Innlent

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill olíuhreinsistöð

MYND/RR

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um uppbyggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum og segist tilbúin í samstarf við hlutaðeigandi aðila. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta.

Í fréttinni kemur fram að nú séu íslenskir og rússneskir athafnamenn langt komnir með hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð í fjórðungnum. Með samvinnu við stjórnvöld er talið að stöðin geti náð að rísa á næstu fjórum árum og skapað rúmlega 500 störf.

Þá kemur einnig fram í fréttinni að framkvæmdaraðilar telji að mengun frá stöðinni yrði vegin upp með hreinna eldsneyti á bíla- og skipaflota landsmanna og líkur séu á að bensínverð í landinu lækki.

Sjá nánar frétt BB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×