Fleiri fréttir Tveggja mánaða fangelsi fyrir að framvísa ógildu ökuskírteini Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa framvísað ógildu ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum. 11.5.2007 14:40 Hafravatnsvegur lokaður við Vesturlandsveg Aðkoman að Hafravatnsvegi verður lokuð við Hringtorgi á Vesturlandsvegi frá og með mánudeginum og til 12. júní. Þetta er vegna framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir eftir því sem segir á vef framkvæmdasviðs borgarinnar. 11.5.2007 13:45 Erlendir verkamenn fái upplýsingar um réttindi sín Tryggja verður að erlendir verkamenn á Íslandi fái nægar upplýsingar um réttindi sín og skyldur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra sem fjallaði um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur hvernig bæta megi starfskjör útlendinga hér á landi og yfirsýn stjórnvalda yfir málaflokknum. 11.5.2007 13:34 Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum. 11.5.2007 13:15 Hljóðfæri úr drasli vesturlandabúa á Listahátíð Hljómsveitin Konono N°1 heldur tónleika í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Hljómsveitin er frá Kinshasa í Kongo og hlaut verðlaun sem besti nýliðinn í heimstónlist hjá breska ríkisútvarpinu BBC í fyrra. Þeir spila einnig á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta. 11.5.2007 13:07 Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu. 11.5.2007 12:45 Krían komin á Nesið Krían er komin vestast á Seltjarnarnesið. Vegfarandi sem var í göngutúr þar í morgun og hafði samband við fréttastofu sagðist hafa orðið var við hana og að hún hefði kallað á sig. 11.5.2007 12:45 Hvað gerir kjörseðil ógildan Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur. 11.5.2007 12:39 Menn víða sammála Eiríki á Vesturlöndum Víða á Vesturlöndum eru menn sammála Eiríki Haukssyni söngvara um að austurblokkin svonefnda hafi með sér óeðlilegt samstarf við atkvæðagreiðlu í Júróvision keppninni. Eiríkur lýsti því við mafíu og sagði að að lög frá Mið- og Vestur-Evrópu ættu ekki lengur möguleika í keppninni. 11.5.2007 12:15 Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. 11.5.2007 12:03 Karlmaður slasast í bílveltu Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur. 11.5.2007 11:27 Risessan lögð af stað Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun 11.5.2007 11:05 Uggvænleg tíðindi fyrir neytendur Almennar hækkanir á mat- og drykkjavörum í síðasta mánuði eru uggvænleg tíðindi fyrir neytendur að sögn talsmanns neytenda. Hann segir nauðsynlegt að veita verslunum varanlegt aðhald til þess að koma í veg fyrir að þær hirði ávinning neytenda af skattalækkununum. 11.5.2007 10:55 Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar. 11.5.2007 10:16 Hvað er erfðamengun? Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. 10.5.2007 23:27 Eiríkur vill tvær keppnir Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár. 10.5.2007 22:35 Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar. 10.5.2007 22:16 Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang. 10.5.2007 22:11 Fiskistofa rannsakar játningar um svindl Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn. 10.5.2007 19:41 Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. 10.5.2007 19:34 Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun. 10.5.2007 19:32 Eiríkur rokkaði í Helsinki Eiríkur Hauksson og föruneyti luku rétt í þessu við flutning á framlagi Íslendinga til Eurovision þetta árið, „Valentine Lost“ við góðar undirtektir. Norskir áhorfendur tóku vel undir með Eiríki enda hefur hann búið í Noregi í fjölda ára. Atkvæðagreiðsla verður síðar í kvöld. Eiríkur hefur sjálfur sagt að hann telji að það séu helmingslíkur á því að við komumst í lokakeppnina. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi þetta árið. 10.5.2007 19:29 Dómur yfir Jónasi sá þyngsti sinnar tegundar Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Garðarsson, fyrrverandi formann Sjómannafélags Reykjavíkur, í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Dómurinn er sá þyngsti sinnar tegundar. 10.5.2007 19:16 410 ökumenn teknir á Hringbraut á einum sólarhring 410 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og í dag eða á einum sólarhring. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 75 km hraða. 10.5.2007 19:02 Heimild til hönnunar verknámshúss fengin Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 9. maí var lögð fram heimild Menntamálaráðuneytisins um að hafist verði handa við hönnun viðbyggingar við verknámshúsið Hamar. Viðbygging við verknámshúsið hefur verið lengi í undirbúningi enda ljóst að með henni verður hægt að efla og bæta enn frekar verk- og starfsnám við Fjölbrautaskólann. 10.5.2007 18:55 Stöðvaður með smygl á leið frá Grundartanga Lögreglan á Akranesi rannsakar nú smyglmál en hún stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Eftir því sem segir á vef Skessuhorns reyndust sex kassar af bjór í bílnum, 21 karton af sígarettum og 5 lítrar af sterku áfengi sem lögregla lagði hald á. 10.5.2007 17:08 Landspítala óheimilt að segja Salmann upp Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var. 10.5.2007 17:00 Vilja stofna Flugminjasafn Íslands Full ástæða er til að halda utan um flugsögu Íslands meðal annars með því að koma á fót Flugminjasafni Íslands að mati Flugminjanefndar menntamálaráðherra. Nefndin skilaði frá sér tillögum í dag. 10.5.2007 16:44 Litháar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Tveir Litháar, Sarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í Hæstarétti í dag dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla nærri tólf kílóum af amfetamíni til landsins. 10.5.2007 16:20 Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms yfir Jónasi Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir manndráp af gáleysi. 10.5.2007 16:03 Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta. 10.5.2007 16:02 Máli vegna ólöglegra hreindýraveiða vísað frá dómi Héraðsdómur Austurlands vísaði í dag frá dómi ákæru á hendur tveimur karlmönnum sem var gert að hafa fellt tvö hreindýr án tilskilinna veiði - og skotvopnaleyfa. Mönnunum var einnig gert að hafa í blekkingarskyni notað merki hreindýraráðs með ólögmætum hætti. 10.5.2007 15:39 Eiríkur kominn í heiminn í Húsdýragarðinum Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það var ærin Botna sem fyrst bar þar á bæ þetta árið en það var um hádegisbil í dag. Botna, sem er svartbotnótt, bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur og eru þau því lambadrottning og lambakóngur, en svo eru fyrstu lömbin jafnan kölluð. 10.5.2007 15:31 Fimmtán listamenn fá styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Alls fá fimmtán íslenskir listamenn styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistar í ár en styrkjunum var úhlutað í dag. Styrkjunum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa listamönnunum vegna verkefna erlendis. 10.5.2007 14:30 Versta lagið fer í úrslit Eurovision Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit . 10.5.2007 14:20 Ríkið minnkar skattbyrði hátekjufólks á kostnað láglaunafólks Tekjuskattur láglaunafólks hefur aukist á síðastliðnum tólf árum um 5 prósent en lækkað um allt 15 prósent á hjá hálaunafólki. Þetta kemur fram í grein Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings. Hann segir aukna skattbyrði láglaunafólks hafa leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum sama hóps um allt að 20 prósent. 10.5.2007 13:51 Fjölmennt á fundi um uppbyggingu eftir bruna Fjölmenni mætti í Listasafni Íslands í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Borgarstjóri lagði áherslu á að götumyndin fyrir brunann yrði varðveitt. Yfirskrift fundarins var hvernig bætum við brunann. 10.5.2007 13:00 Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu. 10.5.2007 12:45 Íslendingar kjósa að flytja til Danmerkur Alls hafa 7.300 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á síðustu tuttugu árum samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins á búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara. Á sama tíma hafa rúmlega 20 þúsund fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar kjósa helst að búa í Danmörku. 10.5.2007 12:44 Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni. 10.5.2007 12:39 Hafna beiðni Guðmundar um að stofna lögbýli í frístundabyggð Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hafnaði í síðust viku beiðni Guðmundar í Byrginu um að fá að stofna lögbýli á lóðum sínum í hreppnum. Svæðið er nú frístundabyggð og samanstendur af sex frístundahúsalóðum. 10.5.2007 12:30 Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi á Íslandi Netfyrirtækið Yahoo kannar möguleika á því að reisa netþjónabú á Íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru staddir hér á landi og funduðu í morgun með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar. 10.5.2007 12:11 Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin. 10.5.2007 12:00 Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði verslunarinnar en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Nemur styrkurinn 7,5 milljón krónum og fer í verkefni í tengslum við gróðurræktun á Haukadalsheiði. Alls var úthlutað rúmlega 100 milljónum úr Pokasjóði til 122 verkefna. 10.5.2007 12:00 Á 153 km hraða á Gullinbrú Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á tvítugsaldri fyrir ofsaakstur á Gullinbrú í Grafarvogi. Bíll hans mældist á 153 kílómetra hraða en þar hámarkshraði 60 kílómetrar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og sviptur ökuréttindum. 10.5.2007 11:51 Sjá næstu 50 fréttir
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að framvísa ógildu ökuskírteini Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa framvísað ógildu ökuskírteini þegar lögregla hafði afskipti af honum. 11.5.2007 14:40
Hafravatnsvegur lokaður við Vesturlandsveg Aðkoman að Hafravatnsvegi verður lokuð við Hringtorgi á Vesturlandsvegi frá og með mánudeginum og til 12. júní. Þetta er vegna framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir eftir því sem segir á vef framkvæmdasviðs borgarinnar. 11.5.2007 13:45
Erlendir verkamenn fái upplýsingar um réttindi sín Tryggja verður að erlendir verkamenn á Íslandi fái nægar upplýsingar um réttindi sín og skyldur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra sem fjallaði um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur hvernig bæta megi starfskjör útlendinga hér á landi og yfirsýn stjórnvalda yfir málaflokknum. 11.5.2007 13:34
Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum. 11.5.2007 13:15
Hljóðfæri úr drasli vesturlandabúa á Listahátíð Hljómsveitin Konono N°1 heldur tónleika í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Hljómsveitin er frá Kinshasa í Kongo og hlaut verðlaun sem besti nýliðinn í heimstónlist hjá breska ríkisútvarpinu BBC í fyrra. Þeir spila einnig á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta. 11.5.2007 13:07
Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu. 11.5.2007 12:45
Krían komin á Nesið Krían er komin vestast á Seltjarnarnesið. Vegfarandi sem var í göngutúr þar í morgun og hafði samband við fréttastofu sagðist hafa orðið var við hana og að hún hefði kallað á sig. 11.5.2007 12:45
Hvað gerir kjörseðil ógildan Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur. 11.5.2007 12:39
Menn víða sammála Eiríki á Vesturlöndum Víða á Vesturlöndum eru menn sammála Eiríki Haukssyni söngvara um að austurblokkin svonefnda hafi með sér óeðlilegt samstarf við atkvæðagreiðlu í Júróvision keppninni. Eiríkur lýsti því við mafíu og sagði að að lög frá Mið- og Vestur-Evrópu ættu ekki lengur möguleika í keppninni. 11.5.2007 12:15
Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. 11.5.2007 12:03
Karlmaður slasast í bílveltu Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur. 11.5.2007 11:27
Risessan lögð af stað Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun 11.5.2007 11:05
Uggvænleg tíðindi fyrir neytendur Almennar hækkanir á mat- og drykkjavörum í síðasta mánuði eru uggvænleg tíðindi fyrir neytendur að sögn talsmanns neytenda. Hann segir nauðsynlegt að veita verslunum varanlegt aðhald til þess að koma í veg fyrir að þær hirði ávinning neytenda af skattalækkununum. 11.5.2007 10:55
Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar. 11.5.2007 10:16
Hvað er erfðamengun? Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. 10.5.2007 23:27
Eiríkur vill tvær keppnir Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár. 10.5.2007 22:35
Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar. 10.5.2007 22:16
Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang. 10.5.2007 22:11
Fiskistofa rannsakar játningar um svindl Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn. 10.5.2007 19:41
Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni. 10.5.2007 19:34
Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun. 10.5.2007 19:32
Eiríkur rokkaði í Helsinki Eiríkur Hauksson og föruneyti luku rétt í þessu við flutning á framlagi Íslendinga til Eurovision þetta árið, „Valentine Lost“ við góðar undirtektir. Norskir áhorfendur tóku vel undir með Eiríki enda hefur hann búið í Noregi í fjölda ára. Atkvæðagreiðsla verður síðar í kvöld. Eiríkur hefur sjálfur sagt að hann telji að það séu helmingslíkur á því að við komumst í lokakeppnina. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi þetta árið. 10.5.2007 19:29
Dómur yfir Jónasi sá þyngsti sinnar tegundar Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Garðarsson, fyrrverandi formann Sjómannafélags Reykjavíkur, í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Dómurinn er sá þyngsti sinnar tegundar. 10.5.2007 19:16
410 ökumenn teknir á Hringbraut á einum sólarhring 410 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og í dag eða á einum sólarhring. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 75 km hraða. 10.5.2007 19:02
Heimild til hönnunar verknámshúss fengin Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 9. maí var lögð fram heimild Menntamálaráðuneytisins um að hafist verði handa við hönnun viðbyggingar við verknámshúsið Hamar. Viðbygging við verknámshúsið hefur verið lengi í undirbúningi enda ljóst að með henni verður hægt að efla og bæta enn frekar verk- og starfsnám við Fjölbrautaskólann. 10.5.2007 18:55
Stöðvaður með smygl á leið frá Grundartanga Lögreglan á Akranesi rannsakar nú smyglmál en hún stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Eftir því sem segir á vef Skessuhorns reyndust sex kassar af bjór í bílnum, 21 karton af sígarettum og 5 lítrar af sterku áfengi sem lögregla lagði hald á. 10.5.2007 17:08
Landspítala óheimilt að segja Salmann upp Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var. 10.5.2007 17:00
Vilja stofna Flugminjasafn Íslands Full ástæða er til að halda utan um flugsögu Íslands meðal annars með því að koma á fót Flugminjasafni Íslands að mati Flugminjanefndar menntamálaráðherra. Nefndin skilaði frá sér tillögum í dag. 10.5.2007 16:44
Litháar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Tveir Litháar, Sarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í Hæstarétti í dag dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla nærri tólf kílóum af amfetamíni til landsins. 10.5.2007 16:20
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms yfir Jónasi Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir manndráp af gáleysi. 10.5.2007 16:03
Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta. 10.5.2007 16:02
Máli vegna ólöglegra hreindýraveiða vísað frá dómi Héraðsdómur Austurlands vísaði í dag frá dómi ákæru á hendur tveimur karlmönnum sem var gert að hafa fellt tvö hreindýr án tilskilinna veiði - og skotvopnaleyfa. Mönnunum var einnig gert að hafa í blekkingarskyni notað merki hreindýraráðs með ólögmætum hætti. 10.5.2007 15:39
Eiríkur kominn í heiminn í Húsdýragarðinum Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það var ærin Botna sem fyrst bar þar á bæ þetta árið en það var um hádegisbil í dag. Botna, sem er svartbotnótt, bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur og eru þau því lambadrottning og lambakóngur, en svo eru fyrstu lömbin jafnan kölluð. 10.5.2007 15:31
Fimmtán listamenn fá styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Alls fá fimmtán íslenskir listamenn styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistar í ár en styrkjunum var úhlutað í dag. Styrkjunum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa listamönnunum vegna verkefna erlendis. 10.5.2007 14:30
Versta lagið fer í úrslit Eurovision Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit . 10.5.2007 14:20
Ríkið minnkar skattbyrði hátekjufólks á kostnað láglaunafólks Tekjuskattur láglaunafólks hefur aukist á síðastliðnum tólf árum um 5 prósent en lækkað um allt 15 prósent á hjá hálaunafólki. Þetta kemur fram í grein Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings. Hann segir aukna skattbyrði láglaunafólks hafa leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum sama hóps um allt að 20 prósent. 10.5.2007 13:51
Fjölmennt á fundi um uppbyggingu eftir bruna Fjölmenni mætti í Listasafni Íslands í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Borgarstjóri lagði áherslu á að götumyndin fyrir brunann yrði varðveitt. Yfirskrift fundarins var hvernig bætum við brunann. 10.5.2007 13:00
Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu. 10.5.2007 12:45
Íslendingar kjósa að flytja til Danmerkur Alls hafa 7.300 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á síðustu tuttugu árum samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins á búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara. Á sama tíma hafa rúmlega 20 þúsund fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar kjósa helst að búa í Danmörku. 10.5.2007 12:44
Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni. 10.5.2007 12:39
Hafna beiðni Guðmundar um að stofna lögbýli í frístundabyggð Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hafnaði í síðust viku beiðni Guðmundar í Byrginu um að fá að stofna lögbýli á lóðum sínum í hreppnum. Svæðið er nú frístundabyggð og samanstendur af sex frístundahúsalóðum. 10.5.2007 12:30
Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi á Íslandi Netfyrirtækið Yahoo kannar möguleika á því að reisa netþjónabú á Íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru staddir hér á landi og funduðu í morgun með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar. 10.5.2007 12:11
Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin. 10.5.2007 12:00
Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði verslunarinnar en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Nemur styrkurinn 7,5 milljón krónum og fer í verkefni í tengslum við gróðurræktun á Haukadalsheiði. Alls var úthlutað rúmlega 100 milljónum úr Pokasjóði til 122 verkefna. 10.5.2007 12:00
Á 153 km hraða á Gullinbrú Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á tvítugsaldri fyrir ofsaakstur á Gullinbrú í Grafarvogi. Bíll hans mældist á 153 kílómetra hraða en þar hámarkshraði 60 kílómetrar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og sviptur ökuréttindum. 10.5.2007 11:51