlent

Ganga í hús á Ísafirði og selja myndir

Þrír útlendingar eru í haldi lögreglunnar á Ísafirði síðan í gærkvöldi grunaðir um að stunda ólöglega farandsölu.

Þeir eru á senidferðabíl á erlendum númerum og hafa gengið í heimahús í bænum og reynt að selja myndir. Það eru einkum blýantsteikningar af köttum, fuglum, mannvirkjum og blómum og mun gangverðið vera um 2500 krónur á mynd.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag og góssið í sendibílnum kannað til hlítar. Ekki leikur grunur á að þeir hafi ólöglegan varning í fórum sínum heldur standa þeir ólöglega að sölunni. Þetta eru pólskir ferðamenn, sem tengjast ekki pólskum fjölskyldum vestra.

Hins vegar er taið að þeir tengist tveimur öðrum pólskum ferðamönnum sem lögreglan á Ísafirði hafði líka afskipti af fyrir nokkrum dögum fyrir ólöglega myndasölu í bænum. Þeir eru farnir þaðan og hinir halda líklega líka á brott fyrir kvöldið þegar yfirheyrslum verður lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×