Útstrikanir og ofríki í krafti auðs 16. maí 2007 18:54 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega 18 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi suður strikuðu yfir nafn dómsmálaráðherrans. eða yfir 2500 kjósendur. Þetta veldur því að Björn færist niður fyrir þingnýliðann Illuga Gunnarsson á lista flokksins. Verður því sjötti þingmaður kjördæmisins en Illugi þriðji. Jóhannes Jónsson í Bónus hvatti til þess í auglýsingum fyrir kjördag að kjósendur strikuðu Björn út. Í hvassyrtri yfirlýsingu frá Birni bendir hann á að í í raun hafi 80% kjósenda flokksins haft áskorun Jóhanensar í Bónus að engu. Björn segir að auglýsingin hafi átt að ófrægja sig og einnig embættismenn sem komu að Baugsmálinu. Minnir Björn á að það mál hafi hafist áður en hann varð dómsmálaráðherra. Í yfirlýsingu bendir Björn á að Jóhannes sé að beita auði og áhrifum sínum gegn stjórnmálamönnum sem standi í vegi fyrir því að hann fari öllu sínu fram. Segir dómsmálaráðherrann á að með árásum á sig sé Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta enn verri gagnvart stóreigendum. Einkahagsmunir ráði ferð en ekki virðing fyri rétti annara. Það kemur Birni á óvart að stjórnmálamenn og álitsgjafar telji að þessi auglýsing frá Jóhannesi sé næsta eðlileg ef ekki sjálfsagt nýmæli. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Björn: "Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins?" Fréttastofa sendi fyrir tveimur dögum tölvuskeyti til Björns og spurði, annars vegar um áhrif útstrikana á pólitíska stöðu hans - hins vegar hvenær væri að vænta skipunar í embætti ríkissaksóknara. Svar hefur enn ekki borist. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra gagnrýnir Jóhannes í Bónus harðlega fyrir að hvetja til útstrikana á sér. Hann lýsir áhyggjum af því að menn beiti ofríki í krafti auðs til að tryggja sér viðhlæjendur á þingi. Tæplega 20 prósent kjósenda strikuðu yfir Björn og fellur hann niður um eitt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Rúmlega 18 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi suður strikuðu yfir nafn dómsmálaráðherrans. eða yfir 2500 kjósendur. Þetta veldur því að Björn færist niður fyrir þingnýliðann Illuga Gunnarsson á lista flokksins. Verður því sjötti þingmaður kjördæmisins en Illugi þriðji. Jóhannes Jónsson í Bónus hvatti til þess í auglýsingum fyrir kjördag að kjósendur strikuðu Björn út. Í hvassyrtri yfirlýsingu frá Birni bendir hann á að í í raun hafi 80% kjósenda flokksins haft áskorun Jóhanensar í Bónus að engu. Björn segir að auglýsingin hafi átt að ófrægja sig og einnig embættismenn sem komu að Baugsmálinu. Minnir Björn á að það mál hafi hafist áður en hann varð dómsmálaráðherra. Í yfirlýsingu bendir Björn á að Jóhannes sé að beita auði og áhrifum sínum gegn stjórnmálamönnum sem standi í vegi fyrir því að hann fari öllu sínu fram. Segir dómsmálaráðherrann á að með árásum á sig sé Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta enn verri gagnvart stóreigendum. Einkahagsmunir ráði ferð en ekki virðing fyri rétti annara. Það kemur Birni á óvart að stjórnmálamenn og álitsgjafar telji að þessi auglýsing frá Jóhannesi sé næsta eðlileg ef ekki sjálfsagt nýmæli. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Björn: "Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins?" Fréttastofa sendi fyrir tveimur dögum tölvuskeyti til Björns og spurði, annars vegar um áhrif útstrikana á pólitíska stöðu hans - hins vegar hvenær væri að vænta skipunar í embætti ríkissaksóknara. Svar hefur enn ekki borist.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira