Vonast til að næsta ríkisstjórn viðhaldi stöðugleika 16. maí 2007 12:26 Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vonast til að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, viðhaldi stöðugleika til samræmis við markmið Seðlabankans. Það er í sjálfu sér ekki minni ákvörðun að breyta ekki stýrivöxtum en að breyta þeim. Nú í mars mat Seðlabankinn það svo að það yrði ekki svigrúm til að lækka vexti fyrr en í fyrsta lagi á þriðja ársfjórðungi eða með hausti. Það hefur í sjálfur sér lítið breyst nema að því leyti að Seðlabankinn telur að spenna sé enn þá töluverð, jafnvel meiri en talið var í mars. „Hraður atvinnuvöxtur bendir til þess að umsvif í efnahagsífinu verði a.m.k. ekki minni næstu mánuði en fólst í spánni. Hagstæð skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, háir innlendir vextir og bjartsýni í efnahagslífinu hafa stuðlað að háu gengi krónunnar. Mikill viðskiptahalli og tiltölulega hátt raungengi fela sem fyrr í sér verulega hættu á lækkun gengisins, t.d. ef alþjóðleg fjármálaskilyrði verða óhagstæðari. Verðbólguhorfur gætu þá versnað, einkum ef gengið lækkar áður en dregur úr spennu á vinnumarkaði sem engin teikn eru um enn," sagði Davíð. „Þótt horfurnar nú séu í meginatriðum svipaðar er ítrekað að meiri hætta er talin á að verðbólga verði meiri en spáð var en að hún verði minni. Nýleg verðþróun, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði, mikill viðskiptahalli og sterk eftirspurn undirstrika þessa hættu. Versni verðbólguhorfur frá því sem gert var ráð fyrir í marsspánni mun Seðlabankinn þurfa að bregðast við, sagði hann enn fremur. Seðlabankastjóri var spurður að því hvort núverandi þreifingar í pólitík og útkoman úr þeim kynni að hafa áhrif á stefnu Seðlabankans á næstu mánuðum. Hann sagði erfitt að meta það. „Meginatriðið er þó það að Seðlabankinn heldur sínu striki óháð því hvaða stjórn er í landinu en vonast til að þær ákvarðanir sem stjórnvöld taka á hverjum tíma flútti vel við þá stefnu sem Seðlabankanum er gert að fylgja," sagði Davíð. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vonast til að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, viðhaldi stöðugleika til samræmis við markmið Seðlabankans. Það er í sjálfu sér ekki minni ákvörðun að breyta ekki stýrivöxtum en að breyta þeim. Nú í mars mat Seðlabankinn það svo að það yrði ekki svigrúm til að lækka vexti fyrr en í fyrsta lagi á þriðja ársfjórðungi eða með hausti. Það hefur í sjálfur sér lítið breyst nema að því leyti að Seðlabankinn telur að spenna sé enn þá töluverð, jafnvel meiri en talið var í mars. „Hraður atvinnuvöxtur bendir til þess að umsvif í efnahagsífinu verði a.m.k. ekki minni næstu mánuði en fólst í spánni. Hagstæð skilyrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, háir innlendir vextir og bjartsýni í efnahagslífinu hafa stuðlað að háu gengi krónunnar. Mikill viðskiptahalli og tiltölulega hátt raungengi fela sem fyrr í sér verulega hættu á lækkun gengisins, t.d. ef alþjóðleg fjármálaskilyrði verða óhagstæðari. Verðbólguhorfur gætu þá versnað, einkum ef gengið lækkar áður en dregur úr spennu á vinnumarkaði sem engin teikn eru um enn," sagði Davíð. „Þótt horfurnar nú séu í meginatriðum svipaðar er ítrekað að meiri hætta er talin á að verðbólga verði meiri en spáð var en að hún verði minni. Nýleg verðþróun, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði, mikill viðskiptahalli og sterk eftirspurn undirstrika þessa hættu. Versni verðbólguhorfur frá því sem gert var ráð fyrir í marsspánni mun Seðlabankinn þurfa að bregðast við, sagði hann enn fremur. Seðlabankastjóri var spurður að því hvort núverandi þreifingar í pólitík og útkoman úr þeim kynni að hafa áhrif á stefnu Seðlabankans á næstu mánuðum. Hann sagði erfitt að meta það. „Meginatriðið er þó það að Seðlabankinn heldur sínu striki óháð því hvaða stjórn er í landinu en vonast til að þær ákvarðanir sem stjórnvöld taka á hverjum tíma flútti vel við þá stefnu sem Seðlabankanum er gert að fylgja," sagði Davíð.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira